Reyndi að bragðbæta baneitruðu máltíðina Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 10:56 Erin Patterson sem er sökuð um að hafa eitruð fyrir tengdafjölskyldu sinni með baneitruðum svepp. AP/James Ross Áströlsk kona sem er sökuð um að hafa myrt skyldmenni sín með baneitruðum sveppum viðurkenndi fyrir dómi að villtir sveppir kynnu að hafa verið í banvænni máltíð sem hún gaf þeim. Hún hefði bætt þurrkuðum sveppum út í réttinn vegna þess að hann hefði verið of bragðlaus. Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Patterson er ákærð fyrir manndráp á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar en tilraun til manndráps á eiginmanni þeirrar síðastnefndu. Sá veiktist hastarlega en komst lífs af. Réttarhöldin yfir Patterson hafa staðið í mánuð og hefur ákæruvaldið leitt fram fjölda vitna og kynnt sönnunargögn í málinu. Patterson bar fyrst vitni sjálf í morgun en hún neitar allri sök. Dauði fólksins hafi verið hörmulegt slys. Hún sagðist hafa ákveðið að bæta þurrkuðum sveppum sem hún keypti í asískri matvöruverslun í Melbourne út í réttinn þar sem henni þótti vanta bragð í hann. Sveppina sótti hún í ílát í búri. Þegar hún var spurð að því hvort að aðrar sveppategundir kynnu að hafa verið í ílátinu táraðist Patterson. „Nún held ég að það sé mögulegt að það hafi verið villtir sveppir þarna líka,“ sagði hún, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ældi eftir að hafa úðað í sig gulrótarköku Hélt Patterson fram að hún hefði sjálf ælt eftir máltíðina en það var eftir að hún tróð í sig gulrótarköku sem fyrrverandi tengdamóðir hennar kom með eftir að gestirnir voru farnir. Komið hafði fram við réttarhöldin að Patterson hefði glímt við lotugræðgi um árabil. Hún hefði þó ekki borðað mikið af matnum, aðeins fjórðung eða þriðjung af því sem var á disknum hennar, vegna þess að hún hefði verið upptekin við að tala. Ian Wilkinson, eini gesturinn sem komst lífs, af sagði fyrir dómi að Patterson hefði verið með öðruvísi matardisk en gestirnir. Patterson kannaðist ekki við lýsingar hans þegar hún bar vitni í dag. Ian Wilkinson, eini matargestur Patterson sem komst lífs af, við dómshúsið í Morwell í Ástralíu í morgun. Eiginkona hans, mágkona og svili létust.AP/James Ross/AAP Gekkst Patterson við því að hafa logið að skyldmennum sínum um að hún hefði verið greind með krabbamein. Hún hafi í raun og veru verið á leið í offituaðgerð en logið þessu til þess að tryggja að hún fengi hjálp með börnin hennar á meðan hún gengist undir hnífinn. „Ég man að ég hugsaði að ég vildi ekki segja neinum hvað ég ætlaði að láta gera. Ég skammaðist mín mikið fyrir það,“ sagði Patterson. Saksóknarar halda því fram að Patterson hafi tælt skyldmenni sín í matarboðið undir því yfirskyni að hún vildi ræða við þau um krabbameinsgreininguna. Eyddi gögnum á meðan lögreglan gerði húsleit Patterson eyddi í þrígang öllum gögnum út af símanum sínum eftir matarboðið örlagaríka, meðal annars á meðan lögreglumenn leituðu á heimili hennar. Þá losaði hún sig við matarþurrkara sem hún átti. Bar hún því við að hún hefði óttast að hún yrði sökuð um að hafa drepið gesti sína. Hún hefði verið skelfingu lostin eftir að fyrrverandi eignmaður hennar spurði hana út í matarþurrkarann og hvort hún hefði notað hann til þess að eitra fyrir foreldrum hans. Ástralía Sveppir Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Patterson er ákærð fyrir manndráp á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóður sinnar en tilraun til manndráps á eiginmanni þeirrar síðastnefndu. Sá veiktist hastarlega en komst lífs af. Réttarhöldin yfir Patterson hafa staðið í mánuð og hefur ákæruvaldið leitt fram fjölda vitna og kynnt sönnunargögn í málinu. Patterson bar fyrst vitni sjálf í morgun en hún neitar allri sök. Dauði fólksins hafi verið hörmulegt slys. Hún sagðist hafa ákveðið að bæta þurrkuðum sveppum sem hún keypti í asískri matvöruverslun í Melbourne út í réttinn þar sem henni þótti vanta bragð í hann. Sveppina sótti hún í ílát í búri. Þegar hún var spurð að því hvort að aðrar sveppategundir kynnu að hafa verið í ílátinu táraðist Patterson. „Nún held ég að það sé mögulegt að það hafi verið villtir sveppir þarna líka,“ sagði hún, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Ældi eftir að hafa úðað í sig gulrótarköku Hélt Patterson fram að hún hefði sjálf ælt eftir máltíðina en það var eftir að hún tróð í sig gulrótarköku sem fyrrverandi tengdamóðir hennar kom með eftir að gestirnir voru farnir. Komið hafði fram við réttarhöldin að Patterson hefði glímt við lotugræðgi um árabil. Hún hefði þó ekki borðað mikið af matnum, aðeins fjórðung eða þriðjung af því sem var á disknum hennar, vegna þess að hún hefði verið upptekin við að tala. Ian Wilkinson, eini gesturinn sem komst lífs, af sagði fyrir dómi að Patterson hefði verið með öðruvísi matardisk en gestirnir. Patterson kannaðist ekki við lýsingar hans þegar hún bar vitni í dag. Ian Wilkinson, eini matargestur Patterson sem komst lífs af, við dómshúsið í Morwell í Ástralíu í morgun. Eiginkona hans, mágkona og svili létust.AP/James Ross/AAP Gekkst Patterson við því að hafa logið að skyldmennum sínum um að hún hefði verið greind með krabbamein. Hún hafi í raun og veru verið á leið í offituaðgerð en logið þessu til þess að tryggja að hún fengi hjálp með börnin hennar á meðan hún gengist undir hnífinn. „Ég man að ég hugsaði að ég vildi ekki segja neinum hvað ég ætlaði að láta gera. Ég skammaðist mín mikið fyrir það,“ sagði Patterson. Saksóknarar halda því fram að Patterson hafi tælt skyldmenni sín í matarboðið undir því yfirskyni að hún vildi ræða við þau um krabbameinsgreininguna. Eyddi gögnum á meðan lögreglan gerði húsleit Patterson eyddi í þrígang öllum gögnum út af símanum sínum eftir matarboðið örlagaríka, meðal annars á meðan lögreglumenn leituðu á heimili hennar. Þá losaði hún sig við matarþurrkara sem hún átti. Bar hún því við að hún hefði óttast að hún yrði sökuð um að hafa drepið gesti sína. Hún hefði verið skelfingu lostin eftir að fyrrverandi eignmaður hennar spurði hana út í matarþurrkarann og hvort hún hefði notað hann til þess að eitra fyrir foreldrum hans.
Ástralía Sveppir Erlend sakamál Tengdar fréttir Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24 Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. 30. apríl 2025 11:24
Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Saksóknarar í Ástralíu hafa fellt niður hluta af ákæru á hendur fimmtugri konu sem er sökuð um að hafa drepið þrennt með því að gefa þeim eitraða sveppi. Hún á enn yfir höfði sér ákæru um þrjú mannsdráp og eina tilraun til manndráps. 29. apríl 2025 14:36
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44