Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 09:06 Karim Khan, yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins, sem sætir bandarískum refsiaðgerðum vegna handtökuskipunar sem var gefin út á hendur leiðtogum Ísraels. AP/Marwan Ali Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum lagði refsiaðgerðir á Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins í febrúar eftir að dómarar við réttinn gáfu út handtökuskipan á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels í vetur. Dómararnir töldu rökstuddan grun um að ísraelsku ráðamennirnir kynnu að hafa framið stríðsglæpi með því að stöðva mannúðaraðstoð til Gasa og að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara. Þeir neita allri sök. Starfsmenn og bandamenn dómstólsins segja AP-fréttastofunni að stofnunin eigi nú sífellt erfiðara með að sinna daglegum störfum, hvað þá að leita réttlætis fyrir fórnarlömb stríðsglæpa eða þjóðarmorðs. Microsoft lokaði pósthólfi saksóknarans Bandarísku refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem aðstoða Khan á einhvern hátt geta sætt sektum og jafnvel fangelsisdómum. Fyrir vikið lokaði bandaríski tæknirisinn Microsoft póstfangi Khan. Bankareikningar hans í heimalandi hans Bretlandi hafa jafnframt verið frystir. Lögmenn hafa sagt bandarískum starfsmönnum dómstólsins að þeir gætu verið handteknir ef þeir ferðast heim til sín til að heimsækja fjölskyldu eða vini. Sex háttsettir starfsmenn eru sagðir hafa hætt hjá dómstólnum af ótta við það. Höfuðstöðvar Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Bandarískir starfsmenn þar lifa í ótta við að vera handteknir ef þeir fara heim til sín.AP/Omar Havana Dómstóllinn er sérlega háður ýmsum félagasamtökum og verktökum, meðal annars við að afla sannana og vitna í málum. Slík samtök hafa nú dregið sig í hlé af ótta við að verða skotmörk Bandaríkjastjórnar. Ein mannréttindasamtök í Bandaríkjunum svara jafnvel ekki tölvupóstum frá dómstólnum lengur af þessum sökum. Rannsókn á stríðsglæpum í Súdan strönduð Þótt refsiaðgerðirnar tengist ákvörðuninni ísraelsku ráðherrana og hernaðinn á Gasa lama þær störf dómstólsins í öðrum málum. Þannig sigldi rannsókn dómstólsins á stríðsglæpum og þjóðarmorði í Súdan í strand. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð. Starfsmenn dómstólsins eru sagðir efins um að hann lifi af fjögurra ára kjörtímabil núverandi Bandaríkjaforseta. Hvorki Bandaríkin né Ísrael eiga aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum og hvorugt ríkjanna viðurkennir lögsögu hans yfir þeim. Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Dómstólar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum lagði refsiaðgerðir á Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðaglæpadómstólsins í febrúar eftir að dómarar við réttinn gáfu út handtökuskipan á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels í vetur. Dómararnir töldu rökstuddan grun um að ísraelsku ráðamennirnir kynnu að hafa framið stríðsglæpi með því að stöðva mannúðaraðstoð til Gasa og að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara. Þeir neita allri sök. Starfsmenn og bandamenn dómstólsins segja AP-fréttastofunni að stofnunin eigi nú sífellt erfiðara með að sinna daglegum störfum, hvað þá að leita réttlætis fyrir fórnarlömb stríðsglæpa eða þjóðarmorðs. Microsoft lokaði pósthólfi saksóknarans Bandarísku refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki sem aðstoða Khan á einhvern hátt geta sætt sektum og jafnvel fangelsisdómum. Fyrir vikið lokaði bandaríski tæknirisinn Microsoft póstfangi Khan. Bankareikningar hans í heimalandi hans Bretlandi hafa jafnframt verið frystir. Lögmenn hafa sagt bandarískum starfsmönnum dómstólsins að þeir gætu verið handteknir ef þeir ferðast heim til sín til að heimsækja fjölskyldu eða vini. Sex háttsettir starfsmenn eru sagðir hafa hætt hjá dómstólnum af ótta við það. Höfuðstöðvar Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Bandarískir starfsmenn þar lifa í ótta við að vera handteknir ef þeir fara heim til sín.AP/Omar Havana Dómstóllinn er sérlega háður ýmsum félagasamtökum og verktökum, meðal annars við að afla sannana og vitna í málum. Slík samtök hafa nú dregið sig í hlé af ótta við að verða skotmörk Bandaríkjastjórnar. Ein mannréttindasamtök í Bandaríkjunum svara jafnvel ekki tölvupóstum frá dómstólnum lengur af þessum sökum. Rannsókn á stríðsglæpum í Súdan strönduð Þótt refsiaðgerðirnar tengist ákvörðuninni ísraelsku ráðherrana og hernaðinn á Gasa lama þær störf dómstólsins í öðrum málum. Þannig sigldi rannsókn dómstólsins á stríðsglæpum og þjóðarmorði í Súdan í strand. Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur Omar al-Bashir, forseta Súdan, fyrir þjóðarmorð. Starfsmenn dómstólsins eru sagðir efins um að hann lifi af fjögurra ára kjörtímabil núverandi Bandaríkjaforseta. Hvorki Bandaríkin né Ísrael eiga aðild að Alþjóðaglæpadómstólnum og hvorugt ríkjanna viðurkennir lögsögu hans yfir þeim.
Ísrael Bandaríkin Donald Trump Hernaður Dómstólar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira