Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 23:54 Allt að átján milljón Ástralar ganga að kjörborðinu í dag. EPA Kjördagur er runninn upp í Ástralíu. Von er á æsispennandi þingkosningum í skugga Trump-tolla, loftslagsvár, sem hefur undanfarin ár látið á sér kræla í landinu, og kreppu á húsnæðismarkaði. Anthony Albanese sitjandi forsætisráðherra og oddviti verkamannaflokksins sækist eftir endurkjöri en hans helsti keppinautur er Peter Dutton oddviti frjálslynda íhaldsflokksins. Ef marka má skoðanakannanir er harður bardagi í vændum og búist er við að mjótt verði á munum. Sekt fyrir að kjósa ekki Albanese hefur í stjórnartíð sinni lagt áherslu á umhverfismál og bætt alþjóðatengsl. Vinsældir hans hafa þó dvínað og hann verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í þeim málefnum sem efst voru á baugi í kosningabaráttunni, til að mynda húsnæðismálum, yfirstandandi lífskjarakreppu og heilbrigðismálum. Dutton hefur einna helst látið til sín taka í umræðu um vókisma, hefur sagt ástralska þjóðfélagið of umburðarlynt og að hann berjist fyrir „hinu gleymda fólki“ í Ástralíu sem væri komið með nóg af pólitískum rétttrúnaði. Þá hyggst hann taka til í innflytjendamálum. Brimbrettaköppum á Bondi ströndinni í Sydney þótti óþarfi að klæða sig áður en haldið var á kjörstað. EPA Samkvæmt fréttavakt BBC liggja viðskiptatengsl við Bandaríkin einnig þungt á kjósendum í kosningunum en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en eftir rúmlega hundrað daga embættissetu eru horfurnar ekki jafn góðar fyrir flokkinn. Í umfjöllun NBC segir að kjósendur treysti frambjóðendum flokksins ekki jafn vel til að takast á við Bandaríkjastjórn Trump og öðrum frambjóðendum. Þess vegna hafi fylgi dalað undanfarnar vikur. Búist er við allt að 90 prósent kjörsókn, en þeir sem ekki mæta á kjörstað fá sekt upp á 20 ástralska dali, sem samsvara um 1700 krónum. Einhverjir dagar ef ekki vikur eru þangað til niðurstaðna er að vænta. Ástralía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Anthony Albanese sitjandi forsætisráðherra og oddviti verkamannaflokksins sækist eftir endurkjöri en hans helsti keppinautur er Peter Dutton oddviti frjálslynda íhaldsflokksins. Ef marka má skoðanakannanir er harður bardagi í vændum og búist er við að mjótt verði á munum. Sekt fyrir að kjósa ekki Albanese hefur í stjórnartíð sinni lagt áherslu á umhverfismál og bætt alþjóðatengsl. Vinsældir hans hafa þó dvínað og hann verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í þeim málefnum sem efst voru á baugi í kosningabaráttunni, til að mynda húsnæðismálum, yfirstandandi lífskjarakreppu og heilbrigðismálum. Dutton hefur einna helst látið til sín taka í umræðu um vókisma, hefur sagt ástralska þjóðfélagið of umburðarlynt og að hann berjist fyrir „hinu gleymda fólki“ í Ástralíu sem væri komið með nóg af pólitískum rétttrúnaði. Þá hyggst hann taka til í innflytjendamálum. Brimbrettaköppum á Bondi ströndinni í Sydney þótti óþarfi að klæða sig áður en haldið var á kjörstað. EPA Samkvæmt fréttavakt BBC liggja viðskiptatengsl við Bandaríkin einnig þungt á kjósendum í kosningunum en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en eftir rúmlega hundrað daga embættissetu eru horfurnar ekki jafn góðar fyrir flokkinn. Í umfjöllun NBC segir að kjósendur treysti frambjóðendum flokksins ekki jafn vel til að takast á við Bandaríkjastjórn Trump og öðrum frambjóðendum. Þess vegna hafi fylgi dalað undanfarnar vikur. Búist er við allt að 90 prósent kjörsókn, en þeir sem ekki mæta á kjörstað fá sekt upp á 20 ástralska dali, sem samsvara um 1700 krónum. Einhverjir dagar ef ekki vikur eru þangað til niðurstaðna er að vænta.
Ástralía Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Albanese boðar til þingkosninga Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. 28. mars 2025 07:54
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent