Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 12:53 Donald Trump mundar símann í Hvíta húsinu. EPA/SAMUEL CORUM Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. Þó Trump hafi færri en tíu milljón fylgjendur á Truth Social, þar sem eignarhluti hans er metinn á meira en tvo milljarða dala, er dreifing færsla hans þó líklega meiri en hún var á Twitter árið 2017. Færslum forstans á Truth Social er deilt, nánast samstundis, á öðrum samfélagsmiðlum af starfsfólki hans og á síðum Hvíta hússins. Í greiningu blaðamanna Washington Post kemur fram að Trump hafi aðstoðarmenn sem birti einnig færslur á síðu hans yfir daginn. Sérfræðingur sagði Washington Post að með því að birta eingöngu á Truth Social, þar sem nánast eingöngu má finna stuðningsmenn hans, sé Trump búinn að einangra sig frá gagnrýni og grafa sinn eigin bergmálshelli. Hann finni nánast eingöngu fyrir jákvæðum viðbrögðum. Birtir margar færslur yfir fréttum Færslur Trumps eru iðulega fréttaefni og tengjast þær oft fréttamálum hvers dags fyrir sig. Hann birtir margar færslur sjálfu, án nokkurs samráðs við aðstoðarmenn sína, þegar hann er að horfa á fréttir á morgnanna eða kvöldin. Á síðu sinni fer Trump þó reglulega með ósannindi og deilir fjölda færsla annarra notenda Truth Social. Biden er ítrekað skotmark Trumps, sem kennir forvera sínum reglulega um það sem honum finnst mega betur fara. Trump hefur einnig sagt Biden heimskan og elliær. Um helgina deildi hann til að mynda færslu um að Joe Biden, forveri hans, hefði verið tekinn af lífi árið 2020 og honum skipt út fyrir klón og „sálarlaus“ vélmenni. Það ætti að vera óþarfi að taka fram að þetta er ekki rétt. Færslunni deildi Trump degi eftir að Biden sagði blaðamönnum að hann hefði það fínt, eftir að hann greindist með illkynja krabbamein í blöðruhálskirtli. Trump hefur áður gefið til kynna að Biden hafi ekki greinst nýverið, heldur hafi það gerst fyrir löngu síðan og því hafi verið haldið frá almenningi í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. 4. júní 2025 07:24 Mun þingið fara fram hjá Trump? Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagðist í gær styðja hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Áhugi fyrir slíkum aðgerðum er mikill í þinginu og þá sérstaklega í öldungadeildinni en hingað til hefur Donald Trump, forseti, ekki viljað taka það skref. 3. júní 2025 12:55 Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. 30. maí 2025 16:24 Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 „Hann er að leika sér að eldinum!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. 27. maí 2025 16:11 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Þó Trump hafi færri en tíu milljón fylgjendur á Truth Social, þar sem eignarhluti hans er metinn á meira en tvo milljarða dala, er dreifing færsla hans þó líklega meiri en hún var á Twitter árið 2017. Færslum forstans á Truth Social er deilt, nánast samstundis, á öðrum samfélagsmiðlum af starfsfólki hans og á síðum Hvíta hússins. Í greiningu blaðamanna Washington Post kemur fram að Trump hafi aðstoðarmenn sem birti einnig færslur á síðu hans yfir daginn. Sérfræðingur sagði Washington Post að með því að birta eingöngu á Truth Social, þar sem nánast eingöngu má finna stuðningsmenn hans, sé Trump búinn að einangra sig frá gagnrýni og grafa sinn eigin bergmálshelli. Hann finni nánast eingöngu fyrir jákvæðum viðbrögðum. Birtir margar færslur yfir fréttum Færslur Trumps eru iðulega fréttaefni og tengjast þær oft fréttamálum hvers dags fyrir sig. Hann birtir margar færslur sjálfu, án nokkurs samráðs við aðstoðarmenn sína, þegar hann er að horfa á fréttir á morgnanna eða kvöldin. Á síðu sinni fer Trump þó reglulega með ósannindi og deilir fjölda færsla annarra notenda Truth Social. Biden er ítrekað skotmark Trumps, sem kennir forvera sínum reglulega um það sem honum finnst mega betur fara. Trump hefur einnig sagt Biden heimskan og elliær. Um helgina deildi hann til að mynda færslu um að Joe Biden, forveri hans, hefði verið tekinn af lífi árið 2020 og honum skipt út fyrir klón og „sálarlaus“ vélmenni. Það ætti að vera óþarfi að taka fram að þetta er ekki rétt. Færslunni deildi Trump degi eftir að Biden sagði blaðamönnum að hann hefði það fínt, eftir að hann greindist með illkynja krabbamein í blöðruhálskirtli. Trump hefur áður gefið til kynna að Biden hafi ekki greinst nýverið, heldur hafi það gerst fyrir löngu síðan og því hafi verið haldið frá almenningi í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. 4. júní 2025 07:24 Mun þingið fara fram hjá Trump? Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagðist í gær styðja hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Áhugi fyrir slíkum aðgerðum er mikill í þinginu og þá sérstaklega í öldungadeildinni en hingað til hefur Donald Trump, forseti, ekki viljað taka það skref. 3. júní 2025 12:55 Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. 30. maí 2025 16:24 Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 „Hann er að leika sér að eldinum!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. 27. maí 2025 16:11 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. 4. júní 2025 07:24
Mun þingið fara fram hjá Trump? Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagðist í gær styðja hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Áhugi fyrir slíkum aðgerðum er mikill í þinginu og þá sérstaklega í öldungadeildinni en hingað til hefur Donald Trump, forseti, ekki viljað taka það skref. 3. júní 2025 12:55
Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseti, megi svipta farand- og flóttafólk frá Haítí, Kúbu, Níkaragva og Venesúela tímabundinni vernd gegn brottvísunum sem þau hafa fengið. Þannig má Trump vísa þeim úr landi áður en umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru tekin fyrir. 30. maí 2025 16:24
Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32
„Hann er að leika sér að eldinum!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. 27. maí 2025 16:11