Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 10:37 Roda Verheyen, lögmaður perúska bóndans, ræddi við fréttamenn áður en dómstóllinn í Hamm kvað upp dóm sinn í morgun. AP/Bernd Thissen/dpa Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða. Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða.
Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11