„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. desember 2024 20:50 Will Smith og Sean „Diddy“ Combs á góðri stundu á sýningu á myndinni Hancock í Hollywood-theatre í Kaliforníu árið 2008. Getty Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. Fjöldi frægra Hollywood-fígúra hefur verið tengdur við kynsvallsveislur sem Diddy hélt reglulega undanfarna áratugi þar sem konum á að hafa verið byrlað ólyfjan og þeim nauðgað. Sjá einnig: Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Nú síðast í vikunni var rapparinn Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku með Diddy árið 2000. Atviksins var getið í máli Combs fyrr á árinu en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin voru síðan uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Kominn með nóg af bröndurum og meme-um Því hefur verið haldið fram að urmull Hollywood-stjarna hafi tekið þátt í svallveislum Diddy og að enn eigi einhverjar upplýsingar eftir að koma upp á yfirborðið. Gamlar myndir hafa verið dregnar fram af hinum og þessum með Diddy, nú síðast af hinum 56 ára Will Smith. Það hefur greinilega ekki farið framhjá Smith sem stöðvaði uppistand sitt í San Diego á fimmtudag til að svara fyrir orðróm um tengsl sín við Diddy. Combs og Smith saman í partýi vegna útgáfu ilmvatnsins Culo eftir Mazzucco árið 2011. Með þeim á myndinni er tónlistarmaðurinn Robin Thicke sem er þekktastur fyrir lagið „Blurred Lines“.Getty „Heimurinn sem við lifum í núna, það er mjög erfitt fyrir ykkur að greina hvað er raunverulegt og hvað er satt, ekki satt?“ spurði Smith áhorfendur. Hann sagðist síðan hafa séð brandara og „meme“ fólks á netinu um tengsl sín við Diddy, sumt af því væri mjög fyndið. „Ég hef ekki rættt um neitt af þessu opinberlega en ég vil bara segja það mjög skýrt: Ég hef ekkert að gera með Puffy, svo þið gætt hætt öllum þessum meme-um. Þið getið hætt öllu þessu bulli,“ sagði hann svo. „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni, ekki gert neitt af þessu heimska rugli. Svo hvenær sem þið heyrið það, ef einhver segir það, þá er það fjandans lygi.“ Sífellt fleiri stíga fram Diddy hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og bíður réttarhalda sinna, sem munu fara fram 5. maí 2025, í fangelsi í Brooklyn. Hann hefur neitað öllum ásökunum. Eftir að Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta Diddy stefndi honum í nóvember í fyrra hefur fjöldi meintra fórnarlamba hans stigið fram og stefnt rapparanum fyrir kynferðisofbeldi. Fréttastofu telst til að í hið minnsta fjórtán manns hafi stefnt rapparanum fyrir meint kynferðisofbeldi. Nú síðast í vikunni sökuðu þrír menn Combs um að hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. Atvikin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2019 til 2022 í partýum Combs. Kærurnar þrjár bætast við lista af 30 einkamálum sem hafa verið höfðuð gegn rapparanum. Fyrir í mánuðinum höfðaði tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan mál á hendur Combs þar sem hún sakaði hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Kynferðisofbeldi Tónlist Tengdar fréttir Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Rapparinn Jay-Z mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: Lion King í gær þar sem dóttir hans Blue og eiginkonan Beyoncé fara með stór hlutverk. Kom það mörgum netverjum á óvart að rapparinn hafi mætt, þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot hans komu nýlega upp á yfirborðið. 10. desember 2024 15:00 Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs hefjast 5. maí næstkomandi. Þetta sagði dómari í New York í gær. 11. október 2024 08:36 Ekki lengur undir sérstöku eftirliti Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota. 30. september 2024 15:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Fjöldi frægra Hollywood-fígúra hefur verið tengdur við kynsvallsveislur sem Diddy hélt reglulega undanfarna áratugi þar sem konum á að hafa verið byrlað ólyfjan og þeim nauðgað. Sjá einnig: Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Nú síðast í vikunni var rapparinn Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku með Diddy árið 2000. Atviksins var getið í máli Combs fyrr á árinu en þá var nöfnum tveggja þekktra einstaklinga haldið leyndum. Málsskjölin voru síðan uppfærð og Carter nefndur sem hinn maðurinn sem nauðgaði stúlkunni. Kominn með nóg af bröndurum og meme-um Því hefur verið haldið fram að urmull Hollywood-stjarna hafi tekið þátt í svallveislum Diddy og að enn eigi einhverjar upplýsingar eftir að koma upp á yfirborðið. Gamlar myndir hafa verið dregnar fram af hinum og þessum með Diddy, nú síðast af hinum 56 ára Will Smith. Það hefur greinilega ekki farið framhjá Smith sem stöðvaði uppistand sitt í San Diego á fimmtudag til að svara fyrir orðróm um tengsl sín við Diddy. Combs og Smith saman í partýi vegna útgáfu ilmvatnsins Culo eftir Mazzucco árið 2011. Með þeim á myndinni er tónlistarmaðurinn Robin Thicke sem er þekktastur fyrir lagið „Blurred Lines“.Getty „Heimurinn sem við lifum í núna, það er mjög erfitt fyrir ykkur að greina hvað er raunverulegt og hvað er satt, ekki satt?“ spurði Smith áhorfendur. Hann sagðist síðan hafa séð brandara og „meme“ fólks á netinu um tengsl sín við Diddy, sumt af því væri mjög fyndið. „Ég hef ekki rættt um neitt af þessu opinberlega en ég vil bara segja það mjög skýrt: Ég hef ekkert að gera með Puffy, svo þið gætt hætt öllum þessum meme-um. Þið getið hætt öllu þessu bulli,“ sagði hann svo. „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni, ekki gert neitt af þessu heimska rugli. Svo hvenær sem þið heyrið það, ef einhver segir það, þá er það fjandans lygi.“ Sífellt fleiri stíga fram Diddy hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og bíður réttarhalda sinna, sem munu fara fram 5. maí 2025, í fangelsi í Brooklyn. Hann hefur neitað öllum ásökunum. Eftir að Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta Diddy stefndi honum í nóvember í fyrra hefur fjöldi meintra fórnarlamba hans stigið fram og stefnt rapparanum fyrir kynferðisofbeldi. Fréttastofu telst til að í hið minnsta fjórtán manns hafi stefnt rapparanum fyrir meint kynferðisofbeldi. Nú síðast í vikunni sökuðu þrír menn Combs um að hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. Atvikin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2019 til 2022 í partýum Combs. Kærurnar þrjár bætast við lista af 30 einkamálum sem hafa verið höfðuð gegn rapparanum. Fyrir í mánuðinum höfðaði tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan mál á hendur Combs þar sem hún sakaði hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum.
Bandaríkin Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Kynferðisofbeldi Tónlist Tengdar fréttir Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Rapparinn Jay-Z mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: Lion King í gær þar sem dóttir hans Blue og eiginkonan Beyoncé fara með stór hlutverk. Kom það mörgum netverjum á óvart að rapparinn hafi mætt, þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot hans komu nýlega upp á yfirborðið. 10. desember 2024 15:00 Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs hefjast 5. maí næstkomandi. Þetta sagði dómari í New York í gær. 11. október 2024 08:36 Ekki lengur undir sérstöku eftirliti Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota. 30. september 2024 15:00 Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Rapparinn Jay-Z mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: Lion King í gær þar sem dóttir hans Blue og eiginkonan Beyoncé fara með stór hlutverk. Kom það mörgum netverjum á óvart að rapparinn hafi mætt, þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot hans komu nýlega upp á yfirborðið. 10. desember 2024 15:00
Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs hefjast 5. maí næstkomandi. Þetta sagði dómari í New York í gær. 11. október 2024 08:36
Ekki lengur undir sérstöku eftirliti Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota. 30. september 2024 15:00