Fangelsi oft eina úrræðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2025 14:07 Hælisleitendur sem hefur verið vísað úr landi en vilja ekki fara sjálfviljugir eru vistaðir í fangelsi. Vísir Alls hafa um ríflega 70 hælisleitendur þurft að sæta fangelsisvist áður en þeim er vísað úr landi síðustu mánuði. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Í flestum tilvikum hafi fólkið ekki brotið neitt annað af sér en að vera ólöglegt í landinu. Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Þetta kom fram í fréttum okkar fyrir helgi. Þá sendi Afstaða félag fanga frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem gagnrýnt var að hælisleitendur sem hafa fengið synjun á umsókn um dvalarleyfi og fara ekki sjálfviljugir úr landi séu vistaðir í fangelsi þar sem þeir bíði brottvísunar, stundum vikum saman. Mikil aukning á þvinguðum brottflutningum Marín Þórsdóttur verkefnisstjóri hjá heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra segir að síðustu níu mánuði hafi alls 72 hælisleitendur, sem hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í landinu en ekki viljað fara úr landi, setið í fangelsi fyrir brottvísun. Af þeim hafi 17 þurft að bíða eftir brottvísun í gæsluvarðhaldi. Hún segir að mikil aukning hafi orðið í þvinguðum brottflutningum frá ágúst 2023. „Við reynum alltaf að leitast eftir samvinnu við einstaklinga sem á að vísa úr landi. Ef það tekst hins vegar ekki þá þarf stundum að vista fólk í fangelsi fram að brottför. Hluti þeirra er svo vistaður í gæsluvarðhaldi. Við reynum að láta fólk ekki bíða þar inni lengur en í sólahring þó það geti dregist “ segir Marín. Marín segir skorta úrræði í málaflokknum „Það er ákveðið úrræðaleysi því oftast eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert annað unnið til saka en að vera ólöglegir í landinu. Það væri gott að hafa aðrar leiðir og vista þá ekki fólk í fangelsum heldur í annars konar lokuðu úrræði. En við höfum því miður ekki slíkt úrræði og því þarf að fara að loka fólk inni á Hólmsheiði sem er öryggisfangelsi eða á Hverfisgötu,“ segir Marín. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Þetta kom fram í fréttum okkar fyrir helgi. Þá sendi Afstaða félag fanga frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem gagnrýnt var að hælisleitendur sem hafa fengið synjun á umsókn um dvalarleyfi og fara ekki sjálfviljugir úr landi séu vistaðir í fangelsi þar sem þeir bíði brottvísunar, stundum vikum saman. Mikil aukning á þvinguðum brottflutningum Marín Þórsdóttur verkefnisstjóri hjá heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra segir að síðustu níu mánuði hafi alls 72 hælisleitendur, sem hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í landinu en ekki viljað fara úr landi, setið í fangelsi fyrir brottvísun. Af þeim hafi 17 þurft að bíða eftir brottvísun í gæsluvarðhaldi. Hún segir að mikil aukning hafi orðið í þvinguðum brottflutningum frá ágúst 2023. „Við reynum alltaf að leitast eftir samvinnu við einstaklinga sem á að vísa úr landi. Ef það tekst hins vegar ekki þá þarf stundum að vista fólk í fangelsi fram að brottför. Hluti þeirra er svo vistaður í gæsluvarðhaldi. Við reynum að láta fólk ekki bíða þar inni lengur en í sólahring þó það geti dregist “ segir Marín. Marín segir skorta úrræði í málaflokknum „Það er ákveðið úrræðaleysi því oftast eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert annað unnið til saka en að vera ólöglegir í landinu. Það væri gott að hafa aðrar leiðir og vista þá ekki fólk í fangelsum heldur í annars konar lokuðu úrræði. En við höfum því miður ekki slíkt úrræði og því þarf að fara að loka fólk inni á Hólmsheiði sem er öryggisfangelsi eða á Hverfisgötu,“ segir Marín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels