Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 13:19 Polyakov var handtekinn tveimur dögum eftir að hann fór á strönd eyjunnar. Youtube og vísir/Getty Mykhailo Viktorovych Polyakov, bandarískur ferðamaður, var í vikunni handtekinn fyrir að fara upp á strönd eyjunnar North Sentinel í Indlandshafi. Það gerði hann til að hitta Sentinelese-ættbálkinn sem hefur búið þar um þúsundir ára án samskipta við annað fólk. Talið er að ættbálkurinn telji um 150 manns. Í frétt Guardian um málið kemur fram að indverska lögreglan hafi handtekið manninn. Hann hafi laumað sér á eyjuna með kókoshnetu og Diet Coke í dós. Maðurinn er nú í haldi indversku lögreglunnar í þrjá daga svo hægt sé að yfirheyra hann. Samkvæmt upplýsingum frá indversku lögreglunni blés Polyakov í flautu í um klukkustund nærri strönd eyjunnar til að reyna að vekja athygli fólksins á eyjunni. „Hann lenti á eyjunni í um fimm mínútur, skildi eftir fórnargjafir sínar, tók sandsýni og tók myndband áður en hann sneri aftur í bátinn sinn,“ er haft eftir HGS Dhaliwal lögreglustjóra á Andaman og Nicobar-eyjunum. Engum heimilt að heimsækja eyjuna Engum, hvorki Indverjum né útlendingum, er heimilt að fara í allt að fimm kílómetra fjarlægð við eyjuna. Það er til að vernda fólk sem býr á eyjunni við hvers kyns sjúkdómum og til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Polyakov var handtekinn á mánudag, tveimur dögum eftir að hann fór á land. Hann hefur tvisvar á síðustu mánuðum heimsótt svæðið. Í október fannst hann á uppblásnum kajak en var stöðvaður af starfsfólki hótels. Í janúar reyndi hann svo aftur að fara á land en náði því ekki. Á mánudag notaði hann aftur uppblásinn bát til að ferðast um 35 kílómetra frá aðaleyjaklasanum og að North Sentinel. Sentinelese-ættbálkurinn komst síðast í fréttir árið 2018 þegar þau drápu bandaríska sendiboðann John Allen Chau. Lík hans fannst aldrei og fór aldrei fram rannsókn á andláti hans vegna laganna sem eru í gildi um eyjuna. Lítið er vitað um menningu og tungumál ættbálksins en hann er þekktur fyrir fjandskap í garð þeirra sem reyna að komast nálægt þeim. Fyrir um tveimur áratugum birti indverska landhelgisgæslan mynd af karlmanni á eyjunni sem miðaði boga sínum að þyrlu sem flaug yfir eyjuna. Indversk yfirvöld hafa saksótt alla heimamenn sem hafa aðstoðað ferðamenn við að komast á eyjuna. Samkvæmt frétt Guardian vinnur lögreglan að því að bera kennsl á þau sem mögulega aðstoðuðu Polyakov. Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Í frétt Guardian um málið kemur fram að indverska lögreglan hafi handtekið manninn. Hann hafi laumað sér á eyjuna með kókoshnetu og Diet Coke í dós. Maðurinn er nú í haldi indversku lögreglunnar í þrjá daga svo hægt sé að yfirheyra hann. Samkvæmt upplýsingum frá indversku lögreglunni blés Polyakov í flautu í um klukkustund nærri strönd eyjunnar til að reyna að vekja athygli fólksins á eyjunni. „Hann lenti á eyjunni í um fimm mínútur, skildi eftir fórnargjafir sínar, tók sandsýni og tók myndband áður en hann sneri aftur í bátinn sinn,“ er haft eftir HGS Dhaliwal lögreglustjóra á Andaman og Nicobar-eyjunum. Engum heimilt að heimsækja eyjuna Engum, hvorki Indverjum né útlendingum, er heimilt að fara í allt að fimm kílómetra fjarlægð við eyjuna. Það er til að vernda fólk sem býr á eyjunni við hvers kyns sjúkdómum og til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Polyakov var handtekinn á mánudag, tveimur dögum eftir að hann fór á land. Hann hefur tvisvar á síðustu mánuðum heimsótt svæðið. Í október fannst hann á uppblásnum kajak en var stöðvaður af starfsfólki hótels. Í janúar reyndi hann svo aftur að fara á land en náði því ekki. Á mánudag notaði hann aftur uppblásinn bát til að ferðast um 35 kílómetra frá aðaleyjaklasanum og að North Sentinel. Sentinelese-ættbálkurinn komst síðast í fréttir árið 2018 þegar þau drápu bandaríska sendiboðann John Allen Chau. Lík hans fannst aldrei og fór aldrei fram rannsókn á andláti hans vegna laganna sem eru í gildi um eyjuna. Lítið er vitað um menningu og tungumál ættbálksins en hann er þekktur fyrir fjandskap í garð þeirra sem reyna að komast nálægt þeim. Fyrir um tveimur áratugum birti indverska landhelgisgæslan mynd af karlmanni á eyjunni sem miðaði boga sínum að þyrlu sem flaug yfir eyjuna. Indversk yfirvöld hafa saksótt alla heimamenn sem hafa aðstoðað ferðamenn við að komast á eyjuna. Samkvæmt frétt Guardian vinnur lögreglan að því að bera kennsl á þau sem mögulega aðstoðuðu Polyakov.
Indland Bandaríkin Tengdar fréttir Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04 Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. 22. nóvember 2018 23:04
Fresta því að ná líkamsleifum trúboðans af eyjunni Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta því að reyna að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau af eyjunni Norður-Sentinel í Indlandshafi. 27. nóvember 2018 15:11