Menendez bræðurnir nær frelsinu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2025 13:40 Erik vinstri) og Lyle Menendez (Hægri). AP/Fangelsismálastofnun Kaliforníu Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum samþykkti í gær að halda í næstu viku réttarhöld um það hvort breyta eigi dómi Menendez bræðranna. Lyle og Erik Menendez gætu því mögulega gengið lausir á næstunni. Bræðurnir afplána nú lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 en eiga ekki möguleika á því að vera sleppt á skilorði, eins og saksóknari hefur lagt til. Dómarinn Michael Jesic tók á móti lögmönnum bræðranna og saksóknurum í dómsal í gær. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Nathan Hochman, nýr héraðssaksóknari Los Angeles, reynt að stöðva tillögu George Gascón, forvera síns, um að breyta dómi Menendez-bræðranna. Gascón sagði þegar hann lagði tillöguna fram að hann teldi bræðurna hafa greitt skuld sína til samfélagsins. Grimmilegt morð Lyle og Erik Menendez á foreldrum þeirra vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Lyle var þá 21 árs og Erik átján, þegar þeir ruddust inn til foreldra sinna með haglabyssur og skutu þau til bana þar sem þau borðuðu ís yfir James Bond mynd. Fyrstu réttarhöldin gegn þeim urðu ómerk árið 1993 þar sem kviðdómendur gátu ekki komist að niðurstöðu. Í seinni réttarhöldunum takmarkaði dómari vitnisburð um kynferðislegt ofbeldi sem bræðurnir sögðust hafa verið beittir af föður þeirra og bannaði hann einnig myndavélar í dómsalnum. Þá voru bræðurnir sakfelldir árið 1996. Áhuginn á máli þeirra hefur kviknað aftur á undanförnum árum og að miklu leyti vegna vinsælla heimildarþátta á Netflix. Ríkisstjóri einnig með niðurfellingu til skoðunar Lyle er nú 57 ára og Erik 54 ára og hafa lítið sem ekkert afplánað í sama fangelsinu í Bandaríkjunum. Það gerðist fyrst árið 2018. Starfsmenn Hochman ítrekuðu í dómsal í gær að Menendez bræðurnir hefðu logið í upphaflegu réttarhöldunum og sýndu myndir frá vettvangi morðanna. Vildu þeir þannig fá dómarann til að neita að taka tillögu Gascón frekar til skoðunar. Jesic neitaði að verða við þeirri kröfu í gær en samþykkti að ræða málið betur í dómsal í næstu viku. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er þar að auki sagður vera með til skoðunar að fella niður dóm þeirra og stendur til að ræða það á fundum í júní. Það er þó ótengt réttarhöldum næstu viku um hvort þeim gæti verið sleppt á reynslulausn. Mark Geragos, lögmaður Menendez bræðranna.AP/Damian Dovarganes Hrósað af fangavörðum, sálfræðingum og föngum Undanfarna mánuði hafa blaðamenn vestanhafs tekið feril bræðranna í fangelsi til skoðunar. Í stuttu máli sagt bendir saga þeirra til þess að bræðurnir hafi hagað sér vel og hefur þeim verið lýst sem „fyrirmyndarföngum“, eins og fram kemur ítarlegri grein New York Times. Eins og áður segir afplánuðu þeir fyrst í sama fangelsinu árið 2018 en þá voru þeir í Richard J. Donovan fangelsinu, nærri San Diego í Kaliforníu. Það er sérstakt fangelsi fyrir fanga sem leggja stund á menntun og reyna að betrumbæta sig. Bæði Lyle og Erik hafa orðið sér út um háskólapróf í fangelsi og eru sagðir hafa aðstoðað aðra fanga við að snúa við blaðinu. Opinberar skrár um bræðurna eru sagðar fullar af hrósi og jákvæðum umsögnum frá starfsmönnum fangelsa sem þeir hafa afplánað dóm sinn í, sálfræðingum og öðrum föngum. Einn starfsmaður fangelsisins nærri San Diego skrifaði til dæmis um Lyle að „einstaklega sjaldgæft“ væri að finna fanga sem hefði verið dæmdur til lífstíðarfangelsis án þess að eiga séns á reynslulausn einbeita sér að því að betrumbæta sig, aðra fanga og umhverfi þeirra. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bræðurnir afplána nú lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 en eiga ekki möguleika á því að vera sleppt á skilorði, eins og saksóknari hefur lagt til. Dómarinn Michael Jesic tók á móti lögmönnum bræðranna og saksóknurum í dómsal í gær. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Nathan Hochman, nýr héraðssaksóknari Los Angeles, reynt að stöðva tillögu George Gascón, forvera síns, um að breyta dómi Menendez-bræðranna. Gascón sagði þegar hann lagði tillöguna fram að hann teldi bræðurna hafa greitt skuld sína til samfélagsins. Grimmilegt morð Lyle og Erik Menendez á foreldrum þeirra vakti gífurlega athygli á sínum tíma. Lyle var þá 21 árs og Erik átján, þegar þeir ruddust inn til foreldra sinna með haglabyssur og skutu þau til bana þar sem þau borðuðu ís yfir James Bond mynd. Fyrstu réttarhöldin gegn þeim urðu ómerk árið 1993 þar sem kviðdómendur gátu ekki komist að niðurstöðu. Í seinni réttarhöldunum takmarkaði dómari vitnisburð um kynferðislegt ofbeldi sem bræðurnir sögðust hafa verið beittir af föður þeirra og bannaði hann einnig myndavélar í dómsalnum. Þá voru bræðurnir sakfelldir árið 1996. Áhuginn á máli þeirra hefur kviknað aftur á undanförnum árum og að miklu leyti vegna vinsælla heimildarþátta á Netflix. Ríkisstjóri einnig með niðurfellingu til skoðunar Lyle er nú 57 ára og Erik 54 ára og hafa lítið sem ekkert afplánað í sama fangelsinu í Bandaríkjunum. Það gerðist fyrst árið 2018. Starfsmenn Hochman ítrekuðu í dómsal í gær að Menendez bræðurnir hefðu logið í upphaflegu réttarhöldunum og sýndu myndir frá vettvangi morðanna. Vildu þeir þannig fá dómarann til að neita að taka tillögu Gascón frekar til skoðunar. Jesic neitaði að verða við þeirri kröfu í gær en samþykkti að ræða málið betur í dómsal í næstu viku. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er þar að auki sagður vera með til skoðunar að fella niður dóm þeirra og stendur til að ræða það á fundum í júní. Það er þó ótengt réttarhöldum næstu viku um hvort þeim gæti verið sleppt á reynslulausn. Mark Geragos, lögmaður Menendez bræðranna.AP/Damian Dovarganes Hrósað af fangavörðum, sálfræðingum og föngum Undanfarna mánuði hafa blaðamenn vestanhafs tekið feril bræðranna í fangelsi til skoðunar. Í stuttu máli sagt bendir saga þeirra til þess að bræðurnir hafi hagað sér vel og hefur þeim verið lýst sem „fyrirmyndarföngum“, eins og fram kemur ítarlegri grein New York Times. Eins og áður segir afplánuðu þeir fyrst í sama fangelsinu árið 2018 en þá voru þeir í Richard J. Donovan fangelsinu, nærri San Diego í Kaliforníu. Það er sérstakt fangelsi fyrir fanga sem leggja stund á menntun og reyna að betrumbæta sig. Bæði Lyle og Erik hafa orðið sér út um háskólapróf í fangelsi og eru sagðir hafa aðstoðað aðra fanga við að snúa við blaðinu. Opinberar skrár um bræðurna eru sagðar fullar af hrósi og jákvæðum umsögnum frá starfsmönnum fangelsa sem þeir hafa afplánað dóm sinn í, sálfræðingum og öðrum föngum. Einn starfsmaður fangelsisins nærri San Diego skrifaði til dæmis um Lyle að „einstaklega sjaldgæft“ væri að finna fanga sem hefði verið dæmdur til lífstíðarfangelsis án þess að eiga séns á reynslulausn einbeita sér að því að betrumbæta sig, aðra fanga og umhverfi þeirra.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira