Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 14:30 Lögreglumenn gera húsleit í Neubokow í Þýskalandi í tengslum við aðgerðirnar gegn öfgahægrihópnum. Á þriðja hundrað lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum og húsleit var gerð í fimm sambandslöndum. AP/Bernd Wuestneck/dpa Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira