Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 08:42 Marco Rubio er mættur til Tyrklands. AP/Khalil Hamra Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. Samningamenn Rússlands og Úkraínu hittast í Istanbúl á næstu klukkustundum ásamt fulltrúa Bandaríkjanna, en það eru gestgjafar Tyrkja sem leiða viðræðurnar. Fram kemur í umfjöllun BBC að nú sé hins vegar hafinn þríhliða fundur sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Tyrklands í Dolmabahce-höllinni í Istanbúl. Á fundinum eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Keith Kellogg, erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu og Andriy Yermak, yfirmaður forsetaskrifstofu Selenskí, auk Hakans Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála í Tyrklandi þessa vikuna.Getty/Burak Kara Rubio sagði í gær að hann hefði „ekki miklar væntingar“ til viðræðnanna á milli Rússlands og Úkraínu í dag. Væntingarnar eru almennt sagðar í lágmarki en í gær sagði Trump Bandaríkjaforseti að engin hreyfing myndi komast á viðræðurnar fyrr en hann sjálfur myndi hitta Pútín í persónu. Í morgun sagði Trump að hann vilji hitta Pútín sem fyrst. Sendinefndir í stað forsetanna Í aðdraganda viðræðnanna sem fram eiga að fara í dag hafði Pútín lagt til að viðræður við Úrkaínu færu fram í Tyrklandi. Því svaraði Selenskí með því að skora á Pútín að hitta sig í persónu, hann myndi sjálfur mæta til Tyrklands í dag til að eiga samtal við Pútín. Ekki vildi Pútín verða við því og í staðinn senda þeir báðir sendinefndir. Selenskí sagðist fyrr í vikunni hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt þótt Pútín hafi ákveðið að senda lágt setta erindreka. Það sagðist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann hafi litla sem enga trú á raunverulegum friðarvilja Rússa á meðan þeir séu ekki einu sinni reiðubúnir að fallast á vopnahlé. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Samningamenn Rússlands og Úkraínu hittast í Istanbúl á næstu klukkustundum ásamt fulltrúa Bandaríkjanna, en það eru gestgjafar Tyrkja sem leiða viðræðurnar. Fram kemur í umfjöllun BBC að nú sé hins vegar hafinn þríhliða fundur sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Tyrklands í Dolmabahce-höllinni í Istanbúl. Á fundinum eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Keith Kellogg, erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu og Andriy Yermak, yfirmaður forsetaskrifstofu Selenskí, auk Hakans Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála í Tyrklandi þessa vikuna.Getty/Burak Kara Rubio sagði í gær að hann hefði „ekki miklar væntingar“ til viðræðnanna á milli Rússlands og Úkraínu í dag. Væntingarnar eru almennt sagðar í lágmarki en í gær sagði Trump Bandaríkjaforseti að engin hreyfing myndi komast á viðræðurnar fyrr en hann sjálfur myndi hitta Pútín í persónu. Í morgun sagði Trump að hann vilji hitta Pútín sem fyrst. Sendinefndir í stað forsetanna Í aðdraganda viðræðnanna sem fram eiga að fara í dag hafði Pútín lagt til að viðræður við Úrkaínu færu fram í Tyrklandi. Því svaraði Selenskí með því að skora á Pútín að hitta sig í persónu, hann myndi sjálfur mæta til Tyrklands í dag til að eiga samtal við Pútín. Ekki vildi Pútín verða við því og í staðinn senda þeir báðir sendinefndir. Selenskí sagðist fyrr í vikunni hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt þótt Pútín hafi ákveðið að senda lágt setta erindreka. Það sagðist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann hafi litla sem enga trú á raunverulegum friðarvilja Rússa á meðan þeir séu ekki einu sinni reiðubúnir að fallast á vopnahlé.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira