Fangelsi oft eina úrræðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2025 14:07 Hælisleitendur sem hefur verið vísað úr landi en vilja ekki fara sjálfviljugir eru vistaðir í fangelsi. Vísir Alls hafa um ríflega 70 hælisleitendur þurft að sæta fangelsisvist áður en þeim er vísað úr landi síðustu mánuði. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Í flestum tilvikum hafi fólkið ekki brotið neitt annað af sér en að vera ólöglegt í landinu. Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Þetta kom fram í fréttum okkar fyrir helgi. Þá sendi Afstaða félag fanga frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem gagnrýnt var að hælisleitendur sem hafa fengið synjun á umsókn um dvalarleyfi og fara ekki sjálfviljugir úr landi séu vistaðir í fangelsi þar sem þeir bíði brottvísunar, stundum vikum saman. Mikil aukning á þvinguðum brottflutningum Marín Þórsdóttur verkefnisstjóri hjá heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra segir að síðustu níu mánuði hafi alls 72 hælisleitendur, sem hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í landinu en ekki viljað fara úr landi, setið í fangelsi fyrir brottvísun. Af þeim hafi 17 þurft að bíða eftir brottvísun í gæsluvarðhaldi. Hún segir að mikil aukning hafi orðið í þvinguðum brottflutningum frá ágúst 2023. „Við reynum alltaf að leitast eftir samvinnu við einstaklinga sem á að vísa úr landi. Ef það tekst hins vegar ekki þá þarf stundum að vista fólk í fangelsi fram að brottför. Hluti þeirra er svo vistaður í gæsluvarðhaldi. Við reynum að láta fólk ekki bíða þar inni lengur en í sólahring þó það geti dregist “ segir Marín. Marín segir skorta úrræði í málaflokknum „Það er ákveðið úrræðaleysi því oftast eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert annað unnið til saka en að vera ólöglegir í landinu. Það væri gott að hafa aðrar leiðir og vista þá ekki fólk í fangelsum heldur í annars konar lokuðu úrræði. En við höfum því miður ekki slíkt úrræði og því þarf að fara að loka fólk inni á Hólmsheiði sem er öryggisfangelsi eða á Hverfisgötu,“ segir Marín. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Þetta kom fram í fréttum okkar fyrir helgi. Þá sendi Afstaða félag fanga frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem gagnrýnt var að hælisleitendur sem hafa fengið synjun á umsókn um dvalarleyfi og fara ekki sjálfviljugir úr landi séu vistaðir í fangelsi þar sem þeir bíði brottvísunar, stundum vikum saman. Mikil aukning á þvinguðum brottflutningum Marín Þórsdóttur verkefnisstjóri hjá heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra segir að síðustu níu mánuði hafi alls 72 hælisleitendur, sem hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í landinu en ekki viljað fara úr landi, setið í fangelsi fyrir brottvísun. Af þeim hafi 17 þurft að bíða eftir brottvísun í gæsluvarðhaldi. Hún segir að mikil aukning hafi orðið í þvinguðum brottflutningum frá ágúst 2023. „Við reynum alltaf að leitast eftir samvinnu við einstaklinga sem á að vísa úr landi. Ef það tekst hins vegar ekki þá þarf stundum að vista fólk í fangelsi fram að brottför. Hluti þeirra er svo vistaður í gæsluvarðhaldi. Við reynum að láta fólk ekki bíða þar inni lengur en í sólahring þó það geti dregist “ segir Marín. Marín segir skorta úrræði í málaflokknum „Það er ákveðið úrræðaleysi því oftast eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert annað unnið til saka en að vera ólöglegir í landinu. Það væri gott að hafa aðrar leiðir og vista þá ekki fólk í fangelsum heldur í annars konar lokuðu úrræði. En við höfum því miður ekki slíkt úrræði og því þarf að fara að loka fólk inni á Hólmsheiði sem er öryggisfangelsi eða á Hverfisgötu,“ segir Marín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira