„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 09:33 Bjarki Gunnlaugsson og Kormákur Geirharðsson rifja hér upp Domo ævinýrið og þeir gátu hlegið af þessu öllu saman næstum því tuttugu árum síðar. S2 Sport Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl. A&B Veitingastaðir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl.
A&B Veitingastaðir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira