Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2025 15:59 Verkamenn skoða gatið sem íranskur dróni á vegum Rússa skildi eftir sig í steinhvelfingunni utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið. Vísir/EPA Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. Íranskur Shahed-sprengjudróni flaug á steinhvelfingu sem reist var utan um rústir Tsjernobyl-kjarnorkuversins til þess að koma í veg fyrir frekari geislamengun í febrúar. Engin geislamengun varð í kjölfar árásarinnar en steinhvelfingin, sem kostaði þúsundir milljarða í smíðum, skemmdist verulega. Breska blaðið The Guardian segir að tjónið hlaupi á tugum milljóna evra, fleiri milljarða íslenskra króna. Líklegt sé að vestræn ríki þurfi að taka á sig kostnaðinn þar sem viðgerðirnar verði dýrari en þær 25 milljónir evra sem til eru í sérstökum alþjóðlegum sjóði fyrir kjarnorkuverið. Dróninn gerði um fimmtán fermetra gat í ytra byrði steinhvelfingarinnar en sprengingin kveikti einnig eld í innra byrði hennar sem tók tvær vikur að slökkva endanlega í. Hætta er nú talin á að steinhvelfingin veðrist hraðar vegna skemmdanna með tilheyrandi hættu á að geislavirk efni berist út í umhverfið. Rússnesk stjórnvöld kenndu Úkraínumönnum upphaflega um skemmdirnar á kjarnorkuverinu í febrúar. Úkraínskir saksóknarar telja hins vegar mögulegt að Rússar hafi ráðist vísvitandi á kjarnorkuverið og að þeir hafi þannig hugsanlega framið stríðsglæp. Rússar nota íranska Shahed-dróna í innrásarstríði sínu í Úkraínu. Steinhvelfingin var reist yfir aðra og verri sem Sovétmenn byggðu utan um kjarnaofn fjögur eftir versta kjarnorkuslys í sögu heimsins árið 1986. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Sovétríkin Tsjernobyl Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Íranskur Shahed-sprengjudróni flaug á steinhvelfingu sem reist var utan um rústir Tsjernobyl-kjarnorkuversins til þess að koma í veg fyrir frekari geislamengun í febrúar. Engin geislamengun varð í kjölfar árásarinnar en steinhvelfingin, sem kostaði þúsundir milljarða í smíðum, skemmdist verulega. Breska blaðið The Guardian segir að tjónið hlaupi á tugum milljóna evra, fleiri milljarða íslenskra króna. Líklegt sé að vestræn ríki þurfi að taka á sig kostnaðinn þar sem viðgerðirnar verði dýrari en þær 25 milljónir evra sem til eru í sérstökum alþjóðlegum sjóði fyrir kjarnorkuverið. Dróninn gerði um fimmtán fermetra gat í ytra byrði steinhvelfingarinnar en sprengingin kveikti einnig eld í innra byrði hennar sem tók tvær vikur að slökkva endanlega í. Hætta er nú talin á að steinhvelfingin veðrist hraðar vegna skemmdanna með tilheyrandi hættu á að geislavirk efni berist út í umhverfið. Rússnesk stjórnvöld kenndu Úkraínumönnum upphaflega um skemmdirnar á kjarnorkuverinu í febrúar. Úkraínskir saksóknarar telja hins vegar mögulegt að Rússar hafi ráðist vísvitandi á kjarnorkuverið og að þeir hafi þannig hugsanlega framið stríðsglæp. Rússar nota íranska Shahed-dróna í innrásarstríði sínu í Úkraínu. Steinhvelfingin var reist yfir aðra og verri sem Sovétmenn byggðu utan um kjarnaofn fjögur eftir versta kjarnorkuslys í sögu heimsins árið 1986.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Sovétríkin Tsjernobyl Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira