Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 15:42 Alice Weidel, leiðtogi Valkosts fyrir Þýskaland. Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan hefur ákveðið að bíða með að flokka Valkost fyrir Þýskaland (AfD) sem öfgasamtök á meðan dómstóll tekur afstöðu til lögbannskröfu flokksins. Flokkurinn segir ákvörðunina sigur fyrir sig. AfD, sem er lengst til hægri af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu og aðrir flokkar neita að vinna með, fór fram á lögbann á skilgreiningu leyniþjónustunnar á honum sem öfgasamtökum. Krafan er til meðferðar hjá stjórnsýsludómstóli í Köln, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með því að skilgreina flokka sem öfgasamtök fær leyniþjónustan auknar heimildir til þess að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru taldir ógn við lýðræði í landinu. Leyniþjónustan telur AfD aðhyllast kynþáttahyggju og hatast við múslima. Leiðtogar AfD fögnuðu því að leyniþjónustan ætlaði að bíða með að stimpla flokkinn öfgasamtök. Það væri fyrsta skrefið að því að flokkurinn yrði hreinsaður af sök. AfD hefur áður tapað máli þar sem flokkurinn barðist gegn því að ungliðahreyfing sín yrði flokkuð sem öfgahægrisamtök. Flokkurinn hefur meðal annars boðað fjöldabrottvísanir innflytjenda sem eiga uppruna sinn að rekja til landa þar sem múslimar eru í meirihluta. Þá aðhyllist hann svipaða stefnu og margir aðrir hægriþjóðernispopúlistaflokkar í Evrópu sem byggir meðal annars á andstöðu við Evrópusambandið og loftslagsaðgerðir. Vegna þessa samhljóms við repúblikana í Bandaríkjunum hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar deilt hart á þýsk stjórnvöld fyrir fyrirætlanir leyniþjónustunnar um að flokka AfD sem öfgasamtök. Formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hótaði því í gær að láta bandarísku leyniþjónustuna hætta að deila upplýsingum með þeirri þýsku vegna málsins. Þýskaland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
AfD, sem er lengst til hægri af þeim flokkum sem eiga sæti á þýska þinginu og aðrir flokkar neita að vinna með, fór fram á lögbann á skilgreiningu leyniþjónustunnar á honum sem öfgasamtökum. Krafan er til meðferðar hjá stjórnsýsludómstóli í Köln, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með því að skilgreina flokka sem öfgasamtök fær leyniþjónustan auknar heimildir til þess að fylgjast með starfsemi þeirra sem eru taldir ógn við lýðræði í landinu. Leyniþjónustan telur AfD aðhyllast kynþáttahyggju og hatast við múslima. Leiðtogar AfD fögnuðu því að leyniþjónustan ætlaði að bíða með að stimpla flokkinn öfgasamtök. Það væri fyrsta skrefið að því að flokkurinn yrði hreinsaður af sök. AfD hefur áður tapað máli þar sem flokkurinn barðist gegn því að ungliðahreyfing sín yrði flokkuð sem öfgahægrisamtök. Flokkurinn hefur meðal annars boðað fjöldabrottvísanir innflytjenda sem eiga uppruna sinn að rekja til landa þar sem múslimar eru í meirihluta. Þá aðhyllist hann svipaða stefnu og margir aðrir hægriþjóðernispopúlistaflokkar í Evrópu sem byggir meðal annars á andstöðu við Evrópusambandið og loftslagsaðgerðir. Vegna þessa samhljóms við repúblikana í Bandaríkjunum hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar deilt hart á þýsk stjórnvöld fyrir fyrirætlanir leyniþjónustunnar um að flokka AfD sem öfgasamtök. Formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hótaði því í gær að láta bandarísku leyniþjónustuna hætta að deila upplýsingum með þeirri þýsku vegna málsins.
Þýskaland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila