Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 23:17 Arna Eiríksdóttir fagnar með liðsfélögum sínum eftir mark gegn FHL um helgina. vísir/Guðmundur Gæti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, átt eftir að feta í fótspor systur sinnar Hlínar með því að komast út í atvinnumennsku og í A-landsliðið? Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru sannfærðir um það. Arna er aðeins 22 ára en lék sinn 100. leik í efstu deild á sunnudaginn og hélt upp á áfangann með því að skora tvö mörk í 3-1 sigrinum gegn FHL í Kaplakrika. „Er hún næsta Hlín Eiríks? Er hún að fara í atvinnumennsku?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, fullmeðvituð um það að þær Arna og Hlín spila þó á sitt hvorum enda vallarins. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Arna Eiríks gæti náð afar langt „Þær eru svakalegir íþróttamenn og hugarfarið alveg upp á ellefu hjá þeim öllum fjórum systrunum,“ svaraði Mist Rúnarsdóttir og hélt áfram: „Af hverju ætti Arna ekki að geta líka farið í atvinnumennsku? Hún er búin að vera frábær miðvörður, byrjaði ung að spila og maður man eftir henni bara sem krakka í HK/Víkingi. Hún gerir hlutina virkilega vel.“ „Ég vil sjá hana fara í atvinnumennsku,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Mér finnst hún vera orðin meiri leiðtogi. Það er mjög mikið „presence“ í henni,“ sagði Bára. „Hún er orðin agaðri,“ skaut Mist þá inn í og Bára hélt áfram: „Já, mikið agaðri. Hún hefur stundum verið svolítið villt í sínum aðgerðum. En þetta er stelpa sem á að vera að horfa á það að fara í atvinnumennsku og verða A-landsliðsleikmaður. Hún hefur alla burði til þess.“ Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær og voru skoruð tíu mörk í leikjunum þremur. 28. apríl 2025 14:17 „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. 27. apríl 2025 16:30 Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. 27. apríl 2025 16:00 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Arna er aðeins 22 ára en lék sinn 100. leik í efstu deild á sunnudaginn og hélt upp á áfangann með því að skora tvö mörk í 3-1 sigrinum gegn FHL í Kaplakrika. „Er hún næsta Hlín Eiríks? Er hún að fara í atvinnumennsku?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, fullmeðvituð um það að þær Arna og Hlín spila þó á sitt hvorum enda vallarins. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Arna Eiríks gæti náð afar langt „Þær eru svakalegir íþróttamenn og hugarfarið alveg upp á ellefu hjá þeim öllum fjórum systrunum,“ svaraði Mist Rúnarsdóttir og hélt áfram: „Af hverju ætti Arna ekki að geta líka farið í atvinnumennsku? Hún er búin að vera frábær miðvörður, byrjaði ung að spila og maður man eftir henni bara sem krakka í HK/Víkingi. Hún gerir hlutina virkilega vel.“ „Ég vil sjá hana fara í atvinnumennsku,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Mér finnst hún vera orðin meiri leiðtogi. Það er mjög mikið „presence“ í henni,“ sagði Bára. „Hún er orðin agaðri,“ skaut Mist þá inn í og Bára hélt áfram: „Já, mikið agaðri. Hún hefur stundum verið svolítið villt í sínum aðgerðum. En þetta er stelpa sem á að vera að horfa á það að fara í atvinnumennsku og verða A-landsliðsleikmaður. Hún hefur alla burði til þess.“
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær og voru skoruð tíu mörk í leikjunum þremur. 28. apríl 2025 14:17 „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. 27. apríl 2025 16:30 Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. 27. apríl 2025 16:00 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær og voru skoruð tíu mörk í leikjunum þremur. 28. apríl 2025 14:17
„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. 27. apríl 2025 16:30
Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. 27. apríl 2025 16:00