„Ég tek þetta bara á mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. apríl 2025 21:34 Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, tók ábyrgð á tapinu eftir að hafa átt slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Böðvar Böðvarsson tók ábyrgð á 2-1 tapi FH gegn Stjörnunni í kvöld. Fyrirliðinn átti slæma sendingu sem leiddi til annars marks Stjörnunnar, rétt eftir fyrra markið sem Böðvar efast um að hafi átt að standa, en hann trúir og treystir ákvörðun línuvarðarins með það. Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Böðvar mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar á Stöð 2 Sport strax eftir leik og veitti fyrstu viðbrögð. „Gífurlega súrt. Þeir eru meira með boltann vissulega en mér fannst skipulagið okkar halda mjög vel. Þeir voru að fara í svæðin sem við vildum að þeir færi í og þó þeir komist yfir fannst mér allar forsendur til að komast aftur inn í þennan leik. En ég verð náttúrulega bara að taka þetta annað mark á mig, mjög léleg sending inn á miðjuna sem gerir það að verkum að þeir komast í 2-0 og það gerir þetta miklu erfiðara fyrir okkur. Mér fannst frammistaðan sem slík mjög góð hjá liðinu í dag en ég verð að taka þetta á mig.“ „Mér fannst engin leið að sjá það“ Fyrra mark Stjörnunnar var mikið vafaatriði og efasemdir eru um hvort boltinn hafi allur farið inn. „Ef [línuvörðurinn] sér hann hundrað prósent inni er hann með einhverja bestu sjón sem ég hef séð sko. Mér fannst engin leið að sjá það. Mér fannst Mathias [markmaður] vissulega standa inni í markinu en ekki þannig að boltinn gæti farið allur inn. En ég meina, hann sér þetta og væri ekki að fara að dæma þetta nema að vera hundrað prósent viss og við verðum bara að treysta honum.“ Sáttur með frammistöðuna og tekur ábyrgð á tapinu FH gerði þrefalda breytingu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Við það lifnaði sóknarleikur liðsins við. FH minnkaði muninn og var næstum því búið að setja fleiri mörk. „Já og fáum fullt af færum. Líka nokkur í fyrri hálfleik. Það voru allar forsendur til að skora fleiri mörk, þannig að þetta er mjög súrt. Ég tek þetta bara á mig“ ítrekaði Böðvar. Frammistöðu liðsins var Böðvar annars ánægður með, meira að segja fyrstu fimmtán mínúturnar þegar Stjarnan var í stórsókn. „Já hundrað prósent. Það var gífurleg liðsheild í dag og þegar við vorum að þjást fyrstu fimmtán mínúturnar, þar sem þeir lágu dálítið á okkur, þá fannst mér geggjuð liðsheild. Menn að hlaupa eins og skepnur, tala við hvorn annan, mættir í návígin… Það eru 26 leikir eftir og hægt að byggja ofan á þessu, nóg af stigum eftir í pottinum“ sagði Böðvar að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó