Engin sátt í sjónmáli: Trump vill selja Tesluna Agnar Már Másson skrifar 6. júní 2025 16:10 Trump keypti sér Teslu í mars, sem var hálfgerð stuðningsyfirlýsing við Musk. Nú vill hann selja bílinn. Getty/Andrew Harnik Sátt virðist ekki vera innan seilingar milli Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og auðkýfingsins Elons Musks. Trump er sagður ætla að selja nýja Tesla-bílinn sinn sem hann keypti einmitt til stuðnings Musk. Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær. Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Slitnað hefur úr vinasambandi Bandaríkjaforseta og Musks, eins og alþjóð varð vitni að í gær þegar þeir skutu föstum skotum að hvor öðrum, hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Musk, sem yfirgaf nýlega hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar (DOGE), hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp Trumps og ýmsa Repúblikana sem studdu það en forðast að gagnrýna Trump með beinum hætti. Þar til í gær eftir að Trump kvaðst vonsvikinn út í Musk, sem lét síðan Trump heyra það á samfélagsmiðlinum X. Trump kallaði þá Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn í Hvíta húsinu höfðu sagt við fjölmiðla að þeir hygðust grafa stríðsöxina með símtali í dag, en New York Times greina nú frá því að ekkert slíkt símtal sé á dagskrá að sögn aðstoðarmanna. Miðillinn hefur enn fremur eftir ónafngreindum aðstoðarmanni forsetans að Trump hyggist selja rauðu Tesla-bifreiðina sína, sem hann keypti í mars einmitt til að sýna Musk stuðning meðan auðkýfingurinn sat undir mikilli gagnrýni vegna starfa DOGE. Möguleg sátt runnin út í sandinn? Í gærkvöldi voru blikur á lofti um að þeir vildu sættast. Trump hafði dregið til baka hótanir sínar um að hætta við rekstur Dragon-eldflaugar SpaceX, sem Nasa hefur haft afnot af undanfarin ár. Og þegar Bill Ackman auðkýfingur stakk upp á því á X í gær að mennirnir stilltu til friðar, „frábæru þjóð okkar til hagsbóta“, svaraði Musk: „Þú hefur ekki rangt fyrir þér.“ Deilur Musks við Trump gætu kostað auðkýfinginn mikið þar sem fyrirtæki hans, aðallega SpaceX, hafa grætt milljarða dala af samningum við stjórnvöld, sem Trump hótaði reyndar að slíta í gær.
Donald Trump Elon Musk Bandaríkin Tesla Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent