Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 07:24 Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu á dögunum. AP/Evan Vucci Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. Umrætt frumvarp var samþykkt með naumindum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í síðasta mánuði og er til umræðu í öldungadeildinni. Musk er verulega andvígur fjárútlátum í frumvarpinu og segir að það muni sökkva bandarísku þjóðinni í skuldafen. Í færslu sem hann skrifaði á X, samfélagsmiðil sinn, í gær sagði Musk að þingmenn sem studdu frumvarpið sé meðvitaðir um að þeir hafi gert rangt. Í annarri færslu sagði Musk svo að allir stjórnmálamenn sem hefðu svikið bandarísku þjóðina yrðu reknir í nóvember. Hann hélt svo áfram í morgun og sagði meðal annars að eyðsla yfirvalda í Bandaríkjunum myndi á endanum hneppa þjóðina í ánauð. Fúlgur fjár færu í að greiða vexti af skuldum ríkisins og á endanum yrðu ekki til peningar fyrir neitt annað. Þingkosningar verða haldnar í nóvember en Musk varði í fyrra í það minnsta 250 milljónum dala í að styðja Donald Trump í kosningabaráttunni um Hvíta húsið. Þá hefur hann heitið því að nota peninga sína gegn öllum þeim þingmönnum sem þykja ekki nægilega hliðhollir Trump. Nú er hann hinsvegar að hóta því að beita sér gegn þingmönnum sem greiða atkvæði með frumvarpi sem Trump hefur krafist þess að Repúblikanar samþykki. Hversu alvara Musk er þykir þó ekki ljóst. Hann lýsti því til að mynda yfir í síðasta mánuði að hann ætlaði að verja mun minna til stjórnmála í framtíðinni. Í bili allavega. Sjá einnig: Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Þá steig Musk til hliðar frá störfum sínum fyrir Trump á dögunum og hélt forsetinn við það tilefni athöfn í Hvíta húsinu. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar myndi frumvarpið meðal annars fella niður ívilnanir sem hagnast Tesla, rafmagnsbílafyrirtæki Musks. Hann er þó verulega andvígur auknum fjárútlátum bandaríska ríkisins og hefur barist fyrir niðurskurði í störfum sínum fyrir Trump í gegnum Doge-niðurskurðarstofnunina. Hin hlutlausa stofnun Congressional Budget Office er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna. Stofnunin fer yfir lagafrumvörp og metur áhrif þeirra og mögulegan kostnað. Sérfræðingar hennar áætla að frumvarpið muni auka skuldir ríkisins um 2,4 billjónir dala á næstu tíu árum. Það samsvarar um 305 billjónum króna. Því segjast margir Repúblikanar ósammála og segja að frumvarpið muni borga sig með auknum hagvexti. Repúblikanar eru þó ekki sammála um kosti frumvarpsins og þykir líklegt að það muni taka miklum breytingum í öldungadeildinni, áður en það fer aftur fyrir fulltrúadeildina. Trump stendur við frumvarpið Karoline Leavitt, talskona Trumps, sagði við blaðamenn í gærkvöldi að forsetinn væri meðvitaður um afstöðu Musks gagnvart frumvarpinu. Það breytti ekki afstöðu Trumps, sem styddi það enn. „Þetta er eitt stór, fallegt frumvarp og hann stendur við það.“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði einnig að Musk hefði rangt fyrir sér um frumvarpið. Hann sagðist hafa rætt frumvarpið við auðjöfurinn í um tuttugu mínútur og sagði Musk hafa rangt fyrir sér. „Þetta er ekki persónulegt. Ég veit að honum þykja rafmagnsbílaívilnanirnar mikilvægar. Þær eru að fara því ríkisstjórnin á ekki að niðurgreiða þessa hluti,“ sagði Johnson. „Ég veit hvaða áhrif það hefur á fyrirtæki hans og mér þykir það miður. En að hann stígi fram og hrauni yfir allt frumvarpið eru, að mér finnst, vonbrigði og óvænt, í ljósi samtals okkar í gær.“ Bandaríkin Donald Trump Tesla Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Sjá meira
Umrætt frumvarp var samþykkt með naumindum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í síðasta mánuði og er til umræðu í öldungadeildinni. Musk er verulega andvígur fjárútlátum í frumvarpinu og segir að það muni sökkva bandarísku þjóðinni í skuldafen. Í færslu sem hann skrifaði á X, samfélagsmiðil sinn, í gær sagði Musk að þingmenn sem studdu frumvarpið sé meðvitaðir um að þeir hafi gert rangt. Í annarri færslu sagði Musk svo að allir stjórnmálamenn sem hefðu svikið bandarísku þjóðina yrðu reknir í nóvember. Hann hélt svo áfram í morgun og sagði meðal annars að eyðsla yfirvalda í Bandaríkjunum myndi á endanum hneppa þjóðina í ánauð. Fúlgur fjár færu í að greiða vexti af skuldum ríkisins og á endanum yrðu ekki til peningar fyrir neitt annað. Þingkosningar verða haldnar í nóvember en Musk varði í fyrra í það minnsta 250 milljónum dala í að styðja Donald Trump í kosningabaráttunni um Hvíta húsið. Þá hefur hann heitið því að nota peninga sína gegn öllum þeim þingmönnum sem þykja ekki nægilega hliðhollir Trump. Nú er hann hinsvegar að hóta því að beita sér gegn þingmönnum sem greiða atkvæði með frumvarpi sem Trump hefur krafist þess að Repúblikanar samþykki. Hversu alvara Musk er þykir þó ekki ljóst. Hann lýsti því til að mynda yfir í síðasta mánuði að hann ætlaði að verja mun minna til stjórnmála í framtíðinni. Í bili allavega. Sjá einnig: Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Þá steig Musk til hliðar frá störfum sínum fyrir Trump á dögunum og hélt forsetinn við það tilefni athöfn í Hvíta húsinu. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar myndi frumvarpið meðal annars fella niður ívilnanir sem hagnast Tesla, rafmagnsbílafyrirtæki Musks. Hann er þó verulega andvígur auknum fjárútlátum bandaríska ríkisins og hefur barist fyrir niðurskurði í störfum sínum fyrir Trump í gegnum Doge-niðurskurðarstofnunina. Hin hlutlausa stofnun Congressional Budget Office er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna. Stofnunin fer yfir lagafrumvörp og metur áhrif þeirra og mögulegan kostnað. Sérfræðingar hennar áætla að frumvarpið muni auka skuldir ríkisins um 2,4 billjónir dala á næstu tíu árum. Það samsvarar um 305 billjónum króna. Því segjast margir Repúblikanar ósammála og segja að frumvarpið muni borga sig með auknum hagvexti. Repúblikanar eru þó ekki sammála um kosti frumvarpsins og þykir líklegt að það muni taka miklum breytingum í öldungadeildinni, áður en það fer aftur fyrir fulltrúadeildina. Trump stendur við frumvarpið Karoline Leavitt, talskona Trumps, sagði við blaðamenn í gærkvöldi að forsetinn væri meðvitaður um afstöðu Musks gagnvart frumvarpinu. Það breytti ekki afstöðu Trumps, sem styddi það enn. „Þetta er eitt stór, fallegt frumvarp og hann stendur við það.“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði einnig að Musk hefði rangt fyrir sér um frumvarpið. Hann sagðist hafa rætt frumvarpið við auðjöfurinn í um tuttugu mínútur og sagði Musk hafa rangt fyrir sér. „Þetta er ekki persónulegt. Ég veit að honum þykja rafmagnsbílaívilnanirnar mikilvægar. Þær eru að fara því ríkisstjórnin á ekki að niðurgreiða þessa hluti,“ sagði Johnson. „Ég veit hvaða áhrif það hefur á fyrirtæki hans og mér þykir það miður. En að hann stígi fram og hrauni yfir allt frumvarpið eru, að mér finnst, vonbrigði og óvænt, í ljósi samtals okkar í gær.“
Bandaríkin Donald Trump Tesla Elon Musk Tengdar fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17 Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02 Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Sjá meira
Störfum Musk lokið hjá DOGE Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins. 29. maí 2025 15:17
Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bill Gates, einn auðugasti maður heims, ætlar að gefa næstum því öll sín auðæfi á næstu tuttugu árum. Hinn 69 ára gamli auðjöfur segist ætla að verja rúmum tvö hundruð milljörðum dala í baráttu gegn fátækt, vannæringu, mænuveiki og annars konar böli sem hrelli heiminn. 9. maí 2025 07:02
Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Utanríkisráðuneyti Þýskalands svarar fyrir gagnrýni á flokkun Valkosts fyrir Þýskaland (AfD), eins stærsta stjórnmálaflokks landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við. 3. maí 2025 16:23
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“