„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Kári Mímisson skrifar 13. apríl 2025 22:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Vísir/Viktor Freyr Það var glatt yfir Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir stórkostlegan 4-2 sigur Fram gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks nú í kvöld. „Þetta var frábær frammistaða hjá okkur allar 90 mínúturnar í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur en þeir skoruðu mörkin á meðan mér fannst okkur ekki takast að koma boltanum inn í teiginn heldur spiluðum við full mikið fyrir utan hann í staðinn. Varnarlega vorum við flottur og mér fannst við leysa stöðurnar ofboðslega vel á köflum. Ég var því einfaldlega fúll að fara inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við höfðum samt trú á verkefninu og að við gætum farið með aðeins meiri krafti upp í pressuna í seinni hálfleik heldur en við gerðum í þeim fyrri og með því gætum við strítt þeim aðeins. Það kom svo sannarlega í ljós þegar okkur tókst að dæla boltanum oftar inn í vítateiginn og skapa í leiðinni meiri hættu fyrir framan markið þeirra.“ Hversu mikið gefur það ykkur að vinna Íslandsmeistarana og það eftir að hafa verið undir í hálfleik? „Þetta gefur okkur, liðinu og leikmönnum, svo mikla trú á það sem við erum að gera. Við höfum átt ágætis vetur og verið flottir undanfarnar vikur. Við töpum svo fyrir Skaganum í mjög jöfnum leik sem ræðst á einu marki úr aukaspyrnu. Svo fáum við Íslandsmeistarana í heimsókn og tap hér í kvöld hefði þýtt að við værum með núll stig eftir tvo leiki og þá fara menn aðeins að missa trú. Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni. Við erum í verkefni hér í Fram að búa til betra og stöðugra lið hér í deildinni og reyna að koma okkur ofar í töflunni heldur en við höfum verið að gera undanfarin ár. Þessi sigur er bara liður í því og ég er ánægður með frammistöðuna en við þurfum að halda áfram.“ Mikið hefur verið rætt og ritað fyrir mót hvar mörk Fram eigi að koma en miða við þennan 10. mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skorar fjögur mörk þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að örvænta. Rúnar segist skilja þessar gagnrýnisraddir en bendir einnig á að í gegnum tíðina hafi honum gegnið ágætlega að dreifa mörkum innan sinna liða. „Ég skil alveg þessar gagnrýnisraddir. Gummi skoraði bara sex mörk í fyrra og hann er okkar framherji. Þannig að maður skilur alveg þá spurningu en mín lið í gegnum tíðina hafa yfirleitt ekki verið með neitt rosalega mikla markaskorara heldur hafa þau dreifst á marga. Maður vill geta fengið mörk úr mörgum áttum og þau komu svo sannarlega úr mörgum áttum í dag. Frábært að fá Guðmund inn á og að hann skori tvö mörk. Það gefur honum trú, sjálfstraust og kraftinn til að vera á réttum stað í teignum.“ Spurður út í framhaldið heldur Rúnar áfram að ræða þetta verkefni sem hann er í hjá Fram. Hann segir að liðið geti unnið og tapað gegnum öllum liðunum í deildinni og það séu bara erfiðir leikir framundan. „Þetta eru allt erfiðir leikir sem við erum að fara í. Það skiptir engu við hverja við erum að spila. Töpuðum fyrir Skaganum í síðustu viku og vinnum Íslandsmeistarana í dag. Við getum unnið á móti öllum og getum líka tapað fyrir öllum. Við þurfum bara að halda áfram, hafa trú á þetta verkefni sem að við erum að vinna að hér, bæta okkar leik bæði sóknar og varnarlega og byggja ofan á þennan góða sigur.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá okkur allar 90 mínúturnar í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur en þeir skoruðu mörkin á meðan mér fannst okkur ekki takast að koma boltanum inn í teiginn heldur spiluðum við full mikið fyrir utan hann í staðinn. Varnarlega vorum við flottur og mér fannst við leysa stöðurnar ofboðslega vel á köflum. Ég var því einfaldlega fúll að fara inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við höfðum samt trú á verkefninu og að við gætum farið með aðeins meiri krafti upp í pressuna í seinni hálfleik heldur en við gerðum í þeim fyrri og með því gætum við strítt þeim aðeins. Það kom svo sannarlega í ljós þegar okkur tókst að dæla boltanum oftar inn í vítateiginn og skapa í leiðinni meiri hættu fyrir framan markið þeirra.“ Hversu mikið gefur það ykkur að vinna Íslandsmeistarana og það eftir að hafa verið undir í hálfleik? „Þetta gefur okkur, liðinu og leikmönnum, svo mikla trú á það sem við erum að gera. Við höfum átt ágætis vetur og verið flottir undanfarnar vikur. Við töpum svo fyrir Skaganum í mjög jöfnum leik sem ræðst á einu marki úr aukaspyrnu. Svo fáum við Íslandsmeistarana í heimsókn og tap hér í kvöld hefði þýtt að við værum með núll stig eftir tvo leiki og þá fara menn aðeins að missa trú. Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni. Við erum í verkefni hér í Fram að búa til betra og stöðugra lið hér í deildinni og reyna að koma okkur ofar í töflunni heldur en við höfum verið að gera undanfarin ár. Þessi sigur er bara liður í því og ég er ánægður með frammistöðuna en við þurfum að halda áfram.“ Mikið hefur verið rætt og ritað fyrir mót hvar mörk Fram eigi að koma en miða við þennan 10. mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skorar fjögur mörk þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að örvænta. Rúnar segist skilja þessar gagnrýnisraddir en bendir einnig á að í gegnum tíðina hafi honum gegnið ágætlega að dreifa mörkum innan sinna liða. „Ég skil alveg þessar gagnrýnisraddir. Gummi skoraði bara sex mörk í fyrra og hann er okkar framherji. Þannig að maður skilur alveg þá spurningu en mín lið í gegnum tíðina hafa yfirleitt ekki verið með neitt rosalega mikla markaskorara heldur hafa þau dreifst á marga. Maður vill geta fengið mörk úr mörgum áttum og þau komu svo sannarlega úr mörgum áttum í dag. Frábært að fá Guðmund inn á og að hann skori tvö mörk. Það gefur honum trú, sjálfstraust og kraftinn til að vera á réttum stað í teignum.“ Spurður út í framhaldið heldur Rúnar áfram að ræða þetta verkefni sem hann er í hjá Fram. Hann segir að liðið geti unnið og tapað gegnum öllum liðunum í deildinni og það séu bara erfiðir leikir framundan. „Þetta eru allt erfiðir leikir sem við erum að fara í. Það skiptir engu við hverja við erum að spila. Töpuðum fyrir Skaganum í síðustu viku og vinnum Íslandsmeistarana í dag. Við getum unnið á móti öllum og getum líka tapað fyrir öllum. Við þurfum bara að halda áfram, hafa trú á þetta verkefni sem að við erum að vinna að hér, bæta okkar leik bæði sóknar og varnarlega og byggja ofan á þennan góða sigur.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira