Rýming í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júní 2025 22:01 Búið er að girða af eina sprengjuna með girðingu. Vísir/Getty Um tuttugu þúsund manns hefur verið gert að rýma heimili sitt í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem fundust nýlega. Bandamenn komu sprengjunum fyrir í seinni heimsstyrjöldinni en þeir sprungu ekki á þeim tíma. Sprengjurnar verða gerðar óvirkar snemma á morgun. Sprengjurnar voru framleiddar í Bandaríkjunum. Tvær þeirra eru tuttugu tonn og ein tíu tonn. Sprengjurnar fundust á mánudag við árbakka Rínar við byggingarsvæði. Í frétt Guardian segir að allar þrjár séu með kveikiþráð sem eigi að kvikna í þegar þær fái högg við að lenda á hörðu yfirborði. Rýmingin í Köln á við um þúsund metra radíus. Í umfjöllun Guardian um rýminguna segir að um sé að ræða stærstu rýminguna frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Rýma þurfti skóla, söfn, leikskóla, spítala, dvalarheimili aldraðra, fjölda hótela og auðvitað heimili fjölmargra. Einnig er búið að loka þremur brúm yfir ána Rín og umferð um brúna verið vísað annað eða stöðvuð. Þrjár sprengjur fundust í borginni sem verða allar gerðar óvirkar á morgun. Vísir/Getty Sjálfboðaliðar, lögregla og starfsmenn borgarinnar munu á morgun ganga í hús til að tryggja að fólk sé ekki heima og lögreglan segist hafa heimild til að fjarlægja fólk með valdi neiti það að yfirgefa heimili sitt. Allir sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt hafa á meðan rýmingunni stendur aðgengi að tjöldum, kirkjum og íþróttaleikvöngum þar sem þau geta fengið stuðning, drykki og mat. Ekki óvanalegt í Köln Í frétt Guardian segir að þó svo að 80 ár séu liðin frá seinni heimsstyrjöldinni sé þetta ekki óvanalegur viðburður í Köln. Borgin sé ein þeirra sem hafi orðið fyrir mestum sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni. Alls hafi verið 262 loftárásir á vegum breska flughersins sem stundum hafi verið vopnaðir bandarískum sprengjum, sérstaklega undir lok stríðsins. Um tuttugu þúsund voru drepin í árásunum. Þann 30. Maí 1942 var borgin skotmark fyrstu „þúsund sprengjuárásar“ breska flughersins á þýska borg. Flugherinn sleppti þá rúmum þúsund sprengjum yfir borginni. 855 flugmenn réðust þannig á borgina með 1.455 tonn af sprengjum í aðgerð sem var kölluð Operation Millenium. Ekki er vitað hvort að sprengjurnar sem fundust á mánudag séu meðal þeirra sem var sleppt í aðgerðinni eða hvort þeim var sleppt úr lofti í annarri árás. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Bretland Tengdar fréttir Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Sprengjurnar verða gerðar óvirkar snemma á morgun. Sprengjurnar voru framleiddar í Bandaríkjunum. Tvær þeirra eru tuttugu tonn og ein tíu tonn. Sprengjurnar fundust á mánudag við árbakka Rínar við byggingarsvæði. Í frétt Guardian segir að allar þrjár séu með kveikiþráð sem eigi að kvikna í þegar þær fái högg við að lenda á hörðu yfirborði. Rýmingin í Köln á við um þúsund metra radíus. Í umfjöllun Guardian um rýminguna segir að um sé að ræða stærstu rýminguna frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Rýma þurfti skóla, söfn, leikskóla, spítala, dvalarheimili aldraðra, fjölda hótela og auðvitað heimili fjölmargra. Einnig er búið að loka þremur brúm yfir ána Rín og umferð um brúna verið vísað annað eða stöðvuð. Þrjár sprengjur fundust í borginni sem verða allar gerðar óvirkar á morgun. Vísir/Getty Sjálfboðaliðar, lögregla og starfsmenn borgarinnar munu á morgun ganga í hús til að tryggja að fólk sé ekki heima og lögreglan segist hafa heimild til að fjarlægja fólk með valdi neiti það að yfirgefa heimili sitt. Allir sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt hafa á meðan rýmingunni stendur aðgengi að tjöldum, kirkjum og íþróttaleikvöngum þar sem þau geta fengið stuðning, drykki og mat. Ekki óvanalegt í Köln Í frétt Guardian segir að þó svo að 80 ár séu liðin frá seinni heimsstyrjöldinni sé þetta ekki óvanalegur viðburður í Köln. Borgin sé ein þeirra sem hafi orðið fyrir mestum sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni. Alls hafi verið 262 loftárásir á vegum breska flughersins sem stundum hafi verið vopnaðir bandarískum sprengjum, sérstaklega undir lok stríðsins. Um tuttugu þúsund voru drepin í árásunum. Þann 30. Maí 1942 var borgin skotmark fyrstu „þúsund sprengjuárásar“ breska flughersins á þýska borg. Flugherinn sleppti þá rúmum þúsund sprengjum yfir borginni. 855 flugmenn réðust þannig á borgina með 1.455 tonn af sprengjum í aðgerð sem var kölluð Operation Millenium. Ekki er vitað hvort að sprengjurnar sem fundust á mánudag séu meðal þeirra sem var sleppt í aðgerðinni eða hvort þeim var sleppt úr lofti í annarri árás.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Bretland Tengdar fréttir Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07