Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 22:06 Selenskí segir Rússa hafa haldið árásum sínum áfram í Kursk og Belgogrod en Rússar segja Úkraínumenn enn ráðast á Kherson. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir enn barist í héruðum Kúrsk og Belgorod og „páskavopnahlé“ Pútín því ekki náð til þeirra. Vladímír Saldo, ríkisstjóri Rússa yfir Kherson-héraði, segir Úkraínumenn ekki heldur hafa virt vopnahléð. BBC fjalla um þetta í páskavopnahlés-vakt sinni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti fyrr í dag óvænt „páskavopnahlé“ sem nær frá laugardagskvöldi í dag fram á miðnætti á morgun. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ „Heyra má í rússnesku stórskotaliði í ýmsar áttir á fremstu víglínu, þrátt fyrir loforð Rússlandsleiðtoga um þögn,“ sagði Selenskí um árásir Rússa við BBC. Hann sagði þó að á sumum svæðum væri orðið mun hljóðlátara. Þá hefur Selenskí ítrekað að tillögur sínar um þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé „séu enn á borðum“ og að aðgerðir Úkraínu væru „samhverfar“ aðgerðum Rússa. Oleksandr Prokudin, héraðsstjóri Kherson, greindi frá því fyrr í kvöld að Rússar hefðu ráðist á héraðið eftir upphaf vopnahlés. Að minnsta kosti þrjár loftárásir hefðu verið gerðar á héraðið og að kviknað hefði í blokk í Dniprovskyi-hverfi. Í Zaporizhia-héraði særðist maður þegar dróni hæfði bíl hans. Saka Úkraínumenn einnig um brot Rússar hafa einnig sakað Úkraínumenn um að „rjúfa“ vopnahléð. Vladimir Saldo, úkraínskur ríkisstjóri sem Rússar skipuðu yfir hluta Kherson-héraðs sem þeir stjórna, sagði í Telegram-færslu að úkraínski herinn „héldi áfram að ráðast á friðsælar borgir“ í Kherson. Saldo sagði að „á nokkrum svæðum væri þögn, engin sprengikúluskot,“ sem hann sagði merki þess að einhverjir í úkraínska hernum hefðu heyrt ákallið eftir friði og haldið í mennsku sína. Þá sagði hann árásir úr drónum, sprengjuvörpum og ómönnuðum loftförum gert vart við sig í borgunum Aleshki, Hola Prystan og Kashkova. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
BBC fjalla um þetta í páskavopnahlés-vakt sinni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti fyrr í dag óvænt „páskavopnahlé“ sem nær frá laugardagskvöldi í dag fram á miðnætti á morgun. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ „Heyra má í rússnesku stórskotaliði í ýmsar áttir á fremstu víglínu, þrátt fyrir loforð Rússlandsleiðtoga um þögn,“ sagði Selenskí um árásir Rússa við BBC. Hann sagði þó að á sumum svæðum væri orðið mun hljóðlátara. Þá hefur Selenskí ítrekað að tillögur sínar um þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé „séu enn á borðum“ og að aðgerðir Úkraínu væru „samhverfar“ aðgerðum Rússa. Oleksandr Prokudin, héraðsstjóri Kherson, greindi frá því fyrr í kvöld að Rússar hefðu ráðist á héraðið eftir upphaf vopnahlés. Að minnsta kosti þrjár loftárásir hefðu verið gerðar á héraðið og að kviknað hefði í blokk í Dniprovskyi-hverfi. Í Zaporizhia-héraði særðist maður þegar dróni hæfði bíl hans. Saka Úkraínumenn einnig um brot Rússar hafa einnig sakað Úkraínumenn um að „rjúfa“ vopnahléð. Vladimir Saldo, úkraínskur ríkisstjóri sem Rússar skipuðu yfir hluta Kherson-héraðs sem þeir stjórna, sagði í Telegram-færslu að úkraínski herinn „héldi áfram að ráðast á friðsælar borgir“ í Kherson. Saldo sagði að „á nokkrum svæðum væri þögn, engin sprengikúluskot,“ sem hann sagði merki þess að einhverjir í úkraínska hernum hefðu heyrt ákallið eftir friði og haldið í mennsku sína. Þá sagði hann árásir úr drónum, sprengjuvörpum og ómönnuðum loftförum gert vart við sig í borgunum Aleshki, Hola Prystan og Kashkova.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59