Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 23:43 Rannsókn sem sýndi fram á tengsl milli bóluefna og einhverfu hefur verið afsönnuð. AP/Mary Altaffer Bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) hyggst rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefna og einhverfu. Það er gert þrátt fyrir margar vísindarannsóknir þar sem engar vísbendingar hafa fundist um slík tengsl. Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn. Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn.
Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01
Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30