Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2025 11:30 Kafari kannar ástand kórala við Félagseyjar í Kyrrahafi. Kóralar búa í samlífi við þörunga. Þegar sjór er óvenjuheitur byrja þörungarnir að gefa frá sér eiturefni og kóralarnir varpa þeim frá sér. Þá fölna kórallarnir og drepast á endanum ef sjórinn kólnar ekki. Vísir/Getty Langflest kóralrif jarðar verða nú fyrir skaðlegri fölnun vegna hitabylgju í höfunum. Fölnunaratburðurinn er sá umfangsmesti í mælingasögunni en ekki sér enn fyrir endann á honum. Kóralar eru viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Við langvarandi hitaálag losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna. Án þörunganna drepast kórallarnir á endanum. Kóralrif eru mikilvæg vistkerfum í hafinu og áætlað er að um fjórðungur sjávarlífvera lifi í eða við þau. Fölnunaratburðurinn sem er nú í gangi hófst árið 2023 þegar veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er fjórði hnattræni fölnunaratburðurinn frá 1998. Fölnunaratburðir teljast hnattrænir þegar þeir ná til allra þriggja djúpsjávarflæma jarðar: Atlantshafs, Kyrrahafs og Indlandshafs á einu ári. Nú segir alþjóðleg stofnun sem fylgist með með kóralrifjum heimsins að 84 prósent þeirra hafi orðið fyrir skaðlegri fölnun í atburðinum. Hann sé þannig sá svæsnasti sem sögur fara af, verri en sá sem geisaði frá 2014 til 2017 þegar tveir þriðju hlutar kóralrifja heims fölnuðu. Alls óvíst er hvenær, og jafnvel hvort, núverandi atburði sloti. Mark Eakin, framkvæmdastjóri Alþjóðlega kóralrifjafélags og fyrrverandi yfirmaður kóralrannsókna hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, segir mögulegt að hitaálag sem valdi hnattrænni fölnun gangi aldrei til baka. „Við horfum upp á eitthvað sem er að breyta algerlega ásýnd plánetunnar okkar og getu hafanna okkar til þess að halda uppi lífi og lífsviðurværi,“ segir Eakin við AP-fréttastofuna. Varðveita kórala ef hægt verður að rækta þá aftur síðar Eina leiðin til þess að stöðva fölnun og dauða kóralrifja er að koma böndum á hnattræna hlýnun með því að hætta bruna á jarðefnaeldsneyti og annari losun á gróðurhúsalofttegundum. Höf jarðar hafa tekið við um níutíu prósentum þeirrar umframhlýnunar sem menn hafa valdið með því að auka gróðurhúsaáhrifin við yfirborð jarðar. Sums staðar eru vísindamenn byrjaðir að grípa til ráðstafana til þess að varðveita kórala þannig að möguleg verði hægt að rækta þá upp aftur þegar og ef mönnum tekst að stöðva hlýnunina. Þannig hefur hollensk rannsóknarstofa safnað brotum úr kórölum utan við Seychelles-eyjar í Indlandshafi til þess að rækta þá í dýragarði til varðveislu. Horfurnar á því að hlýnunin verði stöðvuð í bráð virðast þó slæmar. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna birti gögn í síðustu viku sem benda til þess að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi aldrei aukist meira en í fyrra. Árið 2024 var jafnframt hlýjasta árið í mælingarsögunni. Loftslagsmál Hafið Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. 5. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kóralar eru viðkvæmir fyrir sveiflum í sjávarhita. Við langvarandi hitaálag losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna. Án þörunganna drepast kórallarnir á endanum. Kóralrif eru mikilvæg vistkerfum í hafinu og áætlað er að um fjórðungur sjávarlífvera lifi í eða við þau. Fölnunaratburðurinn sem er nú í gangi hófst árið 2023 þegar veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp þá hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er fjórði hnattræni fölnunaratburðurinn frá 1998. Fölnunaratburðir teljast hnattrænir þegar þeir ná til allra þriggja djúpsjávarflæma jarðar: Atlantshafs, Kyrrahafs og Indlandshafs á einu ári. Nú segir alþjóðleg stofnun sem fylgist með með kóralrifjum heimsins að 84 prósent þeirra hafi orðið fyrir skaðlegri fölnun í atburðinum. Hann sé þannig sá svæsnasti sem sögur fara af, verri en sá sem geisaði frá 2014 til 2017 þegar tveir þriðju hlutar kóralrifja heims fölnuðu. Alls óvíst er hvenær, og jafnvel hvort, núverandi atburði sloti. Mark Eakin, framkvæmdastjóri Alþjóðlega kóralrifjafélags og fyrrverandi yfirmaður kóralrannsókna hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, segir mögulegt að hitaálag sem valdi hnattrænni fölnun gangi aldrei til baka. „Við horfum upp á eitthvað sem er að breyta algerlega ásýnd plánetunnar okkar og getu hafanna okkar til þess að halda uppi lífi og lífsviðurværi,“ segir Eakin við AP-fréttastofuna. Varðveita kórala ef hægt verður að rækta þá aftur síðar Eina leiðin til þess að stöðva fölnun og dauða kóralrifja er að koma böndum á hnattræna hlýnun með því að hætta bruna á jarðefnaeldsneyti og annari losun á gróðurhúsalofttegundum. Höf jarðar hafa tekið við um níutíu prósentum þeirrar umframhlýnunar sem menn hafa valdið með því að auka gróðurhúsaáhrifin við yfirborð jarðar. Sums staðar eru vísindamenn byrjaðir að grípa til ráðstafana til þess að varðveita kórala þannig að möguleg verði hægt að rækta þá upp aftur þegar og ef mönnum tekst að stöðva hlýnunina. Þannig hefur hollensk rannsóknarstofa safnað brotum úr kórölum utan við Seychelles-eyjar í Indlandshafi til þess að rækta þá í dýragarði til varðveislu. Horfurnar á því að hlýnunin verði stöðvuð í bráð virðast þó slæmar. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna birti gögn í síðustu viku sem benda til þess að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi aldrei aukist meira en í fyrra. Árið 2024 var jafnframt hlýjasta árið í mælingarsögunni.
Loftslagsmál Hafið Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00 Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. 5. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. 24. nóvember 2021 15:00
Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. 5. nóvember 2021 10:02