Erlent

Fimm hand­teknir grunaðir um skipu­lagningu hryðju­verka

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum, þar sem hryðjuverkadeildin er til húsa.
Frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Lundúnum, þar sem hryðjuverkadeildin er til húsa. EPA/ANDY RAIN

Fimm menn, þar af fjórir íranskir ríkisborgarar, voru handteknir í Englandi í tengslum við rannsókn á undirbúningi hryðjuverka.

Rannsóknin snýr að skipulagningu árásár á „tiltekinn stað.“ Mennirnir eru á aldrinum 29 til 46 ára en enn á eftir að staðfesta þjóðerni fimmta mannsins.

Þeir voru teknir fastir í Lundúnum, Swindon og Manchester. Lögregla tekur ekki fram gegn hverjum árásin átti að beinast eða hvar hún hefði verið framkvæmd en segir að hlutaðeigendur hafi verið látnir vita af hættunni.

„Rannsóknin er enn á frumstigi og við erum að skoða alla anga til að greina mögulega hvata og hvort enn steðji einhver hætta að almenningi í tengslum við málið,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Dominic Murphy, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í Lundúnum.

Í annarri ótengdri aðgerð hryðjuverkadeildarinnar voru þrír menn handteknir. Þeir voru á aldrinum 39 til 55 ára. Þeir voru allir teknir fastir í Lundúnum.

Lögregla segir rannsóknirnar tvær ekki tegndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×