Slökkvilið

Fréttamynd

Tvær konur sluppu úr brennandi bíl

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði við félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Slökkvistarf gekk eins og í sögu. 

Innlent
Fréttamynd

Einn fluttur á sjúkra­hús vegna reykeitrunar

Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum voru sendir að fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Einn var sendur á slysadeild vegna reykeitrunar en slökkvistarfið mun þó hafa gengið mjög vel.

Innlent
Fréttamynd

Sinueldur við Landvegamót

Sinueldur kviknaði nærri Landvegamótum við Hellu eftir að kviknaði í sláttutraktor. Búið er að slökkva eldinn. 

Innlent
Fréttamynd

Réttinda­laus dreginn af öðrum

Lögregluþjónar handtóku í gærkvöldi mann vegna gruns um að sá hefði verið að aka undir áhrifum fíkniefna. Við handtökuna kom þar að auki í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum en þegar hann var handtekinn var hann að draga annan bíl en sá sem sat þar við stýrið hafði einnig verið sviptur ökuréttindum.

Innlent
Fréttamynd

Gæti þurft að reisa varnar­garða á höfuð­borgar­svæðinu

Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu dreng úr gjótu

Drengur festist í gjótu í síðustu viku og þurfti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að bjarga honum. Hann komst undan nær óslasaður.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í gömlum bú­stað við Rauða­vatn

Gamall bústaður brann til ösku við Rauðavatn í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll þakið á bústaðnum. Ekki er vitað um orsök eldsins en enginn var í bústaðnum þegar slökkvilið bar að vettvangi og því engan sem sakaði. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði út frá inn­taki í ál­verinu

Eldur kviknaði í olíu í rafmagnsinntaki í álveri Norðuráls á Grundartanga. Rýma þurfti kerskála álversins og kalla slökkvilið á vettvang. Eldurinn var lítill og urðu engin slys á fólki. Verið að keyra álverið aftur upp í fullan styrk en það varð alveg rafmagnslaust.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri á borgar­stjóra­launum

Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sér­stakt eftir­lit með af­gangs­flug­eldum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki miklar áhyggjur af geymslu flugelda utan sölutíma þeirra og annast ekki eftirlit með afgangsflugeldum. Meiri hætta myndist í kringum sjálfan sölutímann, þegar fyrirtæki eiga það til að geyma þá ótryggum svæðum. 

Innlent