Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 23:37 Mál njósnaradiplómatans og varnarmálaráðgjafa sem sagði ef sér eftir hneykslismál tengjast að sögn sænska ríkisútvarpsins. Getty Háttsettur sænskur diplómati hefur verið handtekinn grunaður um njósnir. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins hefur hann starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. SVT hefur fjallað um málið en upplýsingafulltrúi sænsku öryggislögreglunnar staðfestir í samtali við miðilinn að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við grun um njósnir og að rannsókn standi yfir á málinu. Fleiri upplýsingar vildi Säpo ekki veita. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins var gerð húsleit heima hjá diplómata sem hefur unnið í utanríkisþjónustunni í mörg ár. Myndir sem miðillinn hafi undir höndum sýni að dyrnar á heimili hans hafi verið brotnar upp. „Í þessari frumrannsókn öryggislögreglunnar hefur verið gripið til fjölda aðgerða, þar á meðal handtöku manns sem rökstuddur grunur liggur á að hafa stundað njósnir. Þetta er auðvitað grunur um alvarlegt, refsivert athæfi. Rannsóknin verður nú að renna sitt skeið og ég get ekki haft áhrif á hana,“ hefur SVT eftir Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra. Fram kemur að saksóknarar fari fram á að hinn handtekni verði yfirheyrður um leið og verjandi hefur verið skipaður. Samkvæmt lögmanni hins grunaða segist hann sýkn af öllum sökum og neitar því að hafa gerst uppvís að saknæmu athæfi. Tobias Thyberg var skipaður öryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að Henrik Landerholm sagði af sér eftir að hafa ítrekað gleymt trúnaðargögnum á glámbekk. Aðeins um hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um ráðningu Tobias fékk ríkisstjórnin sendar ansi klúrar myndir af honum af stefnumótaforritinu Grindr nafnlaust. Seinna sama dag greindi Tobias Thyberg frá því að hann myndi ekki taka við embættinu og var hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið ríkisstjórnarliða vita af tilvist myndanna. Handtakan sem lýst er hér að ofan átti sér stað þremur dögum eftir að myndirnar af Tobias bárust ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum SVT er tenging málanna á milli. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
SVT hefur fjallað um málið en upplýsingafulltrúi sænsku öryggislögreglunnar staðfestir í samtali við miðilinn að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við grun um njósnir og að rannsókn standi yfir á málinu. Fleiri upplýsingar vildi Säpo ekki veita. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins var gerð húsleit heima hjá diplómata sem hefur unnið í utanríkisþjónustunni í mörg ár. Myndir sem miðillinn hafi undir höndum sýni að dyrnar á heimili hans hafi verið brotnar upp. „Í þessari frumrannsókn öryggislögreglunnar hefur verið gripið til fjölda aðgerða, þar á meðal handtöku manns sem rökstuddur grunur liggur á að hafa stundað njósnir. Þetta er auðvitað grunur um alvarlegt, refsivert athæfi. Rannsóknin verður nú að renna sitt skeið og ég get ekki haft áhrif á hana,“ hefur SVT eftir Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra. Fram kemur að saksóknarar fari fram á að hinn handtekni verði yfirheyrður um leið og verjandi hefur verið skipaður. Samkvæmt lögmanni hins grunaða segist hann sýkn af öllum sökum og neitar því að hafa gerst uppvís að saknæmu athæfi. Tobias Thyberg var skipaður öryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að Henrik Landerholm sagði af sér eftir að hafa ítrekað gleymt trúnaðargögnum á glámbekk. Aðeins um hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um ráðningu Tobias fékk ríkisstjórnin sendar ansi klúrar myndir af honum af stefnumótaforritinu Grindr nafnlaust. Seinna sama dag greindi Tobias Thyberg frá því að hann myndi ekki taka við embættinu og var hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið ríkisstjórnarliða vita af tilvist myndanna. Handtakan sem lýst er hér að ofan átti sér stað þremur dögum eftir að myndirnar af Tobias bárust ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum SVT er tenging málanna á milli.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira