Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. apríl 2025 00:01 Robert F Kennedy yngri er heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. EPA Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. „Í september munum við vita hvað hefur valdið einhverfufaraldri og við munum geta útrýmt tilfellum,“ sagði Kennedy samkvæmt umfjöllun BBC. Ráðherrann vill fara í rannsóknarátak en einhverfugreiningar hafa aukist til muna síðan um aldamót. Talið er að um 2,7 prósent átta ára barna séu einhverf. Vísindamenn segja auknar greiningar vera að hluta til vegna vitundarvakningar um heilkennið. Bandaríska heilbrigðisstofnunin eyðir um þrjú hundruð milljónum bandarískra dollara, tæpir 39 milljarðar í íslenskum krónum, í rannsóknir á einhverfu ár hvert. Hugsanlegir áhrifaþættir eru loftmengun, ótímabær fæðing og heilsufarsvandamál móður. Kennedy vill einnig láta rannsaka tengsl einhverfu og bóluefna. Hugmyndir um að bóluefni valdi einhverfu koma frá afsannaðri rannsókn Andrew Wakefield sem birti rannsókn um tengsl milli bóluefna og einhverfu. Seinna meir kom í ljós að hann átti í fjárhagslegum hagsmunaárekstrum og var rannsóknin dregin til baka. Samtök einhverfra í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt áform Kennedy og kalla þau óraunhæf og villandi. „Þetta er hvorki langvarandi sjúkdómur né smitsjúkdómur,“ segja fulltrúar Samtakanna. Christopher Banks, forseti Samtakanna segir að fullyrðingar um að einhverfa orsakist einungis af umhverfisþáttum vera villandi. Þess kyns fullyrðingar viðhaldi skaðlegum fordómum, stofni lýðheilsu í hættu og dragi athyglina frá mikilvægum þörfum einhverfusamfélagsins. Bandaríkin Vísindi Einhverfa Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
„Í september munum við vita hvað hefur valdið einhverfufaraldri og við munum geta útrýmt tilfellum,“ sagði Kennedy samkvæmt umfjöllun BBC. Ráðherrann vill fara í rannsóknarátak en einhverfugreiningar hafa aukist til muna síðan um aldamót. Talið er að um 2,7 prósent átta ára barna séu einhverf. Vísindamenn segja auknar greiningar vera að hluta til vegna vitundarvakningar um heilkennið. Bandaríska heilbrigðisstofnunin eyðir um þrjú hundruð milljónum bandarískra dollara, tæpir 39 milljarðar í íslenskum krónum, í rannsóknir á einhverfu ár hvert. Hugsanlegir áhrifaþættir eru loftmengun, ótímabær fæðing og heilsufarsvandamál móður. Kennedy vill einnig láta rannsaka tengsl einhverfu og bóluefna. Hugmyndir um að bóluefni valdi einhverfu koma frá afsannaðri rannsókn Andrew Wakefield sem birti rannsókn um tengsl milli bóluefna og einhverfu. Seinna meir kom í ljós að hann átti í fjárhagslegum hagsmunaárekstrum og var rannsóknin dregin til baka. Samtök einhverfra í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt áform Kennedy og kalla þau óraunhæf og villandi. „Þetta er hvorki langvarandi sjúkdómur né smitsjúkdómur,“ segja fulltrúar Samtakanna. Christopher Banks, forseti Samtakanna segir að fullyrðingar um að einhverfa orsakist einungis af umhverfisþáttum vera villandi. Þess kyns fullyrðingar viðhaldi skaðlegum fordómum, stofni lýðheilsu í hættu og dragi athyglina frá mikilvægum þörfum einhverfusamfélagsins.
Bandaríkin Vísindi Einhverfa Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira