Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2025 22:04 Sigurður Breki Kárason #30 sést hér fyrir miðju. Hann varð á dögunum yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar. Hilmar Þór Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. Atvikið átti sér stað á 85. mínútu leiksins, sem lauk með 4-3 sigri Aftureldingar. Sigurður Breki var nýkominn inn af varamannabekk KR. Bjartur Bjarmi í liði Aftureldingar mætti Sigurði af krafti þegar hann ætlaði að snúa með boltann. Ekkert brot dæmt, bara hörð öxl í öxl. En leikurinn var stöðvaður skömmu síðar þar sem Sigurður lá óvígur og hann var tekinn af velli. „Hann er farinn upp á spítala og það verður bara að koma í ljós. Hann viðbeinsbrotnaði fyrir nokkrum árum og það getur vel verið að það hafi eitthvað svipað gerst núna, en alltof snemmt að segja til um það.“ Með fullri virðingu fyrir hans gæðum sem leikmaður verður samt að spyrja, er hann í hættu sökum stærðar? „Hann hefur lifað af fjörutíu meistaraflokksæfingar með okkur og það er alveg tekið á honum þar. Jújú, auðvitað er hann lítill, auðvitað er hann ungur, en nei ég met ekki svo að hann sé í hættu. Það er okkar liðsins að spila á hann þannig að hann hafi tíma á boltanum… Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna en jú, það er auðvelt að segja það núna [að hann sé í hættu], en enginn sem sagði það eftir Valsleikinn. Hann er bara leikmaður í meistaraflokki og kannski minni en flestir, en ég held að þetta hefði getað komið fyrir alla leikmenn í mínu liði.“ Sigurður Breki sést hér fyrir miðju, ásamt fyrirliðanum Aroni Sigurðssyni. Alexander Rafn Pálmason bak við. Facebook/KR Óskar var þá að lokum spurður út í meiðslin hjá hans liði, sem hafa verið fjölmörg á bæði undirbúningstímabilinu og eftir að deildin hófst. KR æfir og spilar af gríðarlegri ákefð, sem hefur mögulega áhrif. „Kannski hefur þetta eitthvað að gera með leikstílinn. Við sáum Eyjamenn lenda í skakkaföllum í dag, kannski ekki tilviljun þar sem þeir eru búnir að spila tvo leiki við okkur á fimm dögum… Það er há ákefð í þessum leikjum og menn þurfa að hlaupa mikið og leggja sig mikið fram. Mögulega er þetta fórnarkostnaður fyrir seinni tíma gróða, það getur vel verið og ég tek hann þá. Við erum alls ekki fullkomið lið og alls ekki fullmótað lið. Þannig að ef þetta er eitt af því sem við þurfum að fórna í smá tíma, að menn séu inn og út vegna meiðsla, þá verður bara að hafa það. Þá tökum við því og púslum þessu áfram saman, höldum áfram að púsla“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Atvikið átti sér stað á 85. mínútu leiksins, sem lauk með 4-3 sigri Aftureldingar. Sigurður Breki var nýkominn inn af varamannabekk KR. Bjartur Bjarmi í liði Aftureldingar mætti Sigurði af krafti þegar hann ætlaði að snúa með boltann. Ekkert brot dæmt, bara hörð öxl í öxl. En leikurinn var stöðvaður skömmu síðar þar sem Sigurður lá óvígur og hann var tekinn af velli. „Hann er farinn upp á spítala og það verður bara að koma í ljós. Hann viðbeinsbrotnaði fyrir nokkrum árum og það getur vel verið að það hafi eitthvað svipað gerst núna, en alltof snemmt að segja til um það.“ Með fullri virðingu fyrir hans gæðum sem leikmaður verður samt að spyrja, er hann í hættu sökum stærðar? „Hann hefur lifað af fjörutíu meistaraflokksæfingar með okkur og það er alveg tekið á honum þar. Jújú, auðvitað er hann lítill, auðvitað er hann ungur, en nei ég met ekki svo að hann sé í hættu. Það er okkar liðsins að spila á hann þannig að hann hafi tíma á boltanum… Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna en jú, það er auðvelt að segja það núna [að hann sé í hættu], en enginn sem sagði það eftir Valsleikinn. Hann er bara leikmaður í meistaraflokki og kannski minni en flestir, en ég held að þetta hefði getað komið fyrir alla leikmenn í mínu liði.“ Sigurður Breki sést hér fyrir miðju, ásamt fyrirliðanum Aroni Sigurðssyni. Alexander Rafn Pálmason bak við. Facebook/KR Óskar var þá að lokum spurður út í meiðslin hjá hans liði, sem hafa verið fjölmörg á bæði undirbúningstímabilinu og eftir að deildin hófst. KR æfir og spilar af gríðarlegri ákefð, sem hefur mögulega áhrif. „Kannski hefur þetta eitthvað að gera með leikstílinn. Við sáum Eyjamenn lenda í skakkaföllum í dag, kannski ekki tilviljun þar sem þeir eru búnir að spila tvo leiki við okkur á fimm dögum… Það er há ákefð í þessum leikjum og menn þurfa að hlaupa mikið og leggja sig mikið fram. Mögulega er þetta fórnarkostnaður fyrir seinni tíma gróða, það getur vel verið og ég tek hann þá. Við erum alls ekki fullkomið lið og alls ekki fullmótað lið. Þannig að ef þetta er eitt af því sem við þurfum að fórna í smá tíma, að menn séu inn og út vegna meiðsla, þá verður bara að hafa það. Þá tökum við því og púslum þessu áfram saman, höldum áfram að púsla“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33