Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 19:31 Jens-Frederik Nielsen, nýr landstjóri Grænlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. „Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
„Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira