Rýming í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júní 2025 22:01 Búið er að girða af eina sprengjuna með girðingu. Vísir/Getty Um tuttugu þúsund manns hefur verið gert að rýma heimili sitt í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem fundust nýlega. Bandamenn komu sprengjunum fyrir í seinni heimsstyrjöldinni en þeir sprungu ekki á þeim tíma. Sprengjurnar verða gerðar óvirkar snemma á morgun. Sprengjurnar voru framleiddar í Bandaríkjunum. Tvær þeirra eru tuttugu tonn og ein tíu tonn. Sprengjurnar fundust á mánudag við árbakka Rínar við byggingarsvæði. Í frétt Guardian segir að allar þrjár séu með kveikiþráð sem eigi að kvikna í þegar þær fái högg við að lenda á hörðu yfirborði. Rýmingin í Köln á við um þúsund metra radíus. Í umfjöllun Guardian um rýminguna segir að um sé að ræða stærstu rýminguna frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Rýma þurfti skóla, söfn, leikskóla, spítala, dvalarheimili aldraðra, fjölda hótela og auðvitað heimili fjölmargra. Einnig er búið að loka þremur brúm yfir ána Rín og umferð um brúna verið vísað annað eða stöðvuð. Þrjár sprengjur fundust í borginni sem verða allar gerðar óvirkar á morgun. Vísir/Getty Sjálfboðaliðar, lögregla og starfsmenn borgarinnar munu á morgun ganga í hús til að tryggja að fólk sé ekki heima og lögreglan segist hafa heimild til að fjarlægja fólk með valdi neiti það að yfirgefa heimili sitt. Allir sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt hafa á meðan rýmingunni stendur aðgengi að tjöldum, kirkjum og íþróttaleikvöngum þar sem þau geta fengið stuðning, drykki og mat. Ekki óvanalegt í Köln Í frétt Guardian segir að þó svo að 80 ár séu liðin frá seinni heimsstyrjöldinni sé þetta ekki óvanalegur viðburður í Köln. Borgin sé ein þeirra sem hafi orðið fyrir mestum sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni. Alls hafi verið 262 loftárásir á vegum breska flughersins sem stundum hafi verið vopnaðir bandarískum sprengjum, sérstaklega undir lok stríðsins. Um tuttugu þúsund voru drepin í árásunum. Þann 30. Maí 1942 var borgin skotmark fyrstu „þúsund sprengjuárásar“ breska flughersins á þýska borg. Flugherinn sleppti þá rúmum þúsund sprengjum yfir borginni. 855 flugmenn réðust þannig á borgina með 1.455 tonn af sprengjum í aðgerð sem var kölluð Operation Millenium. Ekki er vitað hvort að sprengjurnar sem fundust á mánudag séu meðal þeirra sem var sleppt í aðgerðinni eða hvort þeim var sleppt úr lofti í annarri árás. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Bretland Tengdar fréttir Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sprengjurnar verða gerðar óvirkar snemma á morgun. Sprengjurnar voru framleiddar í Bandaríkjunum. Tvær þeirra eru tuttugu tonn og ein tíu tonn. Sprengjurnar fundust á mánudag við árbakka Rínar við byggingarsvæði. Í frétt Guardian segir að allar þrjár séu með kveikiþráð sem eigi að kvikna í þegar þær fái högg við að lenda á hörðu yfirborði. Rýmingin í Köln á við um þúsund metra radíus. Í umfjöllun Guardian um rýminguna segir að um sé að ræða stærstu rýminguna frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Rýma þurfti skóla, söfn, leikskóla, spítala, dvalarheimili aldraðra, fjölda hótela og auðvitað heimili fjölmargra. Einnig er búið að loka þremur brúm yfir ána Rín og umferð um brúna verið vísað annað eða stöðvuð. Þrjár sprengjur fundust í borginni sem verða allar gerðar óvirkar á morgun. Vísir/Getty Sjálfboðaliðar, lögregla og starfsmenn borgarinnar munu á morgun ganga í hús til að tryggja að fólk sé ekki heima og lögreglan segist hafa heimild til að fjarlægja fólk með valdi neiti það að yfirgefa heimili sitt. Allir sem hafa þurft að yfirgefa heimili sitt hafa á meðan rýmingunni stendur aðgengi að tjöldum, kirkjum og íþróttaleikvöngum þar sem þau geta fengið stuðning, drykki og mat. Ekki óvanalegt í Köln Í frétt Guardian segir að þó svo að 80 ár séu liðin frá seinni heimsstyrjöldinni sé þetta ekki óvanalegur viðburður í Köln. Borgin sé ein þeirra sem hafi orðið fyrir mestum sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni. Alls hafi verið 262 loftárásir á vegum breska flughersins sem stundum hafi verið vopnaðir bandarískum sprengjum, sérstaklega undir lok stríðsins. Um tuttugu þúsund voru drepin í árásunum. Þann 30. Maí 1942 var borgin skotmark fyrstu „þúsund sprengjuárásar“ breska flughersins á þýska borg. Flugherinn sleppti þá rúmum þúsund sprengjum yfir borginni. 855 flugmenn réðust þannig á borgina með 1.455 tonn af sprengjum í aðgerð sem var kölluð Operation Millenium. Ekki er vitað hvort að sprengjurnar sem fundust á mánudag séu meðal þeirra sem var sleppt í aðgerðinni eða hvort þeim var sleppt úr lofti í annarri árás.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Bretland Tengdar fréttir Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sprengja fannst í Köln: 20 þúsund manns gert að yfirgefa heimili sín Sprengjan, sem fannst á framkvæmdasvæði, er tonn að þyngd og frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. 27. maí 2015 11:07