Útför páfans á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 06:42 Líkvaka páfa hefst í kirkjunni í Santa Marta en hann verður svo fluttur í Péturskirkju á miðvikudag. Hér ámyndinni sést kardinálinn Kevin Joseph Farrell við lík Frans páfa. Hann staðfestir hér andlát hans. Myndinni var dreift af Vatíkaninu. Vísir/EPA Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025. Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025.
Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira