„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. apríl 2025 21:36 Sölvi Geir kvaðst sáttur með framlag sinna manna og hefur ekki áhyggjur af sóknarleiknum. vísir / diego „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki