Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2025 11:00 Mótmælendur í Los Angeles í gær. AP/Jae C. Hong Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Í heildina voru 44 handteknir í að minnsta kosti þremur áhlaupum í LA en þeirra á meðal var forsvarsmaður stórs verkalýðsfélags í LA. Hann var sakaður um að reyna að hindra störf útsendara alríkisins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í einu áhlaupi hinna þungvopnuðu útsendara ICE í borginni í gær kom hópur fólks saman til að mótmæla störfum þeirra. fólkið umkringdi bíla ICE en útsendararnir köstuðu hvellsprengjum að fólkinu til að komast áfram. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils um áhlaupin í gær. Útsendarar ICE og annarra löggæslustofnanna hafa fjölgað áhlaupum sínum og handtökum víðsvegar um Bandaríkin að undanförnu. Markmiðið er verða við loforði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga brottvísunum fólks sem ólöglega í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti einn þeirra sem handtekinn var í gær var sendur samdægurs til Mexíkó, án þess að hann fengi fyrst að tala máli sínu fyrir framan dómara. Stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að allir eigi þann rétt í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Útsendarar ICE og annarra stofnana á mótmælunum í gær.AP/Jae C. Hong Eftir áhlaup gærdagsins komu tugir mótmælenda saman fyrir utan húsið þar sem fólkinu var haldið. Mótmælendur kölluðu eftir því að fólkinu yrði sleppt og að útsendarar ICE færu úr borginni. LA Times segir að forsvarsmenn lögreglunnar í borginni hafi lýst því yfir að mótmælin væru ólögleg og í kjölfarið hafi útsendarar ICE og annarra alríkisstofnanna klæddir óreiðabúningum rekið fólkið á brott. Meðal annars hafi þeir notað piparúða og hvellsprengjur. Hér að neðan er frétt LA Times um mótmælin í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Í heildina voru 44 handteknir í að minnsta kosti þremur áhlaupum í LA en þeirra á meðal var forsvarsmaður stórs verkalýðsfélags í LA. Hann var sakaður um að reyna að hindra störf útsendara alríkisins, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í einu áhlaupi hinna þungvopnuðu útsendara ICE í borginni í gær kom hópur fólks saman til að mótmæla störfum þeirra. fólkið umkringdi bíla ICE en útsendararnir köstuðu hvellsprengjum að fólkinu til að komast áfram. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils um áhlaupin í gær. Útsendarar ICE og annarra löggæslustofnanna hafa fjölgað áhlaupum sínum og handtökum víðsvegar um Bandaríkin að undanförnu. Markmiðið er verða við loforði Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að fjölga brottvísunum fólks sem ólöglega í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti einn þeirra sem handtekinn var í gær var sendur samdægurs til Mexíkó, án þess að hann fengi fyrst að tala máli sínu fyrir framan dómara. Stjórnarskrá Bandaríkjanna segir til um að allir eigi þann rétt í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru ríkisborgarar eða ekki. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Todd Lyons, yfirmaður ICE, varði aðferðir stofnunarinnar fyrr í vikunni og sagði þá að verið væri að handtaka um 1.600 manns á degi hverjum. Um væri að ræða hættulega glæpamenn. Útsendarar ICE og annarra stofnana á mótmælunum í gær.AP/Jae C. Hong Eftir áhlaup gærdagsins komu tugir mótmælenda saman fyrir utan húsið þar sem fólkinu var haldið. Mótmælendur kölluðu eftir því að fólkinu yrði sleppt og að útsendarar ICE færu úr borginni. LA Times segir að forsvarsmenn lögreglunnar í borginni hafi lýst því yfir að mótmælin væru ólögleg og í kjölfarið hafi útsendarar ICE og annarra alríkisstofnanna klæddir óreiðabúningum rekið fólkið á brott. Meðal annars hafi þeir notað piparúða og hvellsprengjur. Hér að neðan er frétt LA Times um mótmælin í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04 Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Maður sem var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador fyrir mistök hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Hann hefur hins vegar verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til landsins. 6. júní 2025 21:04
Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í nótt umfangsmikið frumvarp sem felur í sér um 4,5 billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála. Milljónir manna eru taldar missa aðgang að heilbrigðisþjónustu og mataraðstoð verði frumvarpið að lögum. 22. maí 2025 12:22