Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 14:30 Lögreglumenn gera húsleit í Neubokow í Þýskalandi í tengslum við aðgerðirnar gegn öfgahægrihópnum. Á þriðja hundrað lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum og húsleit var gerð í fimm sambandslöndum. AP/Bernd Wuestneck/dpa Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira