„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Kári Mímisson skrifar 13. apríl 2025 22:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Vísir/Viktor Freyr Það var glatt yfir Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir stórkostlegan 4-2 sigur Fram gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks nú í kvöld. „Þetta var frábær frammistaða hjá okkur allar 90 mínúturnar í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur en þeir skoruðu mörkin á meðan mér fannst okkur ekki takast að koma boltanum inn í teiginn heldur spiluðum við full mikið fyrir utan hann í staðinn. Varnarlega vorum við flottur og mér fannst við leysa stöðurnar ofboðslega vel á köflum. Ég var því einfaldlega fúll að fara inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við höfðum samt trú á verkefninu og að við gætum farið með aðeins meiri krafti upp í pressuna í seinni hálfleik heldur en við gerðum í þeim fyrri og með því gætum við strítt þeim aðeins. Það kom svo sannarlega í ljós þegar okkur tókst að dæla boltanum oftar inn í vítateiginn og skapa í leiðinni meiri hættu fyrir framan markið þeirra.“ Hversu mikið gefur það ykkur að vinna Íslandsmeistarana og það eftir að hafa verið undir í hálfleik? „Þetta gefur okkur, liðinu og leikmönnum, svo mikla trú á það sem við erum að gera. Við höfum átt ágætis vetur og verið flottir undanfarnar vikur. Við töpum svo fyrir Skaganum í mjög jöfnum leik sem ræðst á einu marki úr aukaspyrnu. Svo fáum við Íslandsmeistarana í heimsókn og tap hér í kvöld hefði þýtt að við værum með núll stig eftir tvo leiki og þá fara menn aðeins að missa trú. Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni. Við erum í verkefni hér í Fram að búa til betra og stöðugra lið hér í deildinni og reyna að koma okkur ofar í töflunni heldur en við höfum verið að gera undanfarin ár. Þessi sigur er bara liður í því og ég er ánægður með frammistöðuna en við þurfum að halda áfram.“ Mikið hefur verið rætt og ritað fyrir mót hvar mörk Fram eigi að koma en miða við þennan 10. mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skorar fjögur mörk þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að örvænta. Rúnar segist skilja þessar gagnrýnisraddir en bendir einnig á að í gegnum tíðina hafi honum gegnið ágætlega að dreifa mörkum innan sinna liða. „Ég skil alveg þessar gagnrýnisraddir. Gummi skoraði bara sex mörk í fyrra og hann er okkar framherji. Þannig að maður skilur alveg þá spurningu en mín lið í gegnum tíðina hafa yfirleitt ekki verið með neitt rosalega mikla markaskorara heldur hafa þau dreifst á marga. Maður vill geta fengið mörk úr mörgum áttum og þau komu svo sannarlega úr mörgum áttum í dag. Frábært að fá Guðmund inn á og að hann skori tvö mörk. Það gefur honum trú, sjálfstraust og kraftinn til að vera á réttum stað í teignum.“ Spurður út í framhaldið heldur Rúnar áfram að ræða þetta verkefni sem hann er í hjá Fram. Hann segir að liðið geti unnið og tapað gegnum öllum liðunum í deildinni og það séu bara erfiðir leikir framundan. „Þetta eru allt erfiðir leikir sem við erum að fara í. Það skiptir engu við hverja við erum að spila. Töpuðum fyrir Skaganum í síðustu viku og vinnum Íslandsmeistarana í dag. Við getum unnið á móti öllum og getum líka tapað fyrir öllum. Við þurfum bara að halda áfram, hafa trú á þetta verkefni sem að við erum að vinna að hér, bæta okkar leik bæði sóknar og varnarlega og byggja ofan á þennan góða sigur.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá okkur allar 90 mínúturnar í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn hjá okkur en þeir skoruðu mörkin á meðan mér fannst okkur ekki takast að koma boltanum inn í teiginn heldur spiluðum við full mikið fyrir utan hann í staðinn. Varnarlega vorum við flottur og mér fannst við leysa stöðurnar ofboðslega vel á köflum. Ég var því einfaldlega fúll að fara inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við höfðum samt trú á verkefninu og að við gætum farið með aðeins meiri krafti upp í pressuna í seinni hálfleik heldur en við gerðum í þeim fyrri og með því gætum við strítt þeim aðeins. Það kom svo sannarlega í ljós þegar okkur tókst að dæla boltanum oftar inn í vítateiginn og skapa í leiðinni meiri hættu fyrir framan markið þeirra.“ Hversu mikið gefur það ykkur að vinna Íslandsmeistarana og það eftir að hafa verið undir í hálfleik? „Þetta gefur okkur, liðinu og leikmönnum, svo mikla trú á það sem við erum að gera. Við höfum átt ágætis vetur og verið flottir undanfarnar vikur. Við töpum svo fyrir Skaganum í mjög jöfnum leik sem ræðst á einu marki úr aukaspyrnu. Svo fáum við Íslandsmeistarana í heimsókn og tap hér í kvöld hefði þýtt að við værum með núll stig eftir tvo leiki og þá fara menn aðeins að missa trú. Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni. Við erum í verkefni hér í Fram að búa til betra og stöðugra lið hér í deildinni og reyna að koma okkur ofar í töflunni heldur en við höfum verið að gera undanfarin ár. Þessi sigur er bara liður í því og ég er ánægður með frammistöðuna en við þurfum að halda áfram.“ Mikið hefur verið rætt og ritað fyrir mót hvar mörk Fram eigi að koma en miða við þennan 10. mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið skorar fjögur mörk þurfa stuðningsmenn liðsins ekki að örvænta. Rúnar segist skilja þessar gagnrýnisraddir en bendir einnig á að í gegnum tíðina hafi honum gegnið ágætlega að dreifa mörkum innan sinna liða. „Ég skil alveg þessar gagnrýnisraddir. Gummi skoraði bara sex mörk í fyrra og hann er okkar framherji. Þannig að maður skilur alveg þá spurningu en mín lið í gegnum tíðina hafa yfirleitt ekki verið með neitt rosalega mikla markaskorara heldur hafa þau dreifst á marga. Maður vill geta fengið mörk úr mörgum áttum og þau komu svo sannarlega úr mörgum áttum í dag. Frábært að fá Guðmund inn á og að hann skori tvö mörk. Það gefur honum trú, sjálfstraust og kraftinn til að vera á réttum stað í teignum.“ Spurður út í framhaldið heldur Rúnar áfram að ræða þetta verkefni sem hann er í hjá Fram. Hann segir að liðið geti unnið og tapað gegnum öllum liðunum í deildinni og það séu bara erfiðir leikir framundan. „Þetta eru allt erfiðir leikir sem við erum að fara í. Það skiptir engu við hverja við erum að spila. Töpuðum fyrir Skaganum í síðustu viku og vinnum Íslandsmeistarana í dag. Við getum unnið á móti öllum og getum líka tapað fyrir öllum. Við þurfum bara að halda áfram, hafa trú á þetta verkefni sem að við erum að vinna að hér, bæta okkar leik bæði sóknar og varnarlega og byggja ofan á þennan góða sigur.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira