Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 14:30 Lögreglumenn gera húsleit í Neubokow í Þýskalandi í tengslum við aðgerðirnar gegn öfgahægrihópnum. Á þriðja hundrað lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum og húsleit var gerð í fimm sambandslöndum. AP/Bernd Wuestneck/dpa Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Alríkissaksóknarar segja að þeir handteknu séu allir karlmenn og að þeir hafi allir verið undir lögaldri þegar brotin eiga að hafa verið framin, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þeir hafi tekið þátt í félagsskap sem lýsir sjálfum sér sem „síðustu varnarlínu“ þýsku þjóðarinnar. Tveir þeirra handteknu eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps og um að kveikja í menningarmiðstöð í Brandenburg í Austur-Þýskalandi í október. Engan sakaði þá þrátt fyrir að margir væri í húsinu þegar kveikt var í því. Tveir aðrir eru ákærðir fyrir að brjóta rúður í skýli fyrir hælisleitendur í Þýringjalandi, einnig í Austur-Þýskalandi, og að reyna að skjóta flugeldum inn í bygginguna. Þá eru þeir sakaðir um hafa krotað hakakrossa á veggi hennar og að heilsa að nasistasið. Yfirvöld hafa ekki greint frá aldri ungmennanna en AP-fréttastofan segir að þeir séu á aldrinum fjórtán til átján ára. Hópurinn hafi verið stofnaður í apríl í fyrra eða jafnvel fyrr. Fyrir ungmennunum vakti að beita ofbeldi gegn innflytjendum og pólitískum andstæðingum og valda með því falli lýðræðisríkisins. Saksóknararnir fullyrða að þeir hafi komið í veg fyrir aðra íkveikju í húsnæði fyrir hælisleitendur í Senftenberg í janúar með handtökunum á tveimur öðrum ungum mönnum sem tengist hópnum. „Við munum einfaldlega ekki líða að hryðjuverkahópar reyni að leggja niður lýðveldið,“ sagði Alexander Dobrindt, innanríkisráðherra, á þýska þinginu í dag. Glæpir sem tengjast öfgahyggju aldrei fleiri Þýsk yfirvöld vöruðu við því í gær að glæpum sem tengdust öfgahægrihyggju hefði fjölgað um hátt helming á milli ára í fyrra. Þeir hefðu aldrei verið fleiri eftir seinna stríð. Sérstaklega var varað við vaxandi öfgahyggju þýskra ungmenna, að því er segir í frétt evrópska blaðsins Politico. Reuters-fréttastofan segir að hrina mannskæðra árása innflytjenda hafi laðað suma Þjóðverja að öfgahægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) en hann er nú næststærsti flokkurinn á þýska þinginu eftir kosningarnar í vetur. Þýskir alríkissaksóknarar rannsaka nú einnig árás sýrlensks manns á hóp fólks á bar í borginni Bielefeld um helgina. Þeir telja að sú árás hafi átt sér trúarlegar rætur og að hún hafi beinst að þýska lýðveldinu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að í samfélaginu í heild, og á meðal hluta ungs fólks, sjáum við hliðrun til hægri og vaxandi viðurkenningu á að ofbeldi sé beitt,“ sagði Holger Münch, yfirmaður þýsku alríkislögreglunnar, í gær.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira