Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 16:13 Skjáskot úr myndbandi sem einn bráðaliðanna náði á vettvangi og sýnir hvernig Ísraelsher laug til um að hafa myrt bráðaliðana. AP Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. Sautján hjálparstarfsmenn á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna, voru að störfum að kvöldi 23. mars þegar þeir fimmtán þeirra voru skotnir til bana og lík þeirra grafin í grunnri gröf nærri flökum bíla þeirra. Eini eftirlifandi maðurinn lýsti því hvernig hermenn Ísraelshers létu hann afklæðast, pyntuðu og börðu hann. Síðasta starfsmannsins er enn saknað en sjónarvottur sá hann leiddan burt af hernum. Nú er rannsókn af hálfu Ísraelshers lokið og segja þeir að einn herforingi hafi fengið áminningu vegna málsins og varaforingja vikið frá starfi. Ekki kom fram hvort að þeir yrðu kærðir vegna atviksins samkvæmt umfjöllun Reuters. Þeir neita hins vegar að hafa reynt að leyna atvikinu á einhvern hátt. Ísraelsmenn héldu því fyrst fram að bílalest starfsmannanna, sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ og án ljósa og því hafi hermennirnir skotið á hana. Myndefni af vettvangi sýnir að svo hafi ekki verið og leiðréttu Ísraelar þær rangfærslur. Herinn hélt því einnig fram að þeir hafi vitað að bílarnir væru á vegum Hamas, en engin sönnunargögn hafa borist um hvernig þeir ákvörðuðu að bílarnir væru á vegum Hamas. Þeir sögðu einnig að sex af þeim fimmtán sem létust væru Hamasliðar en Hamas-samtökin hafa neitað þeirri fullyrðingu. Í myndskeiðinu sést bílalestin, greinilega merkt sem sjúkrabílar og slökkviliðsbílar, verða fyrir skothríð hermanna Ísraelshers. Í yfirlýsingu frá hernum segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós fagleg mistök og brot á skipunum auk þess sem atvikið hafi ekki verði tilkynnt. Þegar rannsókn Ísraelshers hófst neitaði talsmaður hersins því að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sögðu árásina svívirða. Þeir segja reglur sem séu í gildi á átakasvæðum skýrar, almennir borgarar, sjúkraliðar að störfum og hjálparstarfsmenn eigi að njóta friðhelgi. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Sautján hjálparstarfsmenn á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna, voru að störfum að kvöldi 23. mars þegar þeir fimmtán þeirra voru skotnir til bana og lík þeirra grafin í grunnri gröf nærri flökum bíla þeirra. Eini eftirlifandi maðurinn lýsti því hvernig hermenn Ísraelshers létu hann afklæðast, pyntuðu og börðu hann. Síðasta starfsmannsins er enn saknað en sjónarvottur sá hann leiddan burt af hernum. Nú er rannsókn af hálfu Ísraelshers lokið og segja þeir að einn herforingi hafi fengið áminningu vegna málsins og varaforingja vikið frá starfi. Ekki kom fram hvort að þeir yrðu kærðir vegna atviksins samkvæmt umfjöllun Reuters. Þeir neita hins vegar að hafa reynt að leyna atvikinu á einhvern hátt. Ísraelsmenn héldu því fyrst fram að bílalest starfsmannanna, sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ og án ljósa og því hafi hermennirnir skotið á hana. Myndefni af vettvangi sýnir að svo hafi ekki verið og leiðréttu Ísraelar þær rangfærslur. Herinn hélt því einnig fram að þeir hafi vitað að bílarnir væru á vegum Hamas, en engin sönnunargögn hafa borist um hvernig þeir ákvörðuðu að bílarnir væru á vegum Hamas. Þeir sögðu einnig að sex af þeim fimmtán sem létust væru Hamasliðar en Hamas-samtökin hafa neitað þeirri fullyrðingu. Í myndskeiðinu sést bílalestin, greinilega merkt sem sjúkrabílar og slökkviliðsbílar, verða fyrir skothríð hermanna Ísraelshers. Í yfirlýsingu frá hernum segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós fagleg mistök og brot á skipunum auk þess sem atvikið hafi ekki verði tilkynnt. Þegar rannsókn Ísraelshers hófst neitaði talsmaður hersins því að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sögðu árásina svívirða. Þeir segja reglur sem séu í gildi á átakasvæðum skýrar, almennir borgarar, sjúkraliðar að störfum og hjálparstarfsmenn eigi að njóta friðhelgi.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira