Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 10:16 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Bílalestin samanstóð af sjúkrabílum Rauða hálfmánans, bíl frá Sameinuðu þjóðunum og slökkviliðsbíl frá palestínsku varnarsveitunum. Viðbragðsaðilum hafði borist tilkynning um særða einstaklinga og voru á leið á vettvang þegar ísraelski herinn hóf skothríð nærri Rafah. Ísraelski herinn (IDF) heldur því fram að sex sjúkraflutningamannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Herinn viðurkennir að þeir hafi verið óvopnaðir þegar hermenn hófu skothríð á bílalestina. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Óhuggulegt myndefni af árásinni Einn hinna látnu tók atburðarásina upp á símann sinn og hefur New York Times birt myndbandið. Þar sést hvernig skothríðin hefst án aðvörunar þegar bílarnir beygja inn á veg rétt fyrir dögun. Myndbandið heldur áfram í meira en fimm mínútur og má þar heyra sjúkraflutningamanninn Refat Radwan biðja til Guðs meðan raddir ísraelskra hermanna nálgast bílinn. Horfa má á myndbandið hér að neðan. Talsmaður IDF sagði við blaðamenn á laugardagskvöld að hermennirnir hefðu skotið á bíl með þremur Hamas-liðum. Hjálparstarfsmenn voru á leið á vettvang til að hjálpa hinum særðu þegar eftirlitsmyndavélar úr lofti sáu bílalestina og tilkynntu hermönnunum á jörðu niðri að ferð hennar væri grunsamleg. Þegar sjúkrabílarnir stoppuðu við hlið bíls Hamas-liðanna sagði talsmaður IDF að hermennirnir hafi talið sér vera ógnað og því hafið skothríð. Samt benti ekkert til að hjálparstarfsmennirnir væru vopnaðir. Ísrael hefur viðurkennt að fyrri lýsingar sínar á því að bílarnir hafi nálgast með ljósin slökkt hafi verið rangar. Það hafi byggt á skýrslum hermannanna á vettvangi. Myndbandið sýnir að bílarnir hafi bæði verið vel merktir Rauða hálfmánanum og starfsmennirnir í skærum einkennisbúning. Eins enn saknað Ísraelsku hermennirnir grófu lík mannanna fimmtán í sandi en að sögn talsmanns IDF var það til að verja þau fyrir villtum dýrum. Bílarnir hafi svo verið færðir degi síðar og grafnir til að hreinsa veginn. Lík mannanna fundust ekki fyrr en viku síðar og þá fannst líka sími Refats Radwan sem innihélt myndefnið. Eins sjúkraflutningamannanna, Assaad al-Nassasra, er enn saknað. Munzer Abed, eini hjálparstarfsmaðurinn sem lifði af árásina, sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ísraelsher hefur neitað því að mennirnir hafi verið handjárnaðir áður en þeir dóu og verið teknir af lífi í návígi, líkt og hefur verið haldið fram. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira