Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2025 12:33 Daði Berg Jónsson skoraði tvö mörk gegn Stjörnunni. vísir/anton Heimasigrar unnust í öllum fjórum leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Vestri, Víkingur, Valur og KA unnu öll sína leiki. Vestri var 0-1 undir í hálfleik gegn Stjörnunni en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann 3-1 sigur. Guðmundur Baldvin Nökkvason kom Stjörnumönnum yfir strax á 6. mínútu og þeir leiddu í hálfleik, 0-1. Gunnar Jónas Hauksson jafnaði fyrir Vestramenn í upphafi seinni hálfleiks og svo var komið að Daða Berg Jónssyni. Hann kom heimamönnum yfir á 74. mínútu og gulltryggði svo sigur þeirra mínútu fyrir leikslok. Vestri er í 2. sæti deildarinnar með sextán stig en Stjarnan í því sjöunda með tíu stig. Víkingur er með sautján stig á toppnum eftir 2-1 sigur á ÍA í Víkinni í gær. Stígur Diljan Þórðarson kom Víkingum yfir á 9. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið og Helgi Guðjónsson, sem lagði fyrsta markið upp, jók muninn svo í 2-0 á 34. mínútu. Haukur Andri Haraldsson minnkaði muninn í 2-1 mínútu fyrir hálfleik en nær komust Skagamenn ekki. Þeir eru með sex stig á botni deildarinnar. Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV á heimavelli. Öll mörkin komu á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Jovan Mitrovic skoraði sjálfsmark á 28. mínútu og aðeins mínútum síðar skoraði Patrick Pedersen sitt sjöunda mark í sumar. Birkir Heimisson gerði svo þriðja mark Valsmanna á markamínútunni, þeirri 43. Valur er með tólf stig í 4. sæti deildarinnar en ÍBV, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 9. sætinu með átta stig. Aðeins eitt mark var skorað í leik KA og nýliða Aftureldingar á Akureyri. Það gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson með frábæru skoti fyrir utan vítateig á 79. mínútu. Með sigrinum komst KA upp í 10. sæti deildarinnar en liðið er með átta stig. Afturelding er í 8. sætinu með tíu stig. Besta deild karla Vestri Stjarnan Víkingur Reykjavík ÍA Valur ÍBV KA Afturelding Tengdar fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. 24. maí 2025 22:00 Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. 24. maí 2025 21:46 Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 24. maí 2025 18:46 Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. 24. maí 2025 18:33 Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. 24. maí 2025 18:33 Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. 24. maí 2025 16:16 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Vestri var 0-1 undir í hálfleik gegn Stjörnunni en sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik og vann 3-1 sigur. Guðmundur Baldvin Nökkvason kom Stjörnumönnum yfir strax á 6. mínútu og þeir leiddu í hálfleik, 0-1. Gunnar Jónas Hauksson jafnaði fyrir Vestramenn í upphafi seinni hálfleiks og svo var komið að Daða Berg Jónssyni. Hann kom heimamönnum yfir á 74. mínútu og gulltryggði svo sigur þeirra mínútu fyrir leikslok. Vestri er í 2. sæti deildarinnar með sextán stig en Stjarnan í því sjöunda með tíu stig. Víkingur er með sautján stig á toppnum eftir 2-1 sigur á ÍA í Víkinni í gær. Stígur Diljan Þórðarson kom Víkingum yfir á 9. mínútu með sínu fyrsta deildarmarki fyrir félagið og Helgi Guðjónsson, sem lagði fyrsta markið upp, jók muninn svo í 2-0 á 34. mínútu. Haukur Andri Haraldsson minnkaði muninn í 2-1 mínútu fyrir hálfleik en nær komust Skagamenn ekki. Þeir eru með sex stig á botni deildarinnar. Valur vann öruggan 3-0 sigur á ÍBV á heimavelli. Öll mörkin komu á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Jovan Mitrovic skoraði sjálfsmark á 28. mínútu og aðeins mínútum síðar skoraði Patrick Pedersen sitt sjöunda mark í sumar. Birkir Heimisson gerði svo þriðja mark Valsmanna á markamínútunni, þeirri 43. Valur er með tólf stig í 4. sæti deildarinnar en ÍBV, sem hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum, er í 9. sætinu með átta stig. Aðeins eitt mark var skorað í leik KA og nýliða Aftureldingar á Akureyri. Það gerði Hallgrímur Mar Steingrímsson með frábæru skoti fyrir utan vítateig á 79. mínútu. Með sigrinum komst KA upp í 10. sæti deildarinnar en liðið er með átta stig. Afturelding er í 8. sætinu með tíu stig.
Besta deild karla Vestri Stjarnan Víkingur Reykjavík ÍA Valur ÍBV KA Afturelding Tengdar fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. 24. maí 2025 22:00 Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. 24. maí 2025 21:46 Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 24. maí 2025 18:46 Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. 24. maí 2025 18:33 Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. 24. maí 2025 18:33 Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. 24. maí 2025 16:16 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Ég hefði getað sett þrjú“ „Sætt að skora fyrsta markið, sjötti leikurinn og maður er búinn að bíða eftir þessu. Búinn að vera nálægt þessu en það er svo gott að skora og geggjað að fá sigurinn“ sagði Stígur Diljan Þórðarson eftir að hafa skorað sitt fyrsta, löglega, mark á ferlinum, í 2-1 sigri Víkings gegn ÍA. 24. maí 2025 22:00
Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. 24. maí 2025 21:46
Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Valur lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin áttust við á N1-vellinum að Hlíðarenda í áttundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 24. maí 2025 18:46
Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Víkingur vann 2-1 gegn ÍA á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar karla. Bæði mörk Víkinga voru keimlík og markið sem þeir fengu á sig var afar klaufalegt. Víkingar tylla sér á toppinn með sigrinum en Skagamenn eru í neðsta sæti deildarinnar. 24. maí 2025 18:33
Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Vestri vann ansi góðan sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld á Kerecis vellinum á Ísafirði. Stjarnan komst yfir snemma leiks en Vestra menn sneru við taflinu í síðari hálfleik, sem þeir áttu með húð og hári, og skoruðu þrívegis til að tryggja 3-1 sigur. 24. maí 2025 18:33
Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum KA tók á móti Aftureldingu í 8. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag. Fyrir leikinn voru KA á botni deildarinnar með fimm stig. Leiknum lauk með 1-0 sigri KA, þrjú mikilvæg stig fyrir heimamenn. 24. maí 2025 16:16
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann