Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 23:17 Arna Eiríksdóttir fagnar með liðsfélögum sínum eftir mark gegn FHL um helgina. vísir/Guðmundur Gæti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, átt eftir að feta í fótspor systur sinnar Hlínar með því að komast út í atvinnumennsku og í A-landsliðið? Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru sannfærðir um það. Arna er aðeins 22 ára en lék sinn 100. leik í efstu deild á sunnudaginn og hélt upp á áfangann með því að skora tvö mörk í 3-1 sigrinum gegn FHL í Kaplakrika. „Er hún næsta Hlín Eiríks? Er hún að fara í atvinnumennsku?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, fullmeðvituð um það að þær Arna og Hlín spila þó á sitt hvorum enda vallarins. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Arna Eiríks gæti náð afar langt „Þær eru svakalegir íþróttamenn og hugarfarið alveg upp á ellefu hjá þeim öllum fjórum systrunum,“ svaraði Mist Rúnarsdóttir og hélt áfram: „Af hverju ætti Arna ekki að geta líka farið í atvinnumennsku? Hún er búin að vera frábær miðvörður, byrjaði ung að spila og maður man eftir henni bara sem krakka í HK/Víkingi. Hún gerir hlutina virkilega vel.“ „Ég vil sjá hana fara í atvinnumennsku,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Mér finnst hún vera orðin meiri leiðtogi. Það er mjög mikið „presence“ í henni,“ sagði Bára. „Hún er orðin agaðri,“ skaut Mist þá inn í og Bára hélt áfram: „Já, mikið agaðri. Hún hefur stundum verið svolítið villt í sínum aðgerðum. En þetta er stelpa sem á að vera að horfa á það að fara í atvinnumennsku og verða A-landsliðsleikmaður. Hún hefur alla burði til þess.“ Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær og voru skoruð tíu mörk í leikjunum þremur. 28. apríl 2025 14:17 „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. 27. apríl 2025 16:30 Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. 27. apríl 2025 16:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Arna er aðeins 22 ára en lék sinn 100. leik í efstu deild á sunnudaginn og hélt upp á áfangann með því að skora tvö mörk í 3-1 sigrinum gegn FHL í Kaplakrika. „Er hún næsta Hlín Eiríks? Er hún að fara í atvinnumennsku?“ spurði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, fullmeðvituð um það að þær Arna og Hlín spila þó á sitt hvorum enda vallarins. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Arna Eiríks gæti náð afar langt „Þær eru svakalegir íþróttamenn og hugarfarið alveg upp á ellefu hjá þeim öllum fjórum systrunum,“ svaraði Mist Rúnarsdóttir og hélt áfram: „Af hverju ætti Arna ekki að geta líka farið í atvinnumennsku? Hún er búin að vera frábær miðvörður, byrjaði ung að spila og maður man eftir henni bara sem krakka í HK/Víkingi. Hún gerir hlutina virkilega vel.“ „Ég vil sjá hana fara í atvinnumennsku,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Mér finnst hún vera orðin meiri leiðtogi. Það er mjög mikið „presence“ í henni,“ sagði Bára. „Hún er orðin agaðri,“ skaut Mist þá inn í og Bára hélt áfram: „Já, mikið agaðri. Hún hefur stundum verið svolítið villt í sínum aðgerðum. En þetta er stelpa sem á að vera að horfa á það að fara í atvinnumennsku og verða A-landsliðsleikmaður. Hún hefur alla burði til þess.“
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær og voru skoruð tíu mörk í leikjunum þremur. 28. apríl 2025 14:17 „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. 27. apríl 2025 16:30 Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. 27. apríl 2025 16:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær og voru skoruð tíu mörk í leikjunum þremur. 28. apríl 2025 14:17
„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. 27. apríl 2025 16:30
Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn FH tók á móti FHL og vann 3-1 í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir setti fyrstu tvö mörk FH, sem er enn taplaust. Hope Santaniello skoraði fyrsta mark nýliðanna FHL í efstu deild. 27. apríl 2025 16:00
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti