Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 23:37 Mál njósnaradiplómatans og varnarmálaráðgjafa sem sagði ef sér eftir hneykslismál tengjast að sögn sænska ríkisútvarpsins. Getty Háttsettur sænskur diplómati hefur verið handtekinn grunaður um njósnir. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins hefur hann starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. SVT hefur fjallað um málið en upplýsingafulltrúi sænsku öryggislögreglunnar staðfestir í samtali við miðilinn að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við grun um njósnir og að rannsókn standi yfir á málinu. Fleiri upplýsingar vildi Säpo ekki veita. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins var gerð húsleit heima hjá diplómata sem hefur unnið í utanríkisþjónustunni í mörg ár. Myndir sem miðillinn hafi undir höndum sýni að dyrnar á heimili hans hafi verið brotnar upp. „Í þessari frumrannsókn öryggislögreglunnar hefur verið gripið til fjölda aðgerða, þar á meðal handtöku manns sem rökstuddur grunur liggur á að hafa stundað njósnir. Þetta er auðvitað grunur um alvarlegt, refsivert athæfi. Rannsóknin verður nú að renna sitt skeið og ég get ekki haft áhrif á hana,“ hefur SVT eftir Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra. Fram kemur að saksóknarar fari fram á að hinn handtekni verði yfirheyrður um leið og verjandi hefur verið skipaður. Samkvæmt lögmanni hins grunaða segist hann sýkn af öllum sökum og neitar því að hafa gerst uppvís að saknæmu athæfi. Tobias Thyberg var skipaður öryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að Henrik Landerholm sagði af sér eftir að hafa ítrekað gleymt trúnaðargögnum á glámbekk. Aðeins um hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um ráðningu Tobias fékk ríkisstjórnin sendar ansi klúrar myndir af honum af stefnumótaforritinu Grindr nafnlaust. Seinna sama dag greindi Tobias Thyberg frá því að hann myndi ekki taka við embættinu og var hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið ríkisstjórnarliða vita af tilvist myndanna. Handtakan sem lýst er hér að ofan átti sér stað þremur dögum eftir að myndirnar af Tobias bárust ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum SVT er tenging málanna á milli. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
SVT hefur fjallað um málið en upplýsingafulltrúi sænsku öryggislögreglunnar staðfestir í samtali við miðilinn að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við grun um njósnir og að rannsókn standi yfir á málinu. Fleiri upplýsingar vildi Säpo ekki veita. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins var gerð húsleit heima hjá diplómata sem hefur unnið í utanríkisþjónustunni í mörg ár. Myndir sem miðillinn hafi undir höndum sýni að dyrnar á heimili hans hafi verið brotnar upp. „Í þessari frumrannsókn öryggislögreglunnar hefur verið gripið til fjölda aðgerða, þar á meðal handtöku manns sem rökstuddur grunur liggur á að hafa stundað njósnir. Þetta er auðvitað grunur um alvarlegt, refsivert athæfi. Rannsóknin verður nú að renna sitt skeið og ég get ekki haft áhrif á hana,“ hefur SVT eftir Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra. Fram kemur að saksóknarar fari fram á að hinn handtekni verði yfirheyrður um leið og verjandi hefur verið skipaður. Samkvæmt lögmanni hins grunaða segist hann sýkn af öllum sökum og neitar því að hafa gerst uppvís að saknæmu athæfi. Tobias Thyberg var skipaður öryggisráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinnar í kjölfar þess að Henrik Landerholm sagði af sér eftir að hafa ítrekað gleymt trúnaðargögnum á glámbekk. Aðeins um hálftíma eftir að tilkynnt hafði verið um ráðningu Tobias fékk ríkisstjórnin sendar ansi klúrar myndir af honum af stefnumótaforritinu Grindr nafnlaust. Seinna sama dag greindi Tobias Thyberg frá því að hann myndi ekki taka við embættinu og var hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki látið ríkisstjórnarliða vita af tilvist myndanna. Handtakan sem lýst er hér að ofan átti sér stað þremur dögum eftir að myndirnar af Tobias bárust ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum SVT er tenging málanna á milli.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira