„En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 10:54 Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Getty/Spicer Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum. Brand var í gær ákærður fyrir tvær nauðganir og nokkur kynferðisbrot til viðbótar. Lögregla hafði rannsakað málin frá því heimildamyndin Dispatches var sýnd á Channel 4 árið 2023 þar sem fram komu ásakanir um kynferðisbrot og nauðgun á hendur Brand. Umræddar árásir eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 og 2005 og verið gegn fjórum mismunandi konum. Reiknað er með að aðalmeðferð hefist í máli hins 49 ára Russell Brand 2. maí næstkomandi. Brand brást við fréttunum í myndbandi á bæði Instagram og X (áður Twitter) í eftirmiðdaginn í gær. Hann byrjaði á að þakka fólki fyrir stuðninginn, lýsti skoðunum sínum á ástandi breskra dómstóla og brást svo við kærunum. Svar frá sólarströnd „Við erum lánsöm, held ég, að þetta sé að gerast á tímum þar sem við vitum að lögin eru orðin vopn sem eru notuð gegn fólki, stofnunum og stundum jafnvel heilum þjóðum,“ sagði Brand í myndbandinu. Hann spurði síðan Breta hvernig þeim liði með dómskerfi sitt þar sem ekki væri gengið á eftir stórum málum og nefndi þar Southport-morðin og ríkisstjórn Keir Starmer. Þess ber að geta að morðinginn, hinn sautján ára Alex Rudakubana, var dæmdur í lágmarks 52 ára fangelsi og mun sennilega aldrei ganga frjáls. My response. pic.twitter.com/wJMGxlwBh0— Russell Brand (@rustyrockets) April 4, 2025 „Ég var fífl áður en ég lifði í ljósi drottins. Ég var eiturlyfjafíkill, kynlífsfíkill og hálfviti. En það sem ég var aldrei, var nauðgari,“ sagði hann svo í myndbandinu. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinum athöfnum án samþykkis. Ég bið fyrir því að sjáið það með því að horfa í augun á mér,“ sagði hann einnig. „Ég mun nú fá tækifæri til að svara þessum ákærum í dómssal og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það,“ sagði hann að lokum. Mál Russell Brand Bretland Hollywood Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Brand var í gær ákærður fyrir tvær nauðganir og nokkur kynferðisbrot til viðbótar. Lögregla hafði rannsakað málin frá því heimildamyndin Dispatches var sýnd á Channel 4 árið 2023 þar sem fram komu ásakanir um kynferðisbrot og nauðgun á hendur Brand. Umræddar árásir eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 og 2005 og verið gegn fjórum mismunandi konum. Reiknað er með að aðalmeðferð hefist í máli hins 49 ára Russell Brand 2. maí næstkomandi. Brand brást við fréttunum í myndbandi á bæði Instagram og X (áður Twitter) í eftirmiðdaginn í gær. Hann byrjaði á að þakka fólki fyrir stuðninginn, lýsti skoðunum sínum á ástandi breskra dómstóla og brást svo við kærunum. Svar frá sólarströnd „Við erum lánsöm, held ég, að þetta sé að gerast á tímum þar sem við vitum að lögin eru orðin vopn sem eru notuð gegn fólki, stofnunum og stundum jafnvel heilum þjóðum,“ sagði Brand í myndbandinu. Hann spurði síðan Breta hvernig þeim liði með dómskerfi sitt þar sem ekki væri gengið á eftir stórum málum og nefndi þar Southport-morðin og ríkisstjórn Keir Starmer. Þess ber að geta að morðinginn, hinn sautján ára Alex Rudakubana, var dæmdur í lágmarks 52 ára fangelsi og mun sennilega aldrei ganga frjáls. My response. pic.twitter.com/wJMGxlwBh0— Russell Brand (@rustyrockets) April 4, 2025 „Ég var fífl áður en ég lifði í ljósi drottins. Ég var eiturlyfjafíkill, kynlífsfíkill og hálfviti. En það sem ég var aldrei, var nauðgari,“ sagði hann svo í myndbandinu. „Ég hef aldrei tekið þátt í neinum athöfnum án samþykkis. Ég bið fyrir því að sjáið það með því að horfa í augun á mér,“ sagði hann einnig. „Ég mun nú fá tækifæri til að svara þessum ákærum í dómssal og ég er ótrúlega þakklátur fyrir það,“ sagði hann að lokum.
Mál Russell Brand Bretland Hollywood Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira