„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Hinrik Wöhler skrifar 24. apríl 2025 22:36 Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, hrósaði sínum mönnum hástert í leikslok. vísir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var kampakátur í leikslok eftir fyrsta sigur Aftureldingar á tímabilinu. Mosfellingar lögðu Víkinga, 1-0 og var sigurinn sá fyrsti hjá Aftureldingu í efstu deild karla í knattspyrnu „Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu. Besta deild karla Afturelding Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Sjá meira
„Tilfinningin er ógeðslega góð, við höfðum trú á þessu sem við vorum að gera í dag. Frábær liðsheild og vinnuframlag var geðveikt frá öllum í liðinu, það skilaði þessu. Trúin á það sem við vorum að gera, liðsheildin og menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir,“ sagði þjálfarinn eftir leik. Víkingur átti í erfiðleikum með að skapa sér færi á móti þéttri vörn Aftureldingar og segir Magnús að leikplanið hafi gengið afar vel. „Við vorum búnir að fara yfir hvernig við vildum mæta þeim og það gekk mjög vel. Við mættum þeim kannski aðeins ofar í fyrri hálfleik en þegar við komust yfir þá fórum við aðeins neðar, komnir með forskotið.“ Góður stuðningur úr stúkunni Það mættu tæplega þúsund manns í stúkuna í Mosfellsbæ í kvöld og var Magnús afar sáttur með stuðninginn frá Mosfellingum í kvöld. „Í báðum hálfleiknum fannst mér við vera bara nálægt mönnum og ekki gefa neina bolta og gera þetta mjög vel, er mjög ánægður hvernig strákarnir leystu þetta í dag og mikið hjarta í þessu. Geðveikur stuðningur í stúkunni sem hjálpaði mikið á lokakaflanum og bara frábært kvöld í Mosfellsbæ,“ sagði Magnús. Víkingar voru beittari fram á við í upphafi leiks en Mosfellingar náðu að hlaupa skrekkinn úr sér og höfðu góð tök á leiknum samkvæmt Magnúsi. „Það var smá skrekkur í byrjun og þá voru þeir að ógna mest, á fyrstu 20 mínútunum. Eftir það höfðum við góð tök á þessu, mér fannst seinni hlutinn í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik vorum við hættulegri þegar við vorum að fara fram á við. „Hefðum getað skorað fleiri mörk, áttum mögulega að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, skilst mér. Mér fannst við gera þetta gríðarlega vel og fannst þetta verðskuldað en ég er auðvitað hlutdrægur,“ bætti Magnús við. Baráttan um Bauhaus á mánudaginn Það er stutt á milli leikja í Bestu-deildinni en fjórða umferð hefst um helgina og eiga Mosfellingar leik á móti Fram á mánudag. Magnús og lærisveinar hans hefja undirbúning strax á morgun. „Það er bara enginn spurning að við þurfum að byrja strax að undirbúa næsta leik. Það er stutt milli og leikur á móti Fram á mánudaginn.“ „Hörku lið sem við erum að fara mæta þar, baráttan um Bauhaus fram undan og við þurfum að vera klárir í það að mæta nágrönnum okkar. Þannig það er bara „recovera“ vel núna og ná orkunni aftur og vera klárir í annan bardaga á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Sjá meira