Diddy ekki veittur aukafrestur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. apríl 2025 19:25 Diddy hefur setið í fangelsi í Brooklyn í New York síðan í september. Getty/Dave Benett Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. Mál Combs hefur vakið heimsathygli en hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Combs, sem er 55 ára, hefur hafnað sök í fimm ákæruliðum sem varða fjárkúgun og mansal. Saksóknarar í Manhattan saka rapparann um að notfæra sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega á tuttugu ára tímabili, frá 2004 til 2024. Lögmenn Combs segja samþykki hafa verið fyrir hendi í öllum þeim kynferðisathöfnum sem lýst er í ákærum á hendur honum. Einn þeirra, Marc Agnifilio, lagði í byrjun apríl fram beiðni um að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði til þess að meiri tími gæfist til undirbúnings, sem fælist meðal annars í að lesa tölvupósta sem hann hefði rukkað einn meintra þolenda um. Arun Subramanian héraðsdómari féllst ekki á beiðnina. Í frétt Reuters um málið segir að ríkissaksóknarar hafi verið andvígir hvers lags seinkun á réttarhöldunum. Fyrr í mánuðinum hafi bæst í ákærur á hendur Combs en þær hafi ekki falið í sér ný gögn eða upplýsingar. Subramanian sagði einnig í yfirheyrslu í gær að nokkrum meintum þolendum byðist sá kostur að gefa vitnisburð sinn undir nafnleynd af öryggisástæðum. Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Mál Combs hefur vakið heimsathygli en hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Combs, sem er 55 ára, hefur hafnað sök í fimm ákæruliðum sem varða fjárkúgun og mansal. Saksóknarar í Manhattan saka rapparann um að notfæra sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega á tuttugu ára tímabili, frá 2004 til 2024. Lögmenn Combs segja samþykki hafa verið fyrir hendi í öllum þeim kynferðisathöfnum sem lýst er í ákærum á hendur honum. Einn þeirra, Marc Agnifilio, lagði í byrjun apríl fram beiðni um að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði til þess að meiri tími gæfist til undirbúnings, sem fælist meðal annars í að lesa tölvupósta sem hann hefði rukkað einn meintra þolenda um. Arun Subramanian héraðsdómari féllst ekki á beiðnina. Í frétt Reuters um málið segir að ríkissaksóknarar hafi verið andvígir hvers lags seinkun á réttarhöldunum. Fyrr í mánuðinum hafi bæst í ákærur á hendur Combs en þær hafi ekki falið í sér ný gögn eða upplýsingar. Subramanian sagði einnig í yfirheyrslu í gær að nokkrum meintum þolendum byðist sá kostur að gefa vitnisburð sinn undir nafnleynd af öryggisástæðum.
Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50
Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52
Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37
Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32