Innlent

Líþíumrafhlaða lík­leg or­sök eldsins

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Búið er að ráða niðurlögum eldsins.
Búið er að ráða niðurlögum eldsins. Vísir/Viktor Freyr

Eldur kviknaði í óflokkuðum úrgangi hjá Terra í Berghellu í Hafnarfirði. Talið er að eldsupptök megi rekja til líþíumrafhlöðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá markaðsteymi Terra.

„Eldur kom upp á útisvæði Terra í Berghellu síðdegis í dag, þann 18. maí. Tilkynning um eld barst kl. 15:15 og var starfsfólk Terra fljótt á vettvang. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti kl. 15:32 og tókst að slökkva eldinn án frekari atvika,“ segir í tilkynningunni.

Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna líþíumrafhlöðu sem lenti með óflokkuðum úrgangi.

„Slíkar rafhlöður geta verið sérstaklega hættulegar þegar þær eru ekki meðhöndlaðar á réttan hátt. Atvikið undirstrikar enn á ný mikilvægi þess að rafhlöður séu flokkaðar sérstaklega og aldrei settar með blönduðum úrgangi.“

Vísir/Viktor Freyr
Vísir/Viktor Freyr

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×