Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2025 23:01 Anna Björk er komin heim. KR Hin þaulreynda Anna Björk Kristjánsdóttir samdi nýverið við uppeldisfélag sitt KR og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í fótbolta í sumar. Þessi fyrrum atvinnu- og landsliðskona segir allt annan anda í KR nú en þegar hún lék síðast með liðinu. Anna Björk hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari á ferli sínum og þá að baki farsælan feril erlendis þar sem hún lék í Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi og á Ítalíu. Jafnframt lék hún 43 A-landsleiki á sínum tíma. Hún hefur verið frá keppni undanfarna mánuði þar sem hún er nýorðin móðir. Anna Björk ræddi meðgönguna og endurkomu sína í KR við Fótbolti.net. Þar segir hún að stjórn Vals hafi aldrei heyrt í henni eftir að hún varð ólétt. Hún er svo virkilega spennt fyrir komandi verkefni í Vesturbænum. Hún segir tilfinninguna góða og að hún þekki enn mörg tengd félaginu. „Það hefur verið gagnrýni á metnað félagsins gagnvart kvennaboltanum en nú finnst mér andinn allt annar. KR vill gera betur og koma kvennaliðinu aftur í fremstu röð og það tekur tíma, en einhvers staðar þarf að byrja,“ sagði Anna Björk við Fótbolti.net. Anna Björk segir einnig í viðtalinu að KR hafi reglulega haft samband í gegnum árin en aldrei hafi verið rétti tíminn til að snúa heim. Nú gekk það hins vegar upp og er miðvörðurinn reyndi spenntur fyrir komandi tímum. „Mér finnst spennandi að taka þátt í uppbyggingunni. Þó ég sé ekki tilbúin að spila strax get ég vonandi gefið af mér og hjálpað liðinu.“ Nýliðar KR hafa náð í fjögur stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjudeildinni. Liðið komst þá í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins en átti aldrei roð í Þór/KA, lokatölur 6-0 í leik liðanna. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Anna Björk hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari á ferli sínum og þá að baki farsælan feril erlendis þar sem hún lék í Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi og á Ítalíu. Jafnframt lék hún 43 A-landsleiki á sínum tíma. Hún hefur verið frá keppni undanfarna mánuði þar sem hún er nýorðin móðir. Anna Björk ræddi meðgönguna og endurkomu sína í KR við Fótbolti.net. Þar segir hún að stjórn Vals hafi aldrei heyrt í henni eftir að hún varð ólétt. Hún er svo virkilega spennt fyrir komandi verkefni í Vesturbænum. Hún segir tilfinninguna góða og að hún þekki enn mörg tengd félaginu. „Það hefur verið gagnrýni á metnað félagsins gagnvart kvennaboltanum en nú finnst mér andinn allt annar. KR vill gera betur og koma kvennaliðinu aftur í fremstu röð og það tekur tíma, en einhvers staðar þarf að byrja,“ sagði Anna Björk við Fótbolti.net. Anna Björk segir einnig í viðtalinu að KR hafi reglulega haft samband í gegnum árin en aldrei hafi verið rétti tíminn til að snúa heim. Nú gekk það hins vegar upp og er miðvörðurinn reyndi spenntur fyrir komandi tímum. „Mér finnst spennandi að taka þátt í uppbyggingunni. Þó ég sé ekki tilbúin að spila strax get ég vonandi gefið af mér og hjálpað liðinu.“ Nýliðar KR hafa náð í fjögur stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjudeildinni. Liðið komst þá í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins en átti aldrei roð í Þór/KA, lokatölur 6-0 í leik liðanna.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann