Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 22:06 Selenskí segir Rússa hafa haldið árásum sínum áfram í Kursk og Belgogrod en Rússar segja Úkraínumenn enn ráðast á Kherson. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir enn barist í héruðum Kúrsk og Belgorod og „páskavopnahlé“ Pútín því ekki náð til þeirra. Vladímír Saldo, ríkisstjóri Rússa yfir Kherson-héraði, segir Úkraínumenn ekki heldur hafa virt vopnahléð. BBC fjalla um þetta í páskavopnahlés-vakt sinni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti fyrr í dag óvænt „páskavopnahlé“ sem nær frá laugardagskvöldi í dag fram á miðnætti á morgun. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ „Heyra má í rússnesku stórskotaliði í ýmsar áttir á fremstu víglínu, þrátt fyrir loforð Rússlandsleiðtoga um þögn,“ sagði Selenskí um árásir Rússa við BBC. Hann sagði þó að á sumum svæðum væri orðið mun hljóðlátara. Þá hefur Selenskí ítrekað að tillögur sínar um þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé „séu enn á borðum“ og að aðgerðir Úkraínu væru „samhverfar“ aðgerðum Rússa. Oleksandr Prokudin, héraðsstjóri Kherson, greindi frá því fyrr í kvöld að Rússar hefðu ráðist á héraðið eftir upphaf vopnahlés. Að minnsta kosti þrjár loftárásir hefðu verið gerðar á héraðið og að kviknað hefði í blokk í Dniprovskyi-hverfi. Í Zaporizhia-héraði særðist maður þegar dróni hæfði bíl hans. Saka Úkraínumenn einnig um brot Rússar hafa einnig sakað Úkraínumenn um að „rjúfa“ vopnahléð. Vladimir Saldo, úkraínskur ríkisstjóri sem Rússar skipuðu yfir hluta Kherson-héraðs sem þeir stjórna, sagði í Telegram-færslu að úkraínski herinn „héldi áfram að ráðast á friðsælar borgir“ í Kherson. Saldo sagði að „á nokkrum svæðum væri þögn, engin sprengikúluskot,“ sem hann sagði merki þess að einhverjir í úkraínska hernum hefðu heyrt ákallið eftir friði og haldið í mennsku sína. Þá sagði hann árásir úr drónum, sprengjuvörpum og ómönnuðum loftförum gert vart við sig í borgunum Aleshki, Hola Prystan og Kashkova. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
BBC fjalla um þetta í páskavopnahlés-vakt sinni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti fyrr í dag óvænt „páskavopnahlé“ sem nær frá laugardagskvöldi í dag fram á miðnætti á morgun. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ „Heyra má í rússnesku stórskotaliði í ýmsar áttir á fremstu víglínu, þrátt fyrir loforð Rússlandsleiðtoga um þögn,“ sagði Selenskí um árásir Rússa við BBC. Hann sagði þó að á sumum svæðum væri orðið mun hljóðlátara. Þá hefur Selenskí ítrekað að tillögur sínar um þrjátíu daga skilyrðislaust vopnahlé „séu enn á borðum“ og að aðgerðir Úkraínu væru „samhverfar“ aðgerðum Rússa. Oleksandr Prokudin, héraðsstjóri Kherson, greindi frá því fyrr í kvöld að Rússar hefðu ráðist á héraðið eftir upphaf vopnahlés. Að minnsta kosti þrjár loftárásir hefðu verið gerðar á héraðið og að kviknað hefði í blokk í Dniprovskyi-hverfi. Í Zaporizhia-héraði særðist maður þegar dróni hæfði bíl hans. Saka Úkraínumenn einnig um brot Rússar hafa einnig sakað Úkraínumenn um að „rjúfa“ vopnahléð. Vladimir Saldo, úkraínskur ríkisstjóri sem Rússar skipuðu yfir hluta Kherson-héraðs sem þeir stjórna, sagði í Telegram-færslu að úkraínski herinn „héldi áfram að ráðast á friðsælar borgir“ í Kherson. Saldo sagði að „á nokkrum svæðum væri þögn, engin sprengikúluskot,“ sem hann sagði merki þess að einhverjir í úkraínska hernum hefðu heyrt ákallið eftir friði og haldið í mennsku sína. Þá sagði hann árásir úr drónum, sprengjuvörpum og ómönnuðum loftförum gert vart við sig í borgunum Aleshki, Hola Prystan og Kashkova.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. 19. apríl 2025 18:59