Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2025 10:10 Nýi vegurinn yfir Dynjandisheiði. Horft niður í Geirþjófsfjörð og Arnarfjörð. Fyrir miðri mynd er nýr áningarstaður með þessu magnaða útsýni. Vegagerðin/Haukur Sigurðsson Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefnd um málefni Stranda í janúar 2024 og voru tillögurnar birtar á vef Stjórnarráðsins síðastliðinn miðvikudag. Nefndin, undir formennsku Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, var skipuð fulltrúum forsætisráðuneytis, innviðaráðuneytis, Byggðastofnunar, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Strandabyggðar. Tillagan um Hringveg 2, hringveg um Vestfirði, er ein af fjórum megintillögum nefndarinnar. Markmiðin með aðgerðinni eru sögð að skapa tækifæri fyrir atvinnulíf, meðal annars ferðaþjónustu, og íbúa á Vestfjörðum og að bæta vetrarþjónustu og viðhald vega. Frá nýju brúnni yfir Þorskafjörð.Egill Aðalsteinsson Lagt er til að vegir með vegnúmerin 60, 61, 62, 63 og 68 fái vegnúmerið 2. Vegur 60, núverandi Vestfjarðavegur, liggur milli Hringvegarins númer eitt í Norðurárdal í Borgarfirði og Skutulsfjarðar. Vegur 61 liggur milli Reykhólasveitar og Bolungarvíkur, yfir Þröskulda, um Hólmavík, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp. Vegur 62 liggur milli Flókalundar og Patreksfjarðar. Vegur 63 liggur milli Patreksfjarðar og Dynjandisheiðar um Tálknafjörð og Bíldudal. Vegur 68 liggur milli Staðarskála í Hrútafirði og Steingrímsfjarðar. „Vegurinn fengi þar með aukið vægi þegar kemur að vetrarþjónustu og viðhaldi vega sem er mikilvægt fyrir íbúa og atvinnustarfsemi á svæðinu, ekki síst útflutningsgreinar og ferðaþjónustu,“ segir í áliti nefndarinnar. Þátturinn Um land allt, sem frumsýndur var í marsmánuði 2021, fjallaði um þennan nýja hringveg, Vestfjarðaleiðina. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Hugmyndin um Hringveg 2 um Vestfirði er ekki ný af nálinni. Þannig tók Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, vel í hana í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2017. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina Um land allt í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttarins um Vestfjarðarleiðina: Strandabyggð Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Húnaþing vestra Árneshreppur Kaldrananeshreppur Byggðamál Tengdar fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefnd um málefni Stranda í janúar 2024 og voru tillögurnar birtar á vef Stjórnarráðsins síðastliðinn miðvikudag. Nefndin, undir formennsku Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, var skipuð fulltrúum forsætisráðuneytis, innviðaráðuneytis, Byggðastofnunar, Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Strandabyggðar. Tillagan um Hringveg 2, hringveg um Vestfirði, er ein af fjórum megintillögum nefndarinnar. Markmiðin með aðgerðinni eru sögð að skapa tækifæri fyrir atvinnulíf, meðal annars ferðaþjónustu, og íbúa á Vestfjörðum og að bæta vetrarþjónustu og viðhald vega. Frá nýju brúnni yfir Þorskafjörð.Egill Aðalsteinsson Lagt er til að vegir með vegnúmerin 60, 61, 62, 63 og 68 fái vegnúmerið 2. Vegur 60, núverandi Vestfjarðavegur, liggur milli Hringvegarins númer eitt í Norðurárdal í Borgarfirði og Skutulsfjarðar. Vegur 61 liggur milli Reykhólasveitar og Bolungarvíkur, yfir Þröskulda, um Hólmavík, Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp. Vegur 62 liggur milli Flókalundar og Patreksfjarðar. Vegur 63 liggur milli Patreksfjarðar og Dynjandisheiðar um Tálknafjörð og Bíldudal. Vegur 68 liggur milli Staðarskála í Hrútafirði og Steingrímsfjarðar. „Vegurinn fengi þar með aukið vægi þegar kemur að vetrarþjónustu og viðhaldi vega sem er mikilvægt fyrir íbúa og atvinnustarfsemi á svæðinu, ekki síst útflutningsgreinar og ferðaþjónustu,“ segir í áliti nefndarinnar. Þátturinn Um land allt, sem frumsýndur var í marsmánuði 2021, fjallaði um þennan nýja hringveg, Vestfjarðaleiðina. Hér má sjá sjö mínútna kafla úr þættinum: Hugmyndin um Hringveg 2 um Vestfirði er ekki ný af nálinni. Þannig tók Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, vel í hana í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2017. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina Um land allt í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttarins um Vestfjarðarleiðina:
Strandabyggð Vegagerð Samgöngur Ferðaþjónusta Ferðalög Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Húnaþing vestra Árneshreppur Kaldrananeshreppur Byggðamál Tengdar fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00 Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00 Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út smíði tveggja steyptra brúa í Gufudalssveit, yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Gert er ráð fyrir verklokum eftir eitt og hálft ár, haustið 2026. 14. mars 2025 13:00
Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Borgarverks skrifuðu undir verksamning vegna þriðja og síðasta áfanga Dynjandisheiðar í dag. Áætluð verklok eru haustið 2026. 4. mars 2025 17:00
Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda. 28. janúar 2025 21:42
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu „Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. 21. mars 2021 07:45