Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 15:21 Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. AP/Richard Shotwell Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. Hann var handtekinn í september í fyrra og hefur sætt gæsluvarðhaldi í New York síðan. Hann var ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðisbrot auk þess sem ótal einkamál hafa verið höfðuð gegn honum í tengslum við nauðganir og mansal meðal annars. Combs hefur hlotið þrjú Grammy-verðlaun og er stofnandi umsvifamikils útgáfufélagsins Bad Boy Records. Sjálfur segist hann saklaus af öllum ásökununum á hendur sér. Fréttamiðlar og -veitur um allan heim hafa fjallað ítarlega um málið síðan, Vísir hefur einnig gert því góð skil, en í dag setti Arun Subramanian, dómari í einum héraðsdómum New York-borgar, réttarhöldin formlega sem hófust með kviðdómsvali sem búist er við að gæti tekið nokkra daga. Stefnt er að því að opnunarræður saksóknara og verjanda verði fluttar í upphafi næstu viku. Hver ákæruliðurinn ógeðfelldari en sá síðasti Sean Combs hefur verið ákærður í fimm ákæruliðum. Einum er lýtur að skipulagðri glæpastarfsemi og fjórum ólíkum liðum sem lúta að mansali. Tveimur sem varða kynlífsmansal með nauðung og öðrum tveimur sem varða mansal í vændisskyni. Upphaflega var hann ákærður í þremur liðum, þeim sem lýtur að skipulagðri glæpastarfsemi og svo einum af hvoru áðurnefndu tagi en ákæruvaldið bætti tveimur við í apríl síðastliðnum. Combs kveðst sýkn allra saka. Í tilkynningu frá ákæruvaldinu í New York segir að hann hafi til margra ára „nýtt sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega og fjárhagslega, auk þess að fremja aðra ofbeldisglæpi og hindra framgang réttvísinnar.“ Samkvæmt umfjöllun Sky News gera saksóknarar ráð fyrir því fjórir ásakendur beri vitni gegn Combs á meðan réttarhöldunum stendur. Þeir hafa allir farið fram á nafnleysi og til þeirra er aðeins vitnað í ákæruskjölum sem „vitnis 1, 2, 3 og 4.“ Hins vegar segja saksóknarar að það vitni sem gengur undir titlinum „vitni 1“ sé reiðubúið til að bera vitni í eigin nafni. Löng saga ásakana Sean Combs hefur áður komist í kast við lögin. Mál hafa verið höfðuð gegn honum vegna ásakana um ofbeldi. Árið 1999 var hann meðal annars sakaður um að hafa ráðist á stjórnarmann plötuútgáfunnar Interscope records og barið hann með kampavínsflösku og stól. Hann gekkst við sekt sinni og dómurinn kvað ekki á um frekari refsingu en að sitja reiðistjórnunarnámskeið. Árið 2015 var Combs ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa ráðist á mann með ketilbjöllu í lyftingarsal í Los Angeles-háskóla. Hann kvaðst hafa veitt manninum áverka í sjálfsvörn og málið var á endanum látið niður falla. Í nóvember ársins 2023 höfðaði Casandra Ventura, fyrrverandi kærasta Combs til rúms áratugar, mál á hendur honum þar sem hún sakaði hann meðal annars um mansal, nauðgun og ítrekaðar líkamsárásir yfir áratugsskeið. Degi eftir að málið var höfðað var sáttum náð en skilmálar sáttanna voru ekki birtir og Combs neitaði öllum ásökununum á hendur sér. Um hálfu ári seinna fór hins vegar myndefni í dreifingu af Combs kýla og sparka í Casöndru ítrekað á gangi hótels í Los Angeles. Hann baðst afsökunar á líkamsárásinni í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Flókið kviðdómendavalsferli Lögmenn Combs fóru fram á að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði eftir að ákæruvaldið bætti tveimur liðum við ákæruna en þeirri beiðni hafnaði Arun Subramanian dómari. Því hófust þau formlega skömmu eftir klukkan eitt í dag á íslenskum tíma, níu um morgun í New York. Gert er ráð fyrir því að val á kviðdómendum muni standa yfir í þessari viku og að því verði lokið, gangi allt eftir óskum, um helgina. Í máli sem þessu, máli sem varðar heimsþekktan mann sem sakaður er um alvarlega glæpi, gæti slíkt ferli tekið talsverðan tíma. Miðað er við það að opnunarræður verði fluttar á mánudaginn í næstu viku. Búist er við því að málaferlin vari í það minnsta í tvo mánuði. Sjá einnig: Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Verjendur Combs og aðrir lögmenn á mála hjá honum hafa útbúið ítarlegt og umfangsmikinn spurningalista sem leggja á fyrir mögulega kviðdómendur í málinu. Þar er spurt hvert álit þeirra er á hinum ýmsu málefnum tengdu kynlífi, fíkniefna- og áfengisneyslu og ofbeldismálum. Þeir eru einnig beðnir um að segja til ef þeir hafa horft á eina þeirra fjölmörgu heimildamynda sem komið hafa út undanfarna mánuði um mál Combs. Lífstíðardómur vofir yfir Auk ákæru ákæruvalda í New York-ríki hafa tugir einkamála verið höfðaðir á hendur honum, þar af þónokkur sem höfðuð voru áður en hann var ákærður. Í þeim er eru tíundaðar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi á hendur kvenna, karla og barna niður í tíu ára aldur. Þegar ákæruvaldið tilkynnti um ákæruna á hendur Combs var tekið fram hvaða refsingu saksóknarar teldu líklega að hann hlyti. Þó er endanleg ákvörðun um refsingu í höndum dómara. Ákæruliðurinn um skipulagða glæpastarfsemi felur í sér hámarksrefsingu lífstíðarfangelsis, sem og liðurinn um mansal með nauðung. Báðir ákæruliðir bera með sér lágmarksrefsingu upp á fimmtán ár í fangelsi. Hinir ákæruliðirnir hafa hámarksrefsingu sem nemur tíu ára fangelsisvist. Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Kynferðisofbeldi Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. 18. apríl 2025 19:25 „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Hann var handtekinn í september í fyrra og hefur sætt gæsluvarðhaldi í New York síðan. Hann var ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðisbrot auk þess sem ótal einkamál hafa verið höfðuð gegn honum í tengslum við nauðganir og mansal meðal annars. Combs hefur hlotið þrjú Grammy-verðlaun og er stofnandi umsvifamikils útgáfufélagsins Bad Boy Records. Sjálfur segist hann saklaus af öllum ásökununum á hendur sér. Fréttamiðlar og -veitur um allan heim hafa fjallað ítarlega um málið síðan, Vísir hefur einnig gert því góð skil, en í dag setti Arun Subramanian, dómari í einum héraðsdómum New York-borgar, réttarhöldin formlega sem hófust með kviðdómsvali sem búist er við að gæti tekið nokkra daga. Stefnt er að því að opnunarræður saksóknara og verjanda verði fluttar í upphafi næstu viku. Hver ákæruliðurinn ógeðfelldari en sá síðasti Sean Combs hefur verið ákærður í fimm ákæruliðum. Einum er lýtur að skipulagðri glæpastarfsemi og fjórum ólíkum liðum sem lúta að mansali. Tveimur sem varða kynlífsmansal með nauðung og öðrum tveimur sem varða mansal í vændisskyni. Upphaflega var hann ákærður í þremur liðum, þeim sem lýtur að skipulagðri glæpastarfsemi og svo einum af hvoru áðurnefndu tagi en ákæruvaldið bætti tveimur við í apríl síðastliðnum. Combs kveðst sýkn allra saka. Í tilkynningu frá ákæruvaldinu í New York segir að hann hafi til margra ára „nýtt sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega og fjárhagslega, auk þess að fremja aðra ofbeldisglæpi og hindra framgang réttvísinnar.“ Samkvæmt umfjöllun Sky News gera saksóknarar ráð fyrir því fjórir ásakendur beri vitni gegn Combs á meðan réttarhöldunum stendur. Þeir hafa allir farið fram á nafnleysi og til þeirra er aðeins vitnað í ákæruskjölum sem „vitnis 1, 2, 3 og 4.“ Hins vegar segja saksóknarar að það vitni sem gengur undir titlinum „vitni 1“ sé reiðubúið til að bera vitni í eigin nafni. Löng saga ásakana Sean Combs hefur áður komist í kast við lögin. Mál hafa verið höfðuð gegn honum vegna ásakana um ofbeldi. Árið 1999 var hann meðal annars sakaður um að hafa ráðist á stjórnarmann plötuútgáfunnar Interscope records og barið hann með kampavínsflösku og stól. Hann gekkst við sekt sinni og dómurinn kvað ekki á um frekari refsingu en að sitja reiðistjórnunarnámskeið. Árið 2015 var Combs ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa ráðist á mann með ketilbjöllu í lyftingarsal í Los Angeles-háskóla. Hann kvaðst hafa veitt manninum áverka í sjálfsvörn og málið var á endanum látið niður falla. Í nóvember ársins 2023 höfðaði Casandra Ventura, fyrrverandi kærasta Combs til rúms áratugar, mál á hendur honum þar sem hún sakaði hann meðal annars um mansal, nauðgun og ítrekaðar líkamsárásir yfir áratugsskeið. Degi eftir að málið var höfðað var sáttum náð en skilmálar sáttanna voru ekki birtir og Combs neitaði öllum ásökununum á hendur sér. Um hálfu ári seinna fór hins vegar myndefni í dreifingu af Combs kýla og sparka í Casöndru ítrekað á gangi hótels í Los Angeles. Hann baðst afsökunar á líkamsárásinni í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Flókið kviðdómendavalsferli Lögmenn Combs fóru fram á að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði eftir að ákæruvaldið bætti tveimur liðum við ákæruna en þeirri beiðni hafnaði Arun Subramanian dómari. Því hófust þau formlega skömmu eftir klukkan eitt í dag á íslenskum tíma, níu um morgun í New York. Gert er ráð fyrir því að val á kviðdómendum muni standa yfir í þessari viku og að því verði lokið, gangi allt eftir óskum, um helgina. Í máli sem þessu, máli sem varðar heimsþekktan mann sem sakaður er um alvarlega glæpi, gæti slíkt ferli tekið talsverðan tíma. Miðað er við það að opnunarræður verði fluttar á mánudaginn í næstu viku. Búist er við því að málaferlin vari í það minnsta í tvo mánuði. Sjá einnig: Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Verjendur Combs og aðrir lögmenn á mála hjá honum hafa útbúið ítarlegt og umfangsmikinn spurningalista sem leggja á fyrir mögulega kviðdómendur í málinu. Þar er spurt hvert álit þeirra er á hinum ýmsu málefnum tengdu kynlífi, fíkniefna- og áfengisneyslu og ofbeldismálum. Þeir eru einnig beðnir um að segja til ef þeir hafa horft á eina þeirra fjölmörgu heimildamynda sem komið hafa út undanfarna mánuði um mál Combs. Lífstíðardómur vofir yfir Auk ákæru ákæruvalda í New York-ríki hafa tugir einkamála verið höfðaðir á hendur honum, þar af þónokkur sem höfðuð voru áður en hann var ákærður. Í þeim er eru tíundaðar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi á hendur kvenna, karla og barna niður í tíu ára aldur. Þegar ákæruvaldið tilkynnti um ákæruna á hendur Combs var tekið fram hvaða refsingu saksóknarar teldu líklega að hann hlyti. Þó er endanleg ákvörðun um refsingu í höndum dómara. Ákæruliðurinn um skipulagða glæpastarfsemi felur í sér hámarksrefsingu lífstíðarfangelsis, sem og liðurinn um mansal með nauðung. Báðir ákæruliðir bera með sér lágmarksrefsingu upp á fimmtán ár í fangelsi. Hinir ákæruliðirnir hafa hámarksrefsingu sem nemur tíu ára fangelsisvist.
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Kynferðisofbeldi Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. 18. apríl 2025 19:25 „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. 18. apríl 2025 19:25
„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50
Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52