Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 16:29 Það var nóg pláss fyrir stuðningsmenn Vestra á leik gegn Fram í Úlfarsárdal á síðustu leiktíð, þegar þessi mynd var tekin. Þá, líkt og í gær, fögnuðu Vestramenn sigri. vísir/Viktor Freyr Þó að stuðningsmenn Vestra hafi getað fagnað góðum sigri gegn ÍA í gær þá er ekki hægt að segja að það hafi farið vel um þá í Akraneshöllinni. Ekki frekar en þann hluta stuðningsmanna ÍA sem ekki fengu sæti í stúkunni. Halldór Jónsson, Vestfirðingur sem búsettur er á Akranesi, vakti athygli á þessu á Facebook og birti mynd sem sýnir stuðningsmenn Vestra úti í horni Akraneshallarinnar. Gerðir hornreka í orðsins fyllstu merkingu, eins og Halldór orðar það og segir framkomuna við gestina dapurlega. Stuðningsmenn ÍA fylltu þá litlu stúku sem er í höllinni, sem tekur aðeins um 350 manns, og voru svo einnig í öðru horni hallarinnar, í sams konar aðstöðu og stuðningsmenn Vestra sem fannst þó broslegt að sjá að aðeins heimafólk fengi sæti í stúkunni. Hús sem er ekki byggt fyrir svona leiki Það að stuðningsmenn Vestra hafi ekki fengið sæti í stúkunni á sér hins vegar sínar skýringar eins og Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, útskýrði í samtali við Vísi: „Það eru kröfur frá KSÍ um aðskilnað stuðningsmanna og þetta var eini mögulegi aðskilnaðurinn inni í þessari höll. Ekki nema menn hefðu viljað að stuðningsmenn ÍA væru allir þarna og þessir tuttugu og eitthvað stuðningsmenn Vestra sem komu hefðu verið í stúkunni. Hefði það meikað sens? Nei. Við vorum ekki í góðri aðstöðu. Við erum með hús sem er ekki byggt fyrir svona og erum að reyna að gera það besta úr því. Það voru stuðningsmenn ÍA sem sátu í alveg eins sætum hinum megin,“ sagði Eggert. Hann sagði vonir bundnar við það að ekki yrðu fleiri leikir spilaðir í Akraneshöllinni á leiktíðinni. Næsti heimaleikur ÍA, við KA 4. maí, ætti því að geta farið fram á grasinu á ELKEM-vellinum. Vestri hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars: „Vegna dræmrar miðasölu til stuðningsfólks Vestra fyrir leikinn var tekin ákvörðun um að staðsetja stuðningsmenn Vestra með þeim hætti sem best þjónaði bæði öryggi og heildarumgjörð leiksins. Markmiðið var ávallt að tryggja að öll framkvæmd væri fagleg, örugg og sem ánægjulegust fyrir alla viðstadda.“ „Samvinna ÍA og Vestra hefur ávallt verið sterk og góð – til að nefna hefur ÍA ítrekað sýnt Vestra mikla samkennd með því að bjóða og bregðast við beiðnum um að hliðra til æfingatímum félagsins þegar aðstöðuleysi Vestra hefur gert vart við sig yfir vetrartímann.“ Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19 Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Halldór Jónsson, Vestfirðingur sem búsettur er á Akranesi, vakti athygli á þessu á Facebook og birti mynd sem sýnir stuðningsmenn Vestra úti í horni Akraneshallarinnar. Gerðir hornreka í orðsins fyllstu merkingu, eins og Halldór orðar það og segir framkomuna við gestina dapurlega. Stuðningsmenn ÍA fylltu þá litlu stúku sem er í höllinni, sem tekur aðeins um 350 manns, og voru svo einnig í öðru horni hallarinnar, í sams konar aðstöðu og stuðningsmenn Vestra sem fannst þó broslegt að sjá að aðeins heimafólk fengi sæti í stúkunni. Hús sem er ekki byggt fyrir svona leiki Það að stuðningsmenn Vestra hafi ekki fengið sæti í stúkunni á sér hins vegar sínar skýringar eins og Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, útskýrði í samtali við Vísi: „Það eru kröfur frá KSÍ um aðskilnað stuðningsmanna og þetta var eini mögulegi aðskilnaðurinn inni í þessari höll. Ekki nema menn hefðu viljað að stuðningsmenn ÍA væru allir þarna og þessir tuttugu og eitthvað stuðningsmenn Vestra sem komu hefðu verið í stúkunni. Hefði það meikað sens? Nei. Við vorum ekki í góðri aðstöðu. Við erum með hús sem er ekki byggt fyrir svona og erum að reyna að gera það besta úr því. Það voru stuðningsmenn ÍA sem sátu í alveg eins sætum hinum megin,“ sagði Eggert. Hann sagði vonir bundnar við það að ekki yrðu fleiri leikir spilaðir í Akraneshöllinni á leiktíðinni. Næsti heimaleikur ÍA, við KA 4. maí, ætti því að geta farið fram á grasinu á ELKEM-vellinum. Vestri hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars: „Vegna dræmrar miðasölu til stuðningsfólks Vestra fyrir leikinn var tekin ákvörðun um að staðsetja stuðningsmenn Vestra með þeim hætti sem best þjónaði bæði öryggi og heildarumgjörð leiksins. Markmiðið var ávallt að tryggja að öll framkvæmd væri fagleg, örugg og sem ánægjulegust fyrir alla viðstadda.“ „Samvinna ÍA og Vestra hefur ávallt verið sterk og góð – til að nefna hefur ÍA ítrekað sýnt Vestra mikla samkennd með því að bjóða og bregðast við beiðnum um að hliðra til æfingatímum félagsins þegar aðstöðuleysi Vestra hefur gert vart við sig yfir vetrartímann.“
Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19 Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19
Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45