Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 07:15 Hér verður kistan lögð svo trúariðkendur og almenningur geti kvatt páfann. Vísir/EPA Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár. Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Kirkjan verður opin í dag og á morgun til miðnættis en lokar svo klukkan 19, að staðartíma, á föstudag. Útför páfans fer svo fram á laugardag. Búist er við því að fjölmargir leiðtogar verði viðstaddir. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún verði viðstödd og þá hefur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tilkynnt að hann verði á staðnum og forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj. Fólk safnast saman við kirkjuna til að fylgjast með því þegar lík páfans verður flutt í Péturskirkjuna. Vísir/EPA Útförin hefst klukkan tíu á Péturstorginu en hann verður svo jarðaður í kirkju heilagrar Maríu sem er ekki í Vatíkaninu. Í frétt AP segir að María mey hafi lengi verið uppáhalds dýrlingurinn hans. Í frétt Reuters segir að þegar hafi myndast raðir á torginu þar sem fólk fylgdist með flutningnum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu flutningi líksins hér að neðan. Páfakjörsfundur fer svo fram í næsta mánuði. Þá munu allir kardinálarnir hittast í Sixtínsku kapellunni í Páfagarði og ákveða það. Aðeins þeir sem eru yngri en 80 ára hafa atkvæðisrétt. Valið getur tekið marga daga, enda eru oft ansi skiptar skoðanir á því hvaða leið kirkjan á að fara og hver er hæfastur til að leiða kirkjuna í þá átt. Vísir tók saman hverjir eru líklegir til að taka við af Frans páfa. Trúariðkendur og almenningur mun geta heimsótt Péturskirkju til að kveðja páfann þar til klukkan 19 á föstudag.Vísir/EPA
Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02 Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Reiknar með að sækja útför Frans páfa Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands. 22. apríl 2025 17:02
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent