„Ég fer bara sáttur á koddann“ Hinrik Wöhler skrifar 23. apríl 2025 21:15 Óskar Hrafn Þorvaldsson í blíðunni í Hafnarfirði í kvöld. Vísir/Anton Brink KR gerði jafntefli við FH í þriðju umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta er þriðja jafntefli KR-inga í röð og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, þokkalega sáttur með niðurstöðuna í leikslok. „Mér fannst við ná að spila fínan fótbolta. Alls ekki einhver leikur sem maður horfir á og var fullkominn. Mér fannst við ná mörgum sóknum, við byrjuðum af miklum krafti en mér fannst við aðeins líða fyrir vondar ákvarðanir á síðasta þriðjung, vorum að flýta okkur of mikið,“ sagði Óskar Hrafn eftir leikinn í Hafnarfirði. Fyrsta mark FH kom eftir skalla úr hornspyrnu og segir Óskar að þeir réðu ekki nægilega vel við föst leikatriði hjá Hafnfirðingum. „Við réðum illa við leikatriðin hjá þeim og þegar rauða spjaldið kemur þá er það bara ærið verkefni að reyna brjóta þessa fimm-fjóra lágblokk þeirra með því að spila í gegnum þá. Það er bara erfitt, við náðum því nokkrum sinnum. Við vorum nokkrum sinnum nálægt, tánni frá því eða skrefinu frá því að opna þá en við náðum ekki markinu.“ Hafnfirðingar léku einum færri mest allan seinni hálfleik eftir að Björn Daníel Sverrisson fékk rautt spjald. Óskar hrósar andstæðingum sínum fyrir vaska frammistöðu. „Við verðum að hrósa FH-liðinu að skilja allt eftir á vellinum. Það sást á því, hvernig þeir lögðu leikinn upp, hversu mikilvægur hann var fyrir þá og bara virkilega vel gert.“ Sáttur með stig á erfiðum útivelli Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og var fyrsti leikur tímabilsins sem var leikinn á grasvelli. Óskar Hrafn segir að það sé ekki gefið að koma á Kaplakrikavöll og sækja þrjú stig. „Ég stýrði Blikum hérna margoft og er að stýra KR-liðinu í fyrsta sinn og ég veit alveg hversu erfiður útivöllur Krikinn er. Ég fer bara sáttur á koddann, þetta er lærdómur fyrir okkur en við þurfum að vera aðeins betri. Þetta er ekki alveg okkar leikur að spila út fyrir lið í fyrirgjafarstöðum og gefa hann inn í, þurfum að vera aðeins betri í því,“ sagði Óskar. Luke Rae lagði upp annað mark KR.Vísir/Anton Brink „Við hefðum getað verið aðeins grimmari í návígum á miðsvæðinu en þeir voru grimmari þar en heilt yfir bara sáttur. Maður getur farið og skallað vegginn útaf við vorum 35 mínútur einum fleiri en þeir vörðust vel og gef þeim það,“ bætti Óskar við. Vesturbæjarliðið hefur nú sótt jafntefli í öllum þremur leikjum tímabilsins. Óskar segist ekki vera stressa of mikið þó að þeir bíða enn eftir fyrsta sigrinum. „Ef maður horfir til þess að við erum búnir að spila á Akureyri, Kaplakrika og á móti Val. Ef þú horfir á það hversu mikið við höfum þurft að breyta liðinu milli leikja og ekki náðst þessi stöðugleiki sem mann dreymir um sem þjálfara. Stöðugleiki í liðið, hvernig maður stillir því upp, þá getum við verið sáttir með þessi þrjú stig. Það eru 24 leikir eftir og 72 stig í pottinum og engin ástæða að vera stressa sig sérstaklega mikið.“ Vicente fékk að velja Vicente Valor kom til KR fyrir tímabilið frá ÍBV en hélt aftur til Vestmannaeyja eftir aðeins tvo leiki með KR. Aron Þórður Albertsson er kominn á flug með KR og Vicente Valor ákvað að halda til Vestmannaeyja á ný.Vísir/Anton Brink „Það kom tilboð frá ÍBV sem var mjög sanngjarnt og þegar það kemur tilboð er þess eðlis að við tökum alvarlega þá gáfum honum kost á því að velja. Hann hefur verið inn og út úr liðinu hjá okkur og núna er Aron Þórður kominn á fullt þannig hann var að berjast um sæti í liðinu. Hann fékk í raun og veru að velja, mér finnst það sanngjarnt gagnvart leikmanninum. Ferillinn er stuttur og leikmenn vilja spila,“ sagði Óskar að lokum um vistaskipti Vicente. Besta deild karla KR Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
„Mér fannst við ná að spila fínan fótbolta. Alls ekki einhver leikur sem maður horfir á og var fullkominn. Mér fannst við ná mörgum sóknum, við byrjuðum af miklum krafti en mér fannst við aðeins líða fyrir vondar ákvarðanir á síðasta þriðjung, vorum að flýta okkur of mikið,“ sagði Óskar Hrafn eftir leikinn í Hafnarfirði. Fyrsta mark FH kom eftir skalla úr hornspyrnu og segir Óskar að þeir réðu ekki nægilega vel við föst leikatriði hjá Hafnfirðingum. „Við réðum illa við leikatriðin hjá þeim og þegar rauða spjaldið kemur þá er það bara ærið verkefni að reyna brjóta þessa fimm-fjóra lágblokk þeirra með því að spila í gegnum þá. Það er bara erfitt, við náðum því nokkrum sinnum. Við vorum nokkrum sinnum nálægt, tánni frá því eða skrefinu frá því að opna þá en við náðum ekki markinu.“ Hafnfirðingar léku einum færri mest allan seinni hálfleik eftir að Björn Daníel Sverrisson fékk rautt spjald. Óskar hrósar andstæðingum sínum fyrir vaska frammistöðu. „Við verðum að hrósa FH-liðinu að skilja allt eftir á vellinum. Það sást á því, hvernig þeir lögðu leikinn upp, hversu mikilvægur hann var fyrir þá og bara virkilega vel gert.“ Sáttur með stig á erfiðum útivelli Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli og var fyrsti leikur tímabilsins sem var leikinn á grasvelli. Óskar Hrafn segir að það sé ekki gefið að koma á Kaplakrikavöll og sækja þrjú stig. „Ég stýrði Blikum hérna margoft og er að stýra KR-liðinu í fyrsta sinn og ég veit alveg hversu erfiður útivöllur Krikinn er. Ég fer bara sáttur á koddann, þetta er lærdómur fyrir okkur en við þurfum að vera aðeins betri. Þetta er ekki alveg okkar leikur að spila út fyrir lið í fyrirgjafarstöðum og gefa hann inn í, þurfum að vera aðeins betri í því,“ sagði Óskar. Luke Rae lagði upp annað mark KR.Vísir/Anton Brink „Við hefðum getað verið aðeins grimmari í návígum á miðsvæðinu en þeir voru grimmari þar en heilt yfir bara sáttur. Maður getur farið og skallað vegginn útaf við vorum 35 mínútur einum fleiri en þeir vörðust vel og gef þeim það,“ bætti Óskar við. Vesturbæjarliðið hefur nú sótt jafntefli í öllum þremur leikjum tímabilsins. Óskar segist ekki vera stressa of mikið þó að þeir bíða enn eftir fyrsta sigrinum. „Ef maður horfir til þess að við erum búnir að spila á Akureyri, Kaplakrika og á móti Val. Ef þú horfir á það hversu mikið við höfum þurft að breyta liðinu milli leikja og ekki náðst þessi stöðugleiki sem mann dreymir um sem þjálfara. Stöðugleiki í liðið, hvernig maður stillir því upp, þá getum við verið sáttir með þessi þrjú stig. Það eru 24 leikir eftir og 72 stig í pottinum og engin ástæða að vera stressa sig sérstaklega mikið.“ Vicente fékk að velja Vicente Valor kom til KR fyrir tímabilið frá ÍBV en hélt aftur til Vestmannaeyja eftir aðeins tvo leiki með KR. Aron Þórður Albertsson er kominn á flug með KR og Vicente Valor ákvað að halda til Vestmannaeyja á ný.Vísir/Anton Brink „Það kom tilboð frá ÍBV sem var mjög sanngjarnt og þegar það kemur tilboð er þess eðlis að við tökum alvarlega þá gáfum honum kost á því að velja. Hann hefur verið inn og út úr liðinu hjá okkur og núna er Aron Þórður kominn á fullt þannig hann var að berjast um sæti í liðinu. Hann fékk í raun og veru að velja, mér finnst það sanngjarnt gagnvart leikmanninum. Ferillinn er stuttur og leikmenn vilja spila,“ sagði Óskar að lokum um vistaskipti Vicente.
Besta deild karla KR Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki